Morgunblaðið - 18.05.2021, Side 28

Morgunblaðið - 18.05.2021, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 GARÐABLAÐ fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. júní SÉRBLAÐ Sumarið er tíminn til að gera garðinn og okkar nánasta umhverfi sem fallegast • Garðurinn • Pallurinn • Potturinn • Blómin • Garðhúsgögnin • Grillið ogmargtmargt fleira Stútfullt blað af spennandi efni PÖNTUN AUGLÝSINGA er til 31. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var af- hent í fyrradag, 16. maí, við hátíð- lega athöfn á Patreksfirði og hlaut hana brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga. Er það í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur verkefni á Norðurlandi vestra í skaut, að því er fram kemur í tilkynningu. Metnaðarfull verkefni með listrænan slagkraft Greta Clough, stofnandi og list- rænn stjórnandi Handbendis, tók á móti viðurkenningunni og verð- launafé að upphæð kr. 2.500.000. Býðst Handbendi að standa að við- burði á Listahátíð á næsta ári og einnig verður framleitt heimildar- myndband um verkefnið. Alls bárust 36 umsóknir um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun hennar fyrir árið 2021 hvaðanæva af landinu en hvatningarverðlaunin eru ný af nálinni og voru veitt þremur verkefnum sem hafa verið starfrækt í þrjú ár eða skemur, að því er fram kemur í tilkynningu. Verðlaunin eru veitt „metnaðar- fullum verkefnum sem þykja hafa listrænan slagkraft, jákvæð áhrif á nærsamfélagið og hafa alla burði til að festa sig í sessi“, eins og þar seg- ir. Hvatningarverðlaunin hlutu Bo- real Screendance Festival á Akureyri, IceDocs – Iceland Docu- mentary Film Festival á Akranesi og Röstin, gestavinnustofa á Þórs- höfn á Langanesi. Hlýtur hvert verkefni um sig 750.000 kr. auk gjafakorts frá Icelandair að upp- hæð kr. 100.000 en Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Icelandair. „Góð tilfinning“ Greta Clough stofnaði Hand- bendi árið 2016 en hún er menntað- ur leikstjóri og brúðuleikari og list- rænn stjórnandi leikhússins. Greta er fædd og uppalin í Bandaríkjun- um og bjó í 14 ár í Bretlandi áður en hún flutti til Hvammstanga og stofnaði þar Handbendi. Hún hélt fyrstu brúðulistahátíð bæjarins í fyrra, Hvammstangi International Puppet Festival, skammstafað HIP. „Þetta er virkilega góð tilfinn- ing,“ segir Greta, spurð að því hvernig sé að hljóta Eyrarrósina. „Það er alltaf dásamlegt að vita að fólk kunni að meta það sem við er- um gera, Handbendi er svo miklu meira en brúðuleikhús, við sinnum svo miklu samfélagsstarfi,“ segir Greta. Handbendi sinni m.a. menn- ingarstarfi með ungu fólki á lands- byggðinni sem fái með því útrás fyrir sköpunarþörfina. Handbendi hefur ferðast með sýningar sínar um landið og einnig farið á erlendar hátíðir og hlotið bæði verðlaun og lof. Leikhúsið gerir einnig út stúdíó á Hvamms- tanga þar sem áhersla er lögð á upptökur og framleiðslu á stafrænu efni af ýmsu tagi. Greta segir HIP, brúðuleikhús- hátíðina sem haldin var í fyrsta sinn í fyrra, hafa gengið mjög vel þrátt fyrir Covid-19 og að hátíðin verði meiri að umfangi í október á þessu ári og að fleiri listamenn muni mæta. Það er því bjart framundan hjá Handbendi og nóg að gera á næstu mánuðum. Tvær hátíðir og gestavinnustofa Hvatningarverðlaun Eyrarrós- arinnar hlutu Boreal Screendance Festival á Akureyri, alþjóðleg hátíð sem haldin var í fyrsta sinn í nóv- ember í fyrra í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Voru sýnd 28 verk eftir 18 listamenn af ýmsu þjóðerni og er stefnt að enn umfangsmeiri hátíð í nóvember á þessu ári, líkt og í til- felli HIP-hátíðar Handbendis á Hvammstanga. Röstin á Þórshöfn á Langanesi hlaut einnig hvatningarverðlaun en svo nefnist tilraunakennd gesta- vinnustofa fyrir listafólk sem fara mun fram í þriðja sinn í sumar og taka átta til tíu listamenn þátt í henni. Er þeim boðin þátttaka með frírri gistingu og vinnuaðstöðu. Segir í tilkynningu að Röstin sé vettvangur fyrir fjölbreyttan hóp listamanna til að njóta andrýmis, vinna að listsköpun og kynnast öðru listafólki auk þess að tengjast sam- félaginu á Langanesi og auðga um leið bæjarlífið með uppákomum fyr- ir íbúa. Þriðju hvatningarverðlaunin hlaut svo Iceland Documentary Film Festival eða IceDocs á Akra- nesi, alþjóðleg heimildarmynda- hátíð sem var haldin í fyrsta sinn árið 2019. Hátíðin verður haldin í þriðja sinn 23.-27. júní nk. og segir í tilkynningu að hún hafi þá sérstöðu að vera eina alþjóðlega kvikmynda- hátíð landsins sem sýni eingöngu skapandi heimildarmyndir. Á hátíð- inni sé boðið upp á rjómann af þeim heimildarmyndum sem komi út í heiminum auk fjölda sérviðburða. „Svo miklu meira en brúðuleikhús“ - Handbendi á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina 2021 - Þrjú önnur verkefni hlutu hvatningarverðlaun Eyrarrósarhafi Greta Clough með Eyrarrósina sem hún hlaut um helgina. Handbendi stofnaði hún árið 2016. Röstin Gestavinnustofan á Þórshöfn hlaut hvatningarverðlaun. IceDocs Heimildarmyndahátíðin á Akranesi þykir sýna vandaðar myndir. Skjádans Verk á Boreal í fyrra, AboveBeyondOutside eftir Freyu Olafson. Ljósmynd/Patrik Ontkovic

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.