Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 32
• Gist er á hinu glæsilega
Campoamor Golf
Resort 4*
• Beint dagflug með
Icelandair til Alicante
• Morgunverður alla daga og ein kvöld-
máltíð með drykkjum ásamt kvöld-
skemmtun með Ladda
• Akstur til og frá golfvöllum ásamt
umsjón og skipulagi á rástímum
• Golfbílar innifaldir á öllum hringjum
• Frítt vallargjald á golfvelli hótelsins
eftir kl. 15.00 alla daga
Golfferðir
eldri borgara til Costa
Blanca haustið 2021
Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is
eða í símum 783-9300/01
Allar nánari upplýsingar á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Fyrsta ferð er
30. september – 11. október
11 dagar
10 nætur
7 golfhringir
Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur í
dag víða um lönd þar sem söfn munu vekja athygli á
starfi sínu, mikilvægi og framlagi til samfélagsins. Á
ári hverju er valið þema sem söfn einbeita sér að og
að þessu sinni er það: „Framtíð safna: uppbygging
og nýjar áherslur“. Áherslur dagsins í ár verða að
mestu á samfélagsmiðla og þau tækifæri sem þeir
gefa til fræðslu og skemmtunar og munu söfn og
safnafólk deila fræðslu og skemmtilegu efni á
heimasíðum og samfélagsmiðlum safnanna með
myllumerkjunum #safnadagurinn og #imd2021.
Ýmsir viðburðir fara fram og einn þeirra
er fyrirlestur í Listasafni Einars Jóns-
sonar kl. 12.10. Þar mun Pétur H. Ár-
mannsson arkitekt og sviðsstjóri hjá
Minjastofnun Íslands segja frá sögu
safnbyggingar Listasafns Einars Jóns-
sonar á Skólavörðuholti en hann
hefur rannsakað, skrifað og
fjallað um arkitektúr á Íslandi
um áratuga skeið.
Framtíð safna, uppbygging og
nýjar áherslur á safnadeginum
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Flest bendir til þess að Valur og Haukar muni leika til
úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik
en bæði liðin náðu 2:0-forystu í einvígjum undanúrslit-
anna í gærkvöld. Valur vann Fjölni 83:76 í hörkuleik í
Grafarvogi og Haukar unnu allsannfærandi sigur á Kefl-
víkingum suður með sjó, 80:68. »27
Einvígi Vals og Hauka blasir við
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Þarna fæ ég tækifæri til þess að
nema hjá einstökum prófessorum
og framúrskarandi leiðtogum í
tækniheiminum sem hafa mótað nú-
tímann okkar og um leið fæ ég fá-
gætt tækifæri til þess að vinna með
þeim sem móta munu heiminn og
tilveru okkar til framtíðar.“
Njáll þótti efnilegur píanóleikari í
Reykjanesbæ, var kominn á fram-
haldsstig, en tónlistin vék hægt og
sígandi fyrir öðru námi. „Ég spila
samt á píanóið af og til en það er
erfitt að finna tíma til að æfa sig að
spila í þrjá klukkutíma á dag eins og
áður,“ segir Njáll, sem er með BSc-
gráðu í tölvunarfræði frá Háskól-
anum í Reykjavík og fékk 10 í með-
aleinkunn á lokaárinu 2020. Hann
var dæmatímakennari og sinnti að-
stoðarkennslu samhliða náminu þar
til kennslu vetrarins lauk fyrir
skömmu. Hann byrjaði í viðskipta-
fræði en segist fljótt hafa komist að
því að fyrirtækjarekstur og fjármál
ættu ekki við sig. „Þá sagði góður
vinur minn við mig að ég ætti að
byrja að læra að forrita, ég tók
hann á orðinu og eftir það varð ekki
aftur snúið.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Carnegie Mellon er talinn vera
fremsti háskóli í heiminum í tölv-
unarfræði, og tölvunarfræðin er al-
mennt ein eftirsóttasta greinin í
heiminum,“ segir Njáll Skarphéð-
insson, sem heldur á vit fræðanna í
sumar. Þá byrjar hann í vinsælasta
námi skólans í Pittsburg í Penn-
sylvaníu í Bandaríkjunum, mast-
ersnámi í gervigreind (Masters of
Artificial Intelligence and Inno-
vation). 3,9% umsækjenda fengu
inngöngu og er Njáll eini Evrópu-
búinn.
Frá því í mars hefur Njáll unnið
á mál- og raddtæknistofu HR við
máltæknirannsóknir og er að þróa
gervigreindarmódel fyrir íslensku.
„Máltækni er sá hluti gervigreindar
sem hjálpar tölvum að skilja tungu-
mál eins og íslensku,“ útskýrir
hann og bendir á að verið sé að fara
nýjar brautir í rannsóknarvinnunni,
en verkefnið hafi orðið til í fram-
haldi af því að hann komst inn í
Carnegie Mellon. „Framlag mitt
snýr að spurningasvörun, en það
má segja að spurningasvörun sé
nokkurn veginn ótroðin slóð þegar
kemur að máltækni og íslensku. Ef
vel tekst til verður mögulegt að
birta svokölluð þjálfunargögn, en
slíkt myndi leyfa hvaða rannsókn-
armanni sem er að þjálfa gervi-
greind úr gögnum sem ég stefni á
að safna saman. Markmiðið er að ná
að safna hundrað þúsund spurn-
ingum, en ég sé það sem eitt skref í
því markmiði að búa til stafrænan
íslenskan aðstoðarmann.“
Leiðtogar framtíðar
Námið í Carnegie Mellon er í eðli
sínu mjög tæknilegt, en Njáll segir
að skólastjórnendur sæki í nem-
endur sem hafi sýnt möguleika á að
sinna stjórnunar- og leiðtogastöð-
um sem snúa að því að skapa hug-
búnaðarkerfi framtíðarinnar. „Það
er auðvitað ótrúlega spennandi að
komast inn í þennan frábæra skóla,
því þarna sækja um nemendur frá
öllum heimshornum,“ segir hann.
Tölvunarfræðingur
mótar framtíðina
- Njáll Skarphéðinsson komst inn í Carnegie Mellon
Leiðtogi Njáll Skarphéðinsson bíður spenntur eftir framhaldsnáminu.