Morgunblaðið - 21.05.2021, Blaðsíða 2
fylgjast með hvað er inn og hvað ekki.
Það sem er í tísku hverju sinni finnst
mér ekki heilagt. Mér finnst gaman
að fara stundum á móti straumn-
um og gera eitthvað sem aðrir
þora ekki og allt gamalt og tíma-
laust er minn veikleiki. Hattar
eru einnig áhugamál hjá mér.
Þegar það kemur að hús-
gögnum þá elska ég gamla
hönnun og að blanda henni sam-
an við nýja.“
Hvað með andlega líðan og
sjálfsvinnu?
„Ég ætti að vera að gera mikið meira
af henni en hún gleymist oft í dagsins
önn.
Ég hef það að leiðarljósi að koma vel
fram við náungann og vera betri maður
í dag en ég var í gær. Mér finnst mik-
ilvægt að bæta fyrir brot sín á öðrum
og vera heiðarlegur, traustur og trúr
sjálfum sér. Ég stundaði mikla og ákafa
sjálfsvinnu hérna fyrir nokkrum árum
og maður hefur viðhaldið henni í gegn-
um árin með því að koma því í rútínu.
Stundum þarf maður að horfast í augu
við sjálfan sig og sjá hvað maður getur
verið mikill fáviti á köflum og það er lík-
lega eitt það erfiðasta sem fólk gerir. Mér
finnst mikilvægt að vera meðvitaður um
mína eigin galla og reyna að rétta mig af
þegar brestirnir koma fram. Sama á við
um að viðurkenna mistök sín umsvifalaust
þegar maður brýtur á öðrum. Sama í
hvaða formi það getur verið. Það er
enginn fullkominn og það mun aldrei
verða raunin en maður getur endalaust
lært og reynt að bæta sig til hins betra,
sýna umburðarlyndi og elska náung-
ann.“
Hvað er það besta sem þú hefur
gert fyrir sjálfan þig?
„Það er þrennt sem er mér efst
í huga. Að búa erlendis kenndi
mér mikið um umburðarlyndi og
önnur samfélög. Það opnaði augu
mín fyrir því hvað samfélög
eru fjölbreytt og hvað þarfir
íbúa eru ólíkar á milli landa
og heimsálfa. Það fékk mig
til að sjá sjálfan mig í nýju
ljósi. Hundurinn minn var
líka ein af mínum fram-
úrskarandi ákvörðunum og
hefur hann gefið lífinu lit á
þeim myrku tímabilum sem
lífið hefur boðið upp á. Svo
held ég að sú ákvörðun að
hætta að drekka áfengi hafi verið hola í höggi, braut
eftir braut eftir braut.
Það að geta hugsað skýrt og lifað frjáls úr hlekkj-
um fíknar og áfengis er tryllt eiturlyf.
Það er komið í tísku núna að drekka ekki áfengi og
það er ágætistíska sem er mannbætandi.
Ég er ekki á móti áfengi, þvert á móti. Áfengi get-
ur verið yndisleg uppfinning þegar hún er notuð rétt
og í hófi. Vín og matur er fullkomin blanda sem aldrei
má deyja.“
Er meira sjónvarpsefni á leiðinni frá þér?
„Já, heldur betur! Ég og minn maður Hannes Þór
Arason, maðurinn sem mun láta mig líta vel út á
skjánum, erum að fara í ferðalag út fyrir landsteinana um leið
og aðstæður leyfa í stórt og skemmtilegt verkefni sem birtist
vonandi á skjám landsmanna á þessu ári eða á því næsta. Við
getum ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað við erum búnir að
hnoða saman! Svo er maður alltaf með eitthvað nýtt í pípunum.
Sumt hittir í mark og annað ekki.“
H
ver er uppáhaldsréttur
þinn á matseðlinum?
„Ætli það sé ekki gamli
góði agúrkueftirrétturinn
minn sem hefur fylgt mér
lengi. Hann á sér sérstakan stað í
hjarta mínu.
Hann samanstendur af hvítsúkkul-
aði- og skyrkremi, sýrðum og fersk-
um agúrkum, dillolíu, stökkum mar-
engs og granítu sem gerð er úr sellerí,
romaine-salati, dilli og eplum. Hann er
öðruvísi og þetta er svona ,,had to be
there“-réttur. Hann er ekki á seðlinum í
þessum töluðu orðum en hann kemur á seðil í
byrjun júní með batnandi veðri.“
Hvað er það dýrasta sem þú hef-
ur keypt þér í eldhúsið?
„Ætli það sé ekki Thermomix-
inn minn. Það er blandari [e. blen-
der] með hitastýringu og tölvuskjá
sem hefur endalausa möguleika.
Það er hægt að hnoða brauðdeig,
sjóða súpur og búa til eftirrétti án
þess að nota potta eða pönnur. Ég
elska þessa vél! Þetta er svona vél
sem maður vissi ekki að maður
þyrfti fyrr en maður fékk
hana.“
En það ódýrasta?
„Það er örugglega
litla sleikjan eða
skrælarinn úr
IKEA. Þessi áhöld
klikka seint og eru
til fyrirmyndar.
Ég hef líka séð
þessar IKEA-
sleikjur í atvinnu-
eldhúsum sem segir
allt sem segja þarf. Ég
er mikið fyrir að að eiga
margt lítið sem er ekkert
endilega dýrt og maður getur átt
áhöld fyrir hvað sem er.“
Hvert er uppáhaldsveitingahúsið þitt?
„Það er erfitt að segja. Sú upplifun sem stendur mér þó efst
í huga er þó þegar ég fór á Asador Extebarri á
Spáni. Ég fór þangað þegar ég var að vinna á
Arzak í San Sebastian á sínum tíma. Ég upplifði
magnaða matarupplifun sem ég mun ekki
gleyma. Ég mæli eindregið með því að fólk geri
sér ferð þangað ef það á leið hjá.
Annars eru margir góðir staðir sem mér
finnst gaman að heimsækja í Reykjavík. Ég vil
ekki vera að nafngreina einhvern einn stað. En
ég fer reglulega á þá staði sem mér þykir einna
vænst um og líður vel á.“
Hvað gerir þú á góðum degi
þegar þú vilt dekra við þig?
„Ég reyni að gera sem minnst!
Hinn fullkomni dagur væri að
vakna og drekka góðan espresso í
rúminu við þægilega tónlist. Fara
svo út með hundinn á eitthvert
gott kaffihús og fá mér góðan há-
degismat. Það verður að vera
gott veður svo það komi fram.
Mér gæti líka dottið í hug að
skella mér í nudd einhvers staðar
eða hitta ættingja eða vini yfir
daginn á meðan kærastan er í
vinnunni. Svo væri yndislegt að fara út að borða einhvers staðar
um kvöldið með konunni og hafa það náðugt. Ef það er ekki í
boði þá er alltaf gott að fara í ferðalag upp í sveit eða bústað.“
Skiptir tíska þig miklu máli?
„Nei, hún skiptir mig í raun og veru kannski ekki máli en mér
finnst tíska áhugaverð. Mér finnst gaman að eiga fallega hluti og
„Umhverfið getur haft
mikil áhrif ámatinn“
Davíð Örn Hákonarson er
mikill fagurkeri eins og
sést á matnum hans.
Thermomix TM6
er ómissandi í
eldhúsið að
mati Davíðs.
Hún kostar
219.000 krónur
og fæst á vef-
síðunni Eldhús-
töfrar.
Davíð i er veitingastjóri á
Hótel Húsafelli.
Asador Extabarri-veitingahúsið á
Spáni var valið þriðji besti veitinga-
staður í heimi árið 2019.
Ljósmynd/Asador Etxebarri
Agúrkueftirrétturinn á
sérstakan stað í hjarta
Davíðs. Hann saman-
stendur af hvítsúkkulaði-
og skyrkremi, sýrðum og
ferskum agúrkum, dillolíu
og stökkum marengs.
Ljósmynd/Mjázi Mynd
Sleikjan frá
Ikea er í uppá-
haldi hjá Dav-
íð. Hún kostar
einungis 195
krónur.
Davíð Örn Hákonarson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, er veitingastjóri
á Hótel Húsafelli. Hann veit fátt skemmtilegra en að gera góðan mat og trúir því
að með fallegu eldhúsi verði maturinn betri.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Eldhústöfrar
Davíð mælir
með kartöflu-
skrælara frá
Ikea. Hann
kostar 645
krónur.
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós
Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
M
ér var sagt það þegar ég var barn að bjart-
sýni og jákvæðni borgaði sig því þá yrði til-
vera fólks bærilegri. Mér var líka sagt að
þessi tvenna kæmi fólki yfir skaflana sem
geta orðið á vegi okkar í lífinu. Þess vegna
ákvað ég að vera frekar þessi jákvæða týpa þegar ég yrði
stór, en hef nú komist að því að systurnar jákvæðni og bjart-
sýni geta farið með fólk út í skurð. Þessa dagana sit ég svo-
lítið í súpunni.
Fyrir nokkrum mánuðum ákváðum við fjölskyldan að flytja,
sem er nú líklega ekki saga til næsta bæjar. En út af alls kon-
ar, sem ekki verður farið nánar út í hér, þurftum við að redda
okkur millibilshúsnæði í tvo mánuði eða svo. Elsku tengda-
pabbi minn býr svo vel að eiga íbúð á besta stað í Reykjavík
sem hann notar lítið og leyfði okkur að búa í íbúðinni sinni á
meðan við værum heimilislaus.
Við maðurinn minn ræddum fram og til baka hvort þetta
væri góð hugmynd. Íbúðin væri töluvert minni en okkar fyrri
íbúð og hann hafði áhyggjur af því að við myndum missa vit-
ið þegar við færum að rekast hvert utan í annað í plássleys-
inu. Svona miðaldra fólk eins og við getur verið nokkrum
númerum of vanafast sem getur skapað togstreitu ef það er
mikið flipp í gangi. Maðurinn minn ákvað að gefa þessu séns
eftir að ég taldi honum trú um að þetta yrði einstök upplifun.
Við myndum lifa eins og við værum í útlöndum. Við gætum
labbað í mathallir, á kaffihús og farið á Rauða ljónið á kvöld-
in. Lifað eins og greifar og látið eins og við værum á okkar
uppáhaldseyju, Madeira.
Maðurinn minn er raunsær. Hann tekur yfirleitt ekki ákvörð-
un nema vera búinn að taka allar mögulegar og ómögulegar
breytur inn í jöfnuna. Hann þarf líka að vera 100% viss um að
ákvörðunin sé rétt áður en hann tekur hana. Eftir miklar um-
ræður samþykkti hann þennan gjörning. Mér finnst líklegt að
loforð um að geta eytt kvöldunum á Rauða ljóninu hafi gert
útslagið en því miður hefur ekkert orðið af þeim ferðum sök-
um annríkis í lífi og starfi. Svo sagði hann: „Þetta hlýtur að
ganga ef það verða engar frekari samkomutakmarkanir. Við
getum ekki verið bæði í heimavinnu í þessari íbúð.“
Með jákvæðnina að vopni pökkuðum viði gamla heimilinu
niður á mettíma og vorum mjög peppuð þegar við fluttum
fatnað og helstu eigur úr Fossvoginum yfir í Vesturbæinn.
Nokkrum dögum eftir að við fluttum í „útlandaíbúðina“ voru
samkomutakmarkanir hertar og sundlaugum lokað. Ég sann-
færði hann um að þetta yrði ekkert mál! Við ættum hvort
annað og það væri nú ekki eitthvað sem allir gætu státað af.
Nokkrum dögum síðar bankaði húsvörðurinn upp á hjá
okkur og tilkynnti að vatn úr sturtunni hjá okkur læki niður í
næstu hæð. Við yrðum að hætta að nota hana þangað til
hún yrði löguð.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta ekki verið
neitt mál þar sem daglegar sundferðir eru stór hluti af lífi okk-
ar. Það versnaði aðeins í því þar sem sundlaugar voru lok-
aðar á þessum tímapunkti. Eftir að hafa þvegið á mér hárið í
baðvaskinum hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki al-
veg tilveran sem ég hefði óskað mér en gætti þess að hafa
ekki hátt um það. Nokkrum dögum síðar birtist engill í
mannsmynd sem gerði við sturtuna og þá varð lífið aðeins
skárra aftur.
Það sem gerist hins vegar þegar fólk býr þröngt er að það
er ekki pláss fyrir neitt. Þegar allt er út um allt minnkar áhugi
á að taka til og gera það sem fólk gerir heima hjá sér. Bráð-
um verðum við búin að búa í útlandaíbúðinni í tvo mánuði og
íbúðin er orðin eins og vel sjoppulegt unglingaherbergi.
Maðurinn minn er búinn að horfa á 90 klukkutíma af Game of
Thrones og ég er að verða komin í
gegnum allt ritsafn Guðrúnar frá
Lundi. Ég skil núna hvers
vegna unglingar geta verið eins
og þeir eru. Fólk sem býr í
sjoppulegu unglingaherbergi
missir smátt og smátt lífsvilj-
ann og fer að haga sér
furðulega. Það er bara eitt
sem gæti gert út af við
okkur og það er ef eig-
andi íbúðarinnar,
tengdafaðir minn bless-
aður, myndi banka óvænt
upp á. Þá væri úti um okkur!
Lífið í sjoppu-
lega unglinga-
herberginu!
MartaMaría
Jónasdóttir