Morgunblaðið - 21.05.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 21.05.2021, Síða 22
S if Ágústsdóttir býr með manni sínum Christopher Gove og dótt- ur þeirra í stílhreinni íbúð í London. Bæði starfa þau á sviði hönnunar. Sif er innanhússhönn- uður og Gove er fatahönnuður og eigandi Percival í London. Sif sem er fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum, flutti ung að aldri til Bretlands til að freista gæfunnar sem fyrirsæta á erlendri grundu. Allt frá upphafi hefur verið nóg að gera hjá henni þó hún merki síðustu árin sín í vinnu sem mest spennandi. „Þessi ár hafa verið skemmtileg og krefj- andi. Ég hef starfað sem fyrirsæta frá fimm- tán ára að aldri. Árið 2005 var ég sautján ára og ákvað þá að flytja frá litlu eyjunni minni alla leið til London. Í upphafi ætlaði ég að skreppa í einn mánuð að reyna fyrir mér sem fyrirsæta úti í hinum stóra heimi. Núna sextán árum seinna er ég hér ennþá. Í raun á ég erfitt með að trúa því að ég hafi lifað hálfa ævina hér í Lundúnaborg! Tíminn er svo fljótur að líða.“ Sif er og verður alltaf Íslendingur þó hún eigi erfitt með að sjá fyrir sér að búa á Ís- landi aftur. „Ég mun alltaf sakna náttúrunnar á Ís- landi og fjölskyldunnar. Svo á ég góða vini á Íslandi. Ég sakna einnig íslenska lakkríssins og að drekka malt og appelsín. Svo ekki sé minnst á harðfiskinn, bland í poka og ís- lensku sundlaugarnar. Það er engin sund- menning hér!“ Átti erfitt með að taka fyrirsætustörfin alvarlega Hvernig er þín upplifun af því að starfa sem fyrirsæta og hvers vegna ákvaðstu að læra innanhússhönnun? „Þó að fyrirsætustörfin hafi oft verið skemmtileg og gefið mér svo margt sem ég myndi aldrei vilja breyta eða skipta út, þá hef ég alltaf átt erfitt með að taka það starf alvarlega. Eins hefur það aldrei fullnægt sköpunarþörf minni að starfa sem fyr- irsæta. Í sannleika sagt þá hálföfundaði ég oft fólkið hinum megin við myndavélina og langaði oft að gera eitthvað meira en að stilla mér upp. Frá því ég man eftir mér hef ég haft gaman af öllu því sem er skapandi. Hvort heldur sem er skartgripagerð, leir, smíði eða teikning í grunnskóla. Innra með mér vissi ég alltaf að mig langaði að fara í meira listnám. Svo kemur náttúrlega sá tími í starfi sem snýst svona mikið um útlitið að maður þarf þá kannski að hugsa um plan B. Enginn er víst ungur að eilífu.“ Innanhússhönnun lá vel við enda hefur Sif lesið sig í gegnum allskonar hönn- unarblöð og bæklinga í gegnum árin og fundið sig gleyma stað og stund í áhuga á öllu fallegu er tengist heimilinu. „Mig langaði í meira nám og hallaðist að Ljós sófi með ljósum púðum með svörtum líningum setur svip á stofuna. Um er að ræða heimili sem Sif hannaði í Notting Hill. Hér má sjá heimili sem Sif hannaði í Notting Hill. Þar mætast þæg- indi, menning og list. 5 SJÁ SÍÐU 24 Sif Ágústsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta á erlendri grundu frá 15 ára aldri. 17 ára flutti hún til Lundúna og er þar enn. Í dag starfar hún sem innanhúss- hönnuður og lifir nú drauminn að hanna heimili, hótel og versl- anir fyrir viðskiptavini sína í London og víðar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Astley Clarke Lifir drauminn í Lundúnum Sif hefur búið lengi í Lundúnum og gerir það gott sem innan- hússhönnuður. Það getur verið fallegt að vera með bækur í hillum en af hverju ekki að raða fallegum hlutum inn á milli bókanna? Hér hefur Sif valið hvert einasta húsgagn inn á heimili í Notting Hill. Sif er hrifin af náttúrulegum efn- um eins og við. Takið eftir því hvað svarti liturinn dregur fram mikinn karakter í brúna litnum. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.