Morgunblaðið - 21.05.2021, Síða 31

Morgunblaðið - 21.05.2021, Síða 31
Í augnablikinu bjóðum við upp á snyrtivörur frá sænska merkinu Make Up Store og snyrtivöru- ísskápa frá Beauty Fridge en markmiðið er að bjóða upp á ný og góð vörumerki, skapa meiri samkeppni á Íslandi og auka þannig valmöguleika fólks.“ Hvað getur þú sagt mér um snyrtivöru- ísskápana? „Beauty Fridge er í raun byltingarkennd leið til að halda húðvörum og snyrtivörum ferskum. Beauty Fridge er vörumerki frá Ástralíu sem fram- leiðir ísskápa með heitri og kaldri stillingu. Þeir starfa við hærra hitastig en venjulegur ísskápur og eru því fullkominn geymslustaður fyrir virku innihaldsefnin í snyrtivörunum þín- um.“ Hægt að skipta yfir á kalda og heita stillingu Áttu svona skáp sjálf? „Já! Svo sannarlega. Ég elska að geyma andlits- maska, serum og krem á kaldri stillingu og svo hef ég þann möguleika að skipta yf- ir á heita stillingu og geyma þá blautklúta, andlitsolíur og vax. Mér finnst algjör snilld að hafa þennan valmöguleika.“ Skápurinn kostar 18.890 kr. og hefur já- kvæð áhrif á geymsluþol krema. „Skápurinn lengir líftíma snyrtivara og dregur úr bakteríumyndun. Það hjálpar við að róa og draga úr þrota í húð og dregur úr olíu- og bólumyndun.“ „Byltingarkennd leið til að halda snyrtivörum ferskum“ Eyrún Lydía stofnaði nýverið netversl- unina Lydíu sem býður meðal annars upp á fallega ísskápa fyrir snyrtivör- urnar inn á baðið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Beauty fridge- ísskápurinn lengir líftíma snyrtivara. Hægt er að hafa skápinn heitan og hentar það fyrir vax og andlitsolíur svo eitthvað sé nefnt. Ísskápurinn kostar 18.890 kr. og er til í alls- konar litum. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 31 Gestasalernið er í stíl við önnur salerni í hús- inu. Hér blandar Hanna Stína saman veggfóðri, speglum og marmara. Hjónasvítan er vel heppnuð. Hjónarúm- ið er í miðju herbergi en svo var vegg komið fyrir til að búa til fataherbergi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.