Morgunblaðið - 21.05.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 21.05.2021, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021 S:566 6000 ∑ ishusid@ishusid.is ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur viftur.is Þessi vifta skynjar skítalykt TILBOÐ 29.976 var 38.086 Skynjarlykt -Skynjarraka -Mjöghljóðlát -AppeðaTakkar É g var varla komin inn í íbúðina þeg- ar ég varð ástfangin! Þegar ég gekk inn um þreföldu glerhurðina tók hjartað kipp. Það var mikill fag- urkeri sem átti íbúðina á undan okkur. Hún hafði nostrað við heimilið sitt og íbúðin bar þess merki, það var dásamlegur andi hérna inni. Það er skemmst frá því að segja að ég var alveg friðlaus þar til við feng- um lyklana í hendurnar í ágúst 2020,“ segir Alma, aðspurð fyrir hverju hún hafi fallið. Íbúðin var að mestu upprunaleg en það var einmitt það sem heillaði Ölmu einna mest. „Við nánari skoðun kom í ljós að það var ansi margt sem þurfti að gera. Allt veggfóður var fjarlægt og íbúðin hreinspörsluð tvisvar, allt rafmagn var endurnýjað, ný gólfefni sett á allt, lagnir voru endurnýjaðar, ofnum var skipt út og þeir færðir undir glugga, baðherbergið var alveg tekið í gegn og eldhúsið fært í aðra stof- una,“ segir hún. Hvernig stemningu vildir þú fanga? „Þar sem ég starfa við húsvernd og hef áhuga á öllu sem viðkemur eldri húsum þá skipti mig máli að halda í upprunaleikann. Þegar blasir við að fara þurfi í jafn yfirgrips- miklar framkvæmdir og við fórum í þá stendur maður auðvitað frammi fyrir allskonar ákvörð- unum en markmiðið var alltaf að allt væri gert af virðingu við byggingarstíl hússins. Fyrir mér liggur stemningin einmitt í upprunaleik- anum sem í þessu tilfelli eru hurðir, gerrekti, loftlistar, hluti af gömlu eldhúsinnréttingunni o.s.frv.“ Mjúkir litir Hvað getur þú sagt mér um litapallettuna á heimilinu? „Ég er almennt hrifin af litum og hef stúd- erað litanotkun í íslenskri byggingarlist þó- nokkuð, meðal annars í litabæklingi sem er samstarfsverkefni nokkurra aðila og kemur út í sumar. Við ákváðum engu að síður að mála nánast allt í möttum hvítum lit, bæði loft og veggi. Allar hurðir, listar og gerrekti eru lökk- uð hvít með háu gljástigi. Ástæðan fyrir lita- valinu var einfaldlega sú að ég taldi það hæfa rýmunum og byggingarstílnum vel. Barna- herbergið er eina herbergið sem er í öðrum lit en það er einnig veggfóðrað að hluta. Her- bergið var áður eldhús með fallegri upp- runalegri innréttingu sem við héldum að hluta og er í dag notuð sem hirsla undir leikföng,“ segir hún. Þegar Alma er spurð að því hvort hún hafi þurft að kaupa ný húsgögn inn á heimilið við þennan flutning segir hún svo ekki vera. „Það var nánast ekkert keypt af nýjum hús- gögnum, meira af fylgihlutum. Ég hef til dæm- is verið að kaupa vínylmottur frá Heimaró. Mér finnst frábært að geta skúrað yfir þær,“ segir hún og ýjar að því að það sé afar hentugt þegar fólk eigi börn. „Síðan hef ég keypt heil- an helling af fallegum púðum, bökkum, tepp- um og litríkum hlutum í NúsNús. Nýjasta við- bótin er dásamlegt verk sem hangir í eldhúsinu eftir Stefán Boulter listmálara sem er búsettur á Akureyri. Í sömu Akureyrarferð keypti ég reyndar líka garðstól frá Eftirtekt. Ég var sem sagt í mjög afkastamiklu hús- mæðraorlofi fyrir norðan um daginn,“ segir hún og hlær. Alma Sigurðardóttir er sérfræðingur í varð- veislu bygginga hjá Borgarsögusafni. Henni fannst því skipta máli að gera íbúðina upp í takt við húsið sjálft. Ást við fyrstu sýn! Alma Sigurðardóttir, verkefnastjóri húsverndar hjá Borgarsögusafni, varð ástfangin þeg- ar hún gekk inn um dyrnar á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur. Hún gætti þess vel að allar endurbætur á íbúðinni væru í takt við byggingarstíl hússins og ekkert myndi stinga í stúf. MartaMaría | mm@mbl.is Alma safnar fallegum hlutum og kann að raða þeim saman. Alma er mjög góð í því að raða upp fallegum hlutum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.