Morgunblaðið - 21.05.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.05.2021, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021 Ármúla 19 | s:553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is Sindrastóllinn (H-05) Ásgeir Einarsson Stóll: 208.000,- Skemill: 64.000,- Íslensk hönnun Íslensk hráefni Íslensk framleiðsla mínu mati er það bæði hlýlegt og klassískt og hæfir eigninni því vel,“ segir Alma. Allt í takt við húsið! Eldhúsið ber þess sterklega merki að Alma hafi viljað innréttingar í stíl við húsið. Hún valdi innréttingu úr Eirvík. „Mér fannst mikilvægt að útlitið á henni væri einfalt þar sem umgjörðin er frekar skrautleg. Þar sem allt er hvítmálað vildi ég hafa hana í lit, „cashmere grey“ varð því fyrir valinu, hann er mjúkur, hlýr og tónar vel við reyktu eikina og hvítu veggina. Þar sem þetta er frekar lítil íbúð og eldhúsið í raun ekkert svo stórt þurftum við að fá góða nýtingu út úr því sem við höfðum, ég held að það hafi tekist þrátt fyrir að vera til dæmis ekki með efri skápa,“ segir hún en þegar eldhúsið var á teikniborðinu fannst henni mikilvægt að að eldhúsið væri staðsett þar sem hægt væri að elda, borða og njóta útsýnis yfir Þingholtin og Tjörnina. „Útlitslega vildi ég hafa þetta sem einfald- ast. Ég var ekki að sækjast eftir neinu gam- aldags „lúkki“ enda er þetta ný innrétting,“ segir hún og brosir. Dreymir þig um að eignast eitthvað inn á heimilið? „Ég er alltaf að reyna að vanda mig við að njóta þess sem við eigum en ef ég á að nefna eitthvað eitt er myndlist ofarlega á listanum, hefur lengi langað í stóra mandölu eftir Rann- veigu Helgadóttur.“ Er eitthvað sem vantar? „Mér finnst mjög gaman að kaupa fallega hluti en viðurkenni að það vantar nú ekki neitt. Ég á þetta samtal reyndar mjög oft við sjálfa mig þegar ég sé eitthvað fallegt. Held að það sé svigrúm fyrir endurbætur á sjálfsaga þarna,“ segir hún og hlær. Reynir að þrífa minna Hvað gerir þú heima hjá þér þegar þú ert ekki að vinna? „Ég geri mögulega allt of mikið af því að taka til og er að reyna að bæta mig í því. Einu sinni spurði mamma mig hvort ég héldi að ein- hver sem liti yfir farinn veg óskaði sér þess að hafa eytt meiri tíma í tiltekt og þrif heima hjá sér. Þannig að ég er að reyna að gera meira af því sem nærir sálina og veitir gleði, hvort sem þar er að horfa á eitthvað skemmtilegt, lesa, elda eða hreinlega bara horfa út um gluggann.“ Hefur þú haft sama smekk síðan þú fórst að hafa áhuga á hönnun? „Ég held að ég hafi alltaf verið með frekar svipaðan smekk. Hlutir og húsgögn með sögu og sál heilla mig. Mér finnst klassísk tímalaus hönnun yfirleitt fallegust, sér í lagi ef það er áhugaverð saga á bak við hönnunina sjálfa.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að læra arkitektúr? „Á menntaskólaárunum var ég ekki alveg að finna mig í bóknáminu, það endurspeglaði ekki áhugasvið mitt sem sneri að list- greinum. Á þriðja ári skipti ég því yfir í Tækniskólann og fór á hönnunarbraut þar sem ég lærð meðal annars lista- og hönn- unarsögu, teikningu, módelgerð o.fl. Þar fann ég mitt svið og fór í kjölfarið í nám í arkitektúr.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Baðherbergið er gert upp í stíl við húsið. Fallegar hvítar flísar fá að njóta sín og flísarnar á gólfinu færa rýmið upp á hærra plan. „Mér fannst mikilvægt að útlitið á henni væri ein- falt þar sem umgjörðin er frekar skrautleg. Þar sem allt er hvítmálað vildi ég hafa hana í lit, „cashmere grey“ varð því fyrir valinu, hann er mjúkur, hlýr og tónar vel við reyktu eikina og hvítu veggina. Inngangurinn í íbúðina var það sem Alma féll fyrir. Á íbúðinni er fallegt fiskibeinaparket sem fer vel við hús- gögn og listaverk sem prýða heimilið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.