Morgunblaðið - 21.05.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.2021, Blaðsíða 36
L inda hefur upp á síðkastið verið að gera það gott sem lífsþjálfi þar sem hún hjálpar konum að breyta um lífsstíl.Andleg líðan skiptir miklu máli að mati Lindu og heimilið leikur stórt hlutverk í því að líða vel. „Ég hef ætíð lagt áherslu á að hafa fallegt og heimilislegt í kringum mig. Það skiptir mig miklu máli að umhverfið mitt sé glæsi- legt. Ég vel hlutina inn á heimilið af kost- gæfni, og tók nýverið eftir því að litapallett- an á heimilinu er nánast eins og í fataskápnum mínum! Það var ekki planað en það er augljóst að ákveðnir litir heilla mig. Ég kýs að hafa fallega hluti í kringum mig og eitt af því sem dæmi er að hafa alltaf afskorin blóm í vasa. Þau eru svo mikið augnayndi.“ Drottningarstóllinn vinsæll Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima? „Það er ákveðinn stóll sem við mæðgur köllum í gamni drottningarstólinn. Ég sit þar alltaf á morgnana, drekk sítrónuvatnið mitt og kaffi og skrifa í dagbókina mína. Á borðinu við hliðina á stólnum er stór gyllt búddastytta. Úr stólnum hef ég einnig út- sýni út á hafið þar sem ég sæki mína orku.“ Ertu mikið í eldhúsinu? „Já, það hefur aukist til muna nú á tím- um kórónuveirunnar. Ég er farin að elda meira en áður, alls kyns dýrindisrétti, fisk, grænmeti og einstaka sinnum pasta. Oft- ast útbý ég rétti úr því sem til er án þess að fara eftir sérstakri uppskrift. Ég hef gaman af því að elda góða rétti.“ Gerir góða drykki í glæsilegu eldhúsi Ertu til í að gefa okkur góða uppskrift að heilsuþeytingi sem þú drekkur dag- lega? „Ég mæli heilshugar með græna drykknum mínum. Ég drekk hann sjálf flesta daga. Hann er stútfullur af næringu fyrir líkama og sál. Það er upplagt að bæta Heimilið í stíl við fataskápinn Linda Pétursdóttir veit fátt betra en að vera með falleg blóm í vasa og góðan drykk við höndina þegar hún er heima hjá sér. Heimili hennar státar af fallegum hlutum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eitt uppáhaldshúsgagn Lindu er skeljakommóðan sem hún festi kaup á í Kanada. Það er vinsælt að sitja í prinsessu- stólnum og hug- leiða með Búdda fyrir framan sig. 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021 MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐAMÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI Fjólublár og grár fara fal- lega saman í stofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.