Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021 Öfund er afar vond tilfinning sem maður ætti að reyna að forðast í lengstulög. En stundum skýtur hún upp kollinum og fyllir kollinn af óþægileg-um hugsunum. Borið hefur á slíkum tilfinningum þessa dagana þar sem allir og amma þeirra hafa fengið hið eftirsótta bóluefni sem allir jarðarbúar vilja fá. Og þar er aldeilis misskipt eins og dæmin sanna; þriðji heimurinn situr eftir á meðan Vesturlandabúar eru margir hverjir að verða fullbólusettir. En ef ég sleppi því að vorkenna þriðja heiminum, sem ég geri auðvitað, þá er ég farin að vorkenna sjálfri mér smávegis. Mér er nefnilega ekki boðið í partíið. Árgerð 1967 kvenna, og yngri, var nefnilega hent út úr boðinu. Það var alveg að koma að okkur, loksins, eftir langa bið. En nei, hvað gera stjórnvöld þá? Þau hlustuðu á Kára og hentu rest- inni af þjóðinni í einn lottópott! Takk kærlega. Ég hafði séð fyrir mér að vera full- bólusett mögulega fyrir lok maí, en nú segir Katrín Jak, sem á einhvern undarlegan hátt fékk boð á þriðju- daginn var, þrátt fyrir að vera fædd 1976, að þjóðin verði líklega öll bólu- sett í júlí. Með fyrri sprautu. Svo er það allt fólkið með „undir- liggjandi“. Ég hef aldrei óskað þess að vera með undirliggjandi sjúkdóm. En í síðustu viku blótaði ég í sand og ösku að hafa ekki verið á þunglyndislyfjum eða að minnsta kosti með örlítið hækkaðan blóðþrýsting. Mér líður næstum eins og ég sé eina miðaldra konan á landinu sem er óbólusett. En jú, vissulega eru þær fleiri, ég veit það, en níutíu prósent af öllum sem ég þekki eru nú þegar bólusettir. Í síðustu viku var heljarinnar geim í Laugarsdalshöll. Daddi diskó spilaði „eighties“ lög sem aldrei fyrr og kollegar mínir og vinir mættu, stóðu í röð og sungu með Wham, fengu sprautu og tóku þátt í þessum stærstu miðaldra- endurfundum sögunnar. Allir nema ég. Karlmenn undir fertugu fengu líka boð, enda máttu þeir fá Astra. Vinnufélagar komu svo í gleðivímu til baka í vinnuna segjandi sögur af þessu stórkostlega partíi sem var í Höllinni. Æi, þegiði bara! (Þau voru kannski ekki jafn hress daginn eftir, en það er önnur saga). Nú glími ég sem sagt við þessa leiðindatilfinningu; bólusetningaröfund. Sem mér skilst að sé algeng tilfinning víða um heim. Í Þýskalandi var það valið orð ársins, orðið Impfneid. Þannig að ég er ekki ein. Ég ætti kannski að stofna Facebook-hóp fyrir öfundsjúka óbólusetta. Ég skal svo sjálf hringja á vælubílinn. Óbólusett og öfundsjúk Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Daddi diskó spilaði „eighties“ lög sem aldr- ei fyrr og kollegar mínir og vinir mættu, stóðu í röð og sungu með Wham, fengu sprautu og tóku þátt í þess- um stærstu miðaldra- endurfundum sögunnar. Jón Kaldal Arseblog.com. Það er tuttugu ára gömul bloggsíða um Arsenal. SPURNING DAGSINS Hver er uppáhalds- vefsíðan þín? Eyrún Ýr Hildardóttir Ja.is. Þar eru símanúmer og fjölbreytt þjónusta. Flott og aðgengileg síða. Páll Stefánsson Ég byrja daginn á því að fara á Guardian. Skoða heimsfréttirnar. Guðrún Álfheiður Thorarensen Það er mbl.is. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÞÓREY EINARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Hönnunar- mars í maí! Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Hönnunarmars stendur dagana 19.-23. maí. Hátíðin verður haldin víða um bæinn en allar upplýsingar má finna á honn- unarmars.is. Þórey Einarsdóttir er stjórnandi hátíðarinnar. Hver er konan? Ég er stjórnandi Hönnunarmars og hef í fyrri störfum mínum sem framkvæmdastjóri, verkefnisstjóri og fram- leiðandi í yfir 20 ár öðlast víðtæka alþjóðlega reynslu í fyrirtækjarekstri, viðburðum, leikhúsi, sjónvarpi og hátíðarrekstri. Sú reynsla hefur komið sér vel í þessu árferði. Hefur ekki verið erfitt að skipuleggja slíka hátíð í miðjum faraldri? Jú, það hefur verið algjörlega galið. En maður lærir og skólast til og eins og flestir er ég orðin góð í krísustjórnun. Aðlög- unarhæfnin hefur eflst töluvert! Hönnunarmars var haldinn í júní í fyrra og í maí í ár og brestur nú á í allri sinni dýrð. Þátt- takendur, hönnuðir og arkitektar hugsa í lausnum og seiglan í þeim hefur fleytt okkur langt. Hvað er á dagskrá í ár? Við erum með yfir 85 sýningar og vel á annað hundrað viðburði, bæði leiðsagnir og opnanir. Hönnunarmars breiðir úr sér í maí, og eru sýningar opnar allan daginn til að forðast hópamyndanir. Hönnunarmars veitir kærkominn innblástur inn í bjartari tíma. Er eitthvað öðru fremur sem fólk má ekki missa af? Það er erfitt að gera upp á milli. Hafnartorg verður suðupunktur en aðrir staðir eru meðal annars Norræna húsið, Ásmundarsalur, Hönnunarsafnið í Garðabæ, Grandi og svo er Elliðaárdalur skemmti- leg viðbót en þar verður boðið upp á göngur með leiðsögn. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég hvet fólk til að taka frá að minnsta kosti einn dag fyrir Hönn- unarmars! Sími 555 3100 www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Nánari upplýsingar í vefverslun www.donna.is Honeywell borðviftur, gólfviftur og turnviftur – gott úrval. Hljóðlátar viftur í svefnherbergi. Viftur semgefa gust á vinnustaði. 101.9 AKUREYRI 89.5 HÖFUÐB.SV. Retro895.is ÞÚ SMELLIR FINGRUM Í TAKT MEÐ RETRÓ ‘70,‘80 OG ‘90 STÖÐIN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.