Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 12
sendan fyrir því hvað þetta gengur hratt og vel.“ Haraldur er mjög þakklátur fyrir styrk- inn og samstarfið enda sé þetta allt of mikið verk til að hægt sé að vinna það í sjálfboða- vinnu. En hvað er í þessum ágætu bréfum? „Allt milli himins og jarðar,“ svarar Har- aldur. „Sumt er þó fastur liður. Veðrið er alltaf fyrirferðarmikið, eins samgöngur. Þetta tvennt er rauður þráður í nánast hverju einasta bréfi, sérstaklega fyrstu ára- tugina. Aflabrögð og uppskera fá líka sitt rými enda hafa þau löngum skipt miklu máli fyrir samfélagið, bæði til sjávar og sveita. Menningar- og íþróttastarfi hefur líka jafnan verið gert hátt undir höfði; þeg- ar Leiftri gekk sem best í fótboltanum var mikið um það fjallað, eins afrek Kristins Björnssonar í skíðabrekkunum. Þannig að tíðarandinn er áberandi hverju sinni. Þetta er mestmegnis tíðindi úr bæjarlífinu og eft- ir sameininguna kemur Siglufjörður inn.“ Hann nefnir einnig ferðalög bæjarbúa en ófáar ferðasögurnar mun vera að finna í bréfunum. Ungra sem aldinna. Eigin viðhorf og sýn Haraldur segir menn gegnumsneitt segja skemmtilega frá og stílbrögð séu alla jafna prýðileg. „Þetta hefur líka verið gert af miklum metnaði og menn áttu það til að skúbba í þessum bréfum. Menn höfðu virki- lega fyrir þessu, sérstaklega hér áður fyrr. Það er erfiðara að skúbba núna með alla þessa netmiðla og samfélagsmiðla. Margt mun án efa rifjast upp fyrir fólki þegar bréfin verða orðin aðgengileg.“ – Er einhver pólitík í þessu? „Þetta má ekki vera pólitískt í Rótarý en auðvitað lauma menn stundum sínum eigin viðhorfum og sýn á samfélagið inn í bréfin. Og fjalla um það sem stendur þeim næst. Það er bara sjálfsagt og eðlilegt enda er þetta allt gert undir nafni.“ Bréfin eru lesin upp á Rótarýfundum á fimmtudagskvöldum og segir Haraldur bréfritara gjarnan sitja sveitta fram á síð- degi sama dag til að hafa tíðindin sem ferskust. Flest bréf eru aðeins lesin einu sinni en þó eru dæmi um að bréf hafi verið lesin oftar og jafnvel birt einhvers staðar. Áratugum saman voru bréfin handskrifuð en seinustu árin hafa menn stuðst við tölvu, utan einn sem tekur ekki annað í mál en að handskrifa bréfin. „Samt er hann með tölvu á heimilinu; neitar bara að læra á hana,“ segir Haraldur sposkur. Raunar styður hann þá sérvisku heilshug- ar. „Ég byrjaði ungur í Rótarý en tók mér svo 25 ára hlé, fór suður í skóla og lauk námi mínu og það tók mig langan tíma að hafa mig í þetta aftur. En þegar ég sneri aftur fékk ég menningarlegt sjokk þegar ég sá að menn voru hættir að handskrifa bréf- in og líma þau inn í þykkar fréttabréfabæk- urnar.“ Rithendur manna eru að vonum misjafnar en Haraldur segir bréfin þó allflest mjög vel læsileg enda hafi menn jafnan vandað sig við skrifin. Sagan í máli og myndum Markmiðið með skönnun bréfanna er vita- skuld að gera þau aðgengileg fyrir almenn- ing en Rótarýklúbburinn hefur lengi verið með það í bakhöndinni, að sögn Haraldar. Klúbburinn á sem fyrr segir í góðu sam- starfi við safnahúsið Fjallsali/Pálshús um verkefnið og Haraldi þykir blasa við að bréf- in verði vistuð á vefsíðu þess, þar sem einnig er verið að vinna í að setja upp myndasafn. „Þá verður sagan til bæði í máli og myndum og fólk fær tíðarandann beint í æð.“ Hann segir íbúa á Ólafsfirði og í Fjalla- byggð allri bíða spennta eftir bréfunum. „Mikill áhugi fólks hefur komið mér skemmtilega á óvart; fólk stoppar mann á förnum vegi og spyr frétta af framgangi verkefnisins. Það er líka talsvert spurt um þetta innan Rótarýhreyfingarinnar en við fáum nýjan umdæmisstjóra í heimsókn á hverju ári þeir tala gjarnan um fréttabréfin sem þeir heyrðu lesin. Það fer ekkert á milli mála að fólk hlakkar til að lesa bréfin.“ Sjálfur hefur hann djúpan skilning á þessu enda hefur hann gaman af grúski. „Tímarit.is er algjör gullkista í mínum huga. Ég segi ekki að sú fíkn sé eins slæm og áfengisvandamálið getur orðið en þetta er eigi að síður gríðarlegur tímaþjófur,“ segir hann hlæjandi að lokum. Ljósmynd/Svavar Berg Magnússon ’ En þegar ég sneri aftur fékk ég menningarlegt sjokk þegar ég sá að menn voru hættir að handskrifa bréfin og líma þau inn í þykk- ar fréttabréfabækurnar. Sigurður Björnsson, Guðmundur Þór Benediktsson, Frímann Ásmundsson, Magnús Magnússon og Ágeir Ásgeirsson við skreiðarhjallana um 1970. Ljósmynd/Svavar Berg Magnússon Gróðursetning Rótarýklúbbsins um 1970. Brynj- ólfur Sveinsson, Jónmundur Stefánsson, Svavar Berg Magnússon, Stefán B. Ólafsson, Ásdís Magnúsdóttir, Magnús Stefánsson, Kristinn G. Jóhannsson, Ár- mann Þórðarson, Ásgrímur Hartmannsson. ÓLAFSFJARÐARBRÉF 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021 Á sunnudaginn kom Karlakór Akureyr- ar hingað í bíl frá Siglufirði, en þar hafði hann haldið söngskemmtun daginn áð- ur. Karlakór Ólafjarðar annaðist mót- tökur og heilsuðust kórarnir með því að syngja sitt lagið hvor. Síðan var kaffi- drykkja að hótelinu í boði bæjarstjórnar og Karlakórs Ólafsfjarðar. Kl. 5 var svo söngskemmtun í samkomuhúsinu undir stjórn Áskels Jónssonar og að endingu sungu kórarnir saman nokkur lög. Aðsókn var góð og undirtektir ágætar. Á mánudag spilltist veðurátta. Hefir verið frekar kalt og rigningasamt þar til í dag, að heldur virðist vera að stytta upp. Síldveiðiflotinn hefir ekkert getað að- hafst þessa daga og legið í vari. Nokkrir bátar leituðu hér hafnar vegna brælu á miðunum. Togarinn Elliði frá Siglufirði lagði upp 30 tonn af karfa. Ólafsfirði 4. júlí 1957, Guðmundur Jóhannsson. Jódís Jana Helgadóttir skannar bréfin í Mennta- skólanum á Tröllaskaga. Kóramót og bræla Ljósmynd/K. Haraldur Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.