Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 32
SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2021 AVANA model 2570 L 224 cm Leður ct. 15 Verð 509.000,- L 244 cm Leður ct. 15 Verð 529.000,- LEUCA model 3186 L 167 cm Leður ct. 15 Verð 369.000,- L 207 cm Leður ct. 15 Verð 419.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 359.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla LEVANTE model 3187 L 204 cm Leður ct. 25 Verð 459.000,- L 224 cm Leður ct. 25 Verð 479.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ETOILE model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 549.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 599.000,- Eftir mikla óvissu er nú ljóst að hægt verður að halda Stockfish- kvikmyndahátíðina. Hátíðin stendur yfir dagana 20. til 30. maí og verða 23 myndir sýndar sem allar hafa unnið til verðlauna. Tvær myndir verða frumsýndar á hátíðinni. Annars vegar Apausalypse eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur, þar sem við sláumst í hóp dansara, tónlistarmanna og heimspek- inga um land allt í leit að svari við spurningunni: Hver er til- gangurinn með þessari stóru alheimspásu? Hins vegar íslensk- slóvakíska kvikmyndin Little Kingdom: Malá rísa sem gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Þá verður Physical Cinema-hátíðin haldin á Stockfish í annað sinn. Sýnd verða yfir 30 verk og innsetningar undir stjórn Hel- enu Jónsdóttur. „Vegna birtu var útihluti hátíðarinnar haldinn í lok apríl þar sem útséð var um að útisýningar gætu orðið seint að vori,“ segir Elín Arnar kynningar- og útgáfustjóri. Úr kvikmyndinni Last Kingdom sem er á dag- skrá Stockfish í ár. stockfishfestival.is 23 verðlaunamyndir sýndar Andri Snær Magnason er annar höfunda Apausa- lypse sem verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Morgunblaðið/RAX Stockfish-kvikmyndahátíðin fer fram í Bíó Paradís frá 20. til 30. maí. Skoski popparinn B.A. Robert- son, sem naut lýðhylli víða um lönd á þeim tíma, kom í stutta heimsókn til Íslands um miðjan maí 1981 til að blanda geði við aðdáendur sína. Fyrsti viðkomustaður átti að vera Vestmannaeyjar en flugvél kappans varð frá að hverfa vegna of mikils hliðarvinds. Þá var haldið sem leið lá til Akur- eyrar, þar sem Robertson árit- aði nýjustu breiðskífu sína, Bully for You, í versluninni Cesar og komust færri að en vildu. Sama staða kom upp í versl- uninni Karnabæ við Lækjartorg í Reykjavík síðar um daginn. „Er það styðst frá að segja að hann komst þarna í mikla raun og var að sögn forráðamanna verzl- unarinnar að niðurlotum kom- inn í bókstaflegri merkingu er ekki þótti annað fært – eftir að hann hafði hamast í töluvert lengri tíma en ætlað var – en að loka búðinni og losa tónlistar- manninn þannig úr prísundinni,“ stóð í Morgunblaðinu en einhver ungmenni munu hafa horfið frá með tár á hvarmi. Þótti Karn- bæingum það að vonum miður. Robertson kom einnig fram á blaðamannafundi á Naustinu og kynnti plötuna sína í Þróttheim- um og Hollywood um kvöldið. GAMLA FRÉTTIN Að niður- lotum kominn Karnabæ var á endanum lokað og fleiri komust ekki að en þó var hægt að brosa til Robertsons gegn um rúðuna. „Slíkir eru töfrar frægðarinnar.“ ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ólafur Páll Gunnarsson ú́tvarpsmaður Andy Serkis leikari Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.