Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021 ELDINGAR L auga rna r í Rey k javí k Fyrir líkama og sál w w w. i t r. i s S ý num hve r t öð ru t illit s s e mi og virðum 2 m e t ra f ja rlægða rmörk in U pplýst var á föstudaginn að um 350 Saiga- antilópur, sem eru í bráðri útrýmingarhættu, hefðu drepist í Kasakstan, að því er tal- ið er af völdum eldingar. Menn fundu hræin á grónu flatlendi í vesturhluta landsins. Antilópur fjölga sér gjarnan á þessum árs- tíma en Saiga eru frægar fyrir óvenjulegt og þrútið nef sitt. Í yf- irlýsingu frá umhverfisráðuneyti Kasakstans kemur fram að elding sé líklegasta skýring dauðsfall- anna en ummerki fundust þar um á hræjunum. AFP-fréttaveitan greinir frá. Samkvæmt „rauðum lista“ Al- þjóðlegu náttúruverndarsamtak- anna (IUCN) er Saiga-stofninn í hópi þeirra fimm antilópustofna sem eru í mestri útrýmingarhættu en aðeins munu vera um 124 þús- und stálpuð dýr eftir. Langflest þeirra er að finna í Kasakstan en einnig í Rússlandi og Mongólíu. Aðeins eru sex ár síðan um 200 þúsund dýr, sem var vel yfir helmingur heildarstofnsins á þeim tíma, drápust af völdum svæsinnar nefbakteríu sem dreifði sér í óvenju miklum hita og raka. Saiga-antilópunum stafar þess utan stöðug ógn af veiðiþjófum en mikil eftirspurn er eftir hornum þeirra vegna lyfs sem lengi hefur verið framleitt í Kína. Yfirvöld í Kasakstan hafa sagt veiðiþjófum stríð á hendur eftir að þeir urðu tveimur landvörðum að bana árið 2019. Rannsókn hafin á Indlandi Eldingum virðist hafa lostið niður víðar en á fimmtudaginn var skýrt frá því að alla vega átján fílar á Indlandi hefðu orðið þeim að bráð. Í gær fyrirskipuðu yfirvöld á hinn bóginn rannsókn á málinu eftir að málsmetandi náttúruverndarsinni, Soumyadeep Datta, lýsti efasemd- um um að kenningin um eld- inguna gæti staðist. Það mat byggir hann á ljósmyndum sem birtar hafa verið á samfélags- miðlum. Hjörðin sáluga fannst í Kandali- skóglendinu í Assamríki sem til stendur að friða. Það voru um- sjónarmenn skógarins sem tjáðu AFP-fréttaveitunni að fílarnir hefðu orðið fyrir eldingu. „Skýringin á dauða fílanna gæti verið eitrun,“ sagði Datta við AFP. „Við verðum að bíða eftir niðurstöðum krufningar sem fara mun fram innan tíðar.“ Hópur dýralækna og embættis- manna stefndi skónum á vettvang á föstudaginn, ásamt Parimal Shuklabaidya, skógar- og um- hverfismálaráðherra Assam. Nær 30 þúsund fílar eru á Ind- landi, eða um 60% allra villtra fíla í Asíu. Það verður æ algengara að menn verði fílum að bana og öfugt enda ágangur þeirra fyrrnefndu í skóglendi alltaf að aukast. Urðu fílar og antilópur eldingu að bráð? Grunur leikur á að elding hafi orðið 350 antilópum í bráðri útrýmingarhættu að fjörtjóni í Kasakstan fyrir helgina og að minnsta kosti 30 fílum á Indlandi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP AFP Menn huga að fílshræi í Assamríki á Indlandi en grunur leikur á að elding hafi orðið því að aldurtila. Saiga-antilópurnar eru auþekkjanlegar á breiðu og óvenjulegu nefinu. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.