Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021 HEILSA Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins! K órónuveirufaraldurinn hefur orðið þess valdandi að marg- ir hafa ekki getað stundað þá reglulegu hreyfingu, sem þeir eru vanir, og iðulega hefur ekkert komið í staðinn. Komnar eru fram vísbend- ingar um að fólk sé almennt í verra formi nú, en það var áður en farald- urinn skall á og leiddi til lokana og takmarkana. Það getur hins vegar verið erfitt að koma sér af stað aftur, jafnvel þótt nú sé farið að losa um höftin á ný. Menn og skógarbirnir Það þekkja allir hvað auðvelt er að hlífa sjálfum sér. Á rigningardegi er meiri freisting að setjast upp í sófa með bók en að demba sér í hlaupa- gallann og fara út að skokka. Það hefur meira að segja verið rannsakað að þegar maðurinn gengur hafi hann tilhneigingu til að velja sér þá leið sem helst hafi engar brekkur til að gera sér auðvelt fyrir. Maðurinn mun eiga þetta sammerkt með skógar- björnum og því sé líklegt að tegund- irnar rambi hver á aðra séu þær að þvælast á svipuðum slóðum. Það getur verið auðvelt að mikla það fyrir sér að hefja þjálfun á þreki og þoli. Það þarf hins vegar merki- lega lítið til að komast í betra form. Það þarf heldur ekki að kaupa alls kyns tæki og græjur. Líkaminn dug- ar. Það þarf heldur ekki að taka lang- an tíma, aðeins nokkrar mínútur. Í vetur birtist grein í tímaritinu International Journal of Exercise Science um rannsókn vísindamanna við McMaster-háskóla í Hamilton í Kanada og Mayo-klínikina í Banda- ríkjunum. Vísindamennirnir fengu 20 ungar konur og karla, sem ekki voru í formi, og mældu styrk þeirra. Helmingurinn fékk æfingaáætlun, en hinn helmingurinn átti að hegða sér eins og venjulega. Ekki þarf mikið til Æfingarnar voru af ýmsum toga. Hverja æfingu átti að gera í mínútu eins oft og þátttakendur gátu. Engan búnað þurfti. Alls tóku æfingarnar 11 mínútur að meðtaldri mínútu í upp- hitun og mínútu í kælingu. Eftir sex vikur sneru þátttakend- urnir aftur og hafði styrkur þeirra, sem gert höfðu æfingarnar, aukist um sjö af hundraði að meðaltali, en hinir höfðu staðið í stað. Þetta þarf vitaskuld ekki að koma á óvart, en rannsakendurnir sögðu að gott væri að fá þessar niðurstöður. Því hefði lengi verið haldið fram að stuttar, einfaldar æfingar gætu bætt hreysti til góðs og nú væru komnar fram sannanir. Vísindamenn hafa einnig rann- sakað hvort samband sé á milli þess hversu mikið fólk æfir sig og hversu hastarlega það veikist af völdum kór- ónuveirunnar. Hópur rannsakenda frá Kaliforníu fór í gegnum upplýs- ingar 48.440 sjúklinga, sem fengið höfðu kórónuveiruna, hjá heilbrigðis- fyrirtækinu Kaiser Permanente og birtust niðurstöðurnar í tímaritinu British Journal of Sports Medicine. Sjúklingar hjá Kaiser Permanente eru í læknisvitjunum reglulega spurðir hversu mikið þeir hreyfi sig að jafnaði. Í ljós kom að hættan á að sjúklingar, sem voru óvirkir og smit- uðust af veirunni, yrðu lagðir inn á sjúkrahús var 2,49 sinnum meiri en hjá þeim sem hreyfðu sig reglulega. Hættan á að hinir óvirku lentu á gjörgæslu var 1,73 sinnum meiri en hinna og það var 2,49 sinnum líklegra að sýking af veirunni drægi hina óvirku til dauða heldur en þá, sem höfðu hreyft sig. Óvirkir teljast þeir, sem hreyfa sig minna en 11 mínútur á viku, en virkir þeir, sem hreyfa sig minnst 150 mín- útur á viku. Robert Sallis, læknir hjá Kaiser Permanente og prófessor við Kali- forníuháskóla, sagði í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel að þeir, sem stóðu að rannsókninni, hefðu bú- ist við að sjá tengingu, en ekki að hún væri svona mikil. Eftir að tekið var tillit til þátta á borð við yfirvigt, reyk- ingar, sykursýki, hjartveiki og krabbamein hafi hættan á að deyja af völdum kórónuveirunnar verið 2,5 sinnum meiri hjá hinum óvirku en hinum virku. Styrkir ónæmiskerfið Sallis segir að hreyfingin geti verið af ýmsum toga, allt frá því að ganga rösklega, til þess að hjóla, lyfta lóð- um, vinna í garðinum eða dansa. Þá verði ákveðin áreynsla að fylgja hreyfingunni, en ekki of mikil. Fólk geti notað sem viðmið að áreynslan eigi að vera of mikil til þess að það geti sungið meðan á hreyfingunni stendur, en ekki það mikil að það geti ekki talað. „Við köllum þetta söng/ talprófið,“ sagði hann. „Það er okkar mælikvarði.“ Mælt sé með því að fólk hreyfi sig 150 mínútur á viku eða 30 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Það sé ekki mikið og því hafi fólk enga afsökun fyrir að hreyfa sig ekki. „Ef maður hefur í huga að með því megi minnka líkurnar á að deyja af Covid-19 með afgerandi hætti hlýtur að mega ætla að fólk sé tilbúið að fórna þessum tíma,“ segir hann. „Fyrir utan bólusetningu er þetta það besta sem hægt er að gera.“ Sallis bendir á að hjá þeim sem hreyfðu sig hafi aukakíló ekki verið áhættuþáttur og það hafi átt við al- veg upp að líkamsþyngdarstuðlinum (Body Mass Index) 40. „Það er mikil- vægt atriði fyrir fólk, sem er að berj- ast við þyngdina,“ sagði hann. „Það hugsar oft með sér: Ef ég léttist ekki hefur æfingin ekki skilað neinu. Þetta eru mikilvæg skilaboð: Þegar Covid-19 er annars vegar er ekki nauðsynlegt að léttast, bara að vera virkur. Þú verð þig ef þú hreyfir þig, segja tölurnar.“ Að sögn læknisins má yfirfæra þessar niðurstöður á margt annað. „Fólk sem stundar íþróttir smitast síður af kvefi og flensu,“ segir Sallis. „Sá sem stundar íþróttir styrkir hjartað og blóðrásina og bætir virkni lungnanna. Íþróttir draga einnig úr sýkingum og blóðflæðistruflunum.“ Margar ástæður séu því fyrir því að það sé skynsamlegt að hreyfa sig. Eflir varnir líkamans Kórónuveiran hefur raskað líkamsrækt margra og hreyfingarleysið segir til sín. Hreyfing eflir varnir líkamans og slær á áhrif veirunnar. Karl Blöndal kbl@mbl.is Fólk sem stundar íþróttir smitast síður af kvefi og flensu, og sleppur betur frá kórónuveirunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einn skammtur af bóluefninu frá Pfizer eða AstraZeneca dregur úr líkum á að maður smitaður með kórónuveirunni smiti aðra heim- ilismenn um allt að helming, sam- kvæmt nýrri breskri rannsókn. Samkvæmt rannsókn Public Health England, sem AFP sagði frá, er 38 til 49% ólíklegra að þeir sem smituðust þremur vikum eftir að þeir fengu fyrstu bóluefnis- sprautuna smiti aðra, en þeir, sem eru ekki bólusettir. „Þetta eru frábærar fréttir – við vitum nú þegar að bóluefni bjarga mannslífum og þetta er umfangs- mesta rannsóknin úr raunheimi sem sýnir að þau slá einnig á út- breiðslu þessarar banvænu veiru,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðis- ráðherra Bretlands. „Þetta stað- festir enn fremur að bóluefnin eru best leiðin út úr þessum heimsfar- aldri því að þau vernda þig og gætu komið í veg fyrir að þú smitir ein- hvern inni á heimilinu óafvitandi.“ Rannsóknin náði til rúmlega 57 þúsund manns á 24 þúsund heimil- um þar sem smit var staðfest á rannsóknarstofu hjá einstaklingi inni á heimilinu. Gerður var sam- anburður á nærri einni milljón ein- staklinga, sem ekki höfðu verið bólusettir. Bólusett í Derby á Bretlandi. „Hver bólusetning hér í dag færir okkur nær því að sigrast á Covid-19 – takk fyrir,“ segir á borðanum. AFP Bóluefni slær á smit

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.