Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 14
Ó tímabært dauðsfall ástvinar er alltaf harmleikur. Þegar dauðann ber að vegna sjálfs- vígs er áfallið jafnvel enn meira og dýpra þar sem fjöl- skylda og vinir sitja eftir með sjálfsásakanir sem sækja á hugann. Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þekkir vel þennan harm. Fyrir sex árum svipti fyrrver- andi eiginmaður hennar og barnsfaðir, Halldór Birgir Jóhannsson, sig lífi. Sigurbjörg og börnin hennar þrjú hafa farið í gegnum langt og strangt ferli til að læra að lifa með sorg og söknuði. Hún segir fólk aldrei fyllilega ná sér en hægt sé að ganga lífsins veg með sorgina í farteskinu. Sigurbjörg vinnur hjá Lausninni og hefur starfað sem ráðgjafi í fimmtán ár. Vinna henn- ar felst í að aðstoða fólk sem lent hefur í áföll- um og glímir við kvíða og þunglyndi. Þrátt fyr- ir að hafa lært allt um áföll og sorgarviðbrögð var ekkert sem bjó hana undir að standa sjálf í þeim sporum að eiga ástvin sem kýs að yfir- gefa jarðlífið. Sex árum síðar hefur hún gert heimildar- myndina Þögul tár um sjálfsvíg. Það er hennar leið til að leggja lóð á vogarskálarnar í barátt- unni en hún telur nauðsynlegt að opna á um- ræðuna um sjálfsvíg og ber hún þá von í brjósti að myndin hafi forvarnargildi. Að bera harm sinn í hljóði Það var í apríl árið 2015 að reiðarslag dundi yfir fjölskylduna þegar fyrrverandi maður Sig- urbjargar og faðir barnanna svipti sig lífi. „Hann var vandaður og góður maður; hafði verið afreksmaður í íþróttum. Við skildum árið 2013 í góðu og það var gott á milli okkar. Ég átti ekki von á þessu. Þetta var algjört áfall og nokkuð sem maður myndi aldrei trúa að mað- ur myndi upplifa,“ segir Sigurbjörg en saman áttu þau tvö börn og fyrir átti hún dreng sem Halldór hafði gengið í föðurstað. „Halldór átti sér enga sögu um þunglyndi. Þetta gerðist áður en maður heyrði orðið bros- þunglyndi,“ segir Sigurbjörg og útskýrir fyrir blaðamanni hugtakið brosþunglyndi. „Það er fólk úr öllum stéttum, óháð aldri, sem glímir við þunglyndi og það sést ekkert endilega utan á því. Oft eru það þeir sem virð- ast glaðastir sem bera harm sinn í hljóði.“ Skildi hann eftir bréf fyrir ykkur? „Já, hann gerði það. Bréfið hjálpaði við það að við værum ekki að ásaka okkur. Ég held að allir sem fara í gegnum svona fari að ásaka sjálfa sig. Ég fór í gegnum það eins og aðrir sem lenda í svona.“ Hvernig var að komast í gegnum sorgina og hvernig gastu hjálpað börnunum þínum? „Þetta er rosalega furðulegt ferli. Þetta er ofboðslega stórt áfall. Fyrst fór ég í hálf- gerða afneitun og dofnaði því mitt eina mark- mið var að vernda börnin og hjálpa þeim. Ég setti mig til hliðar og þau í forgang, enda allir í taugaáfalli. Það brotna allir,“ segir Sig- urbjörg og segir að fyrstu tvö árin hafi verið erfið. „Það þurfa allir að læra að ganga með svona harmleik. Hann fer aldrei, en maður þarf að læra að umgangast sorgina. En svo kom að því að ég þurfti að vinna með mitt eigið áfall.“ Ómetanlegt að fá prest Börnin þrjú voru fimm, ellefu og sautján ára þegar faðir þeirra dó. Sigurbjörg segir þau hafa tekist á við sorgina á mismunandi hátt. „Yngsti strákurinn minn fer í raun ekki að syrgja fyrr en þremur árum síðar. Eftir að pabbi hans dó var hann í byrjun svo hræddur við að líða illa því hann heyrði fólk segja að pabba hans hafi bara liðið svo illa. Litli fimm ára barnshugurinn barðist við að láta sér ekki líða illa, svo hann myndi ekki deyja. Það er margt svona sem maður veit ekki, en þegar maður verður fyrir svona áfalli eru engir verk- ferlar sem fara í gang; ekkert sem tekur utan um fólk. Nema hjá þjóðkirkjunni; það kom prestur heim og ég er mjög þakklát fyrir það. Mér fannst það ómetanlegt. Hann sat hjá mér á meðan ég las bréfið frá Halldóri. Hann var hjá mér þegar ég sagði börnunum frá andlát- inu. Ég hefði aldrei viljað vera án þess. Þetta var það eina sem fór í gang af verkferlum; það var enga aðra hjálp að fá,“ segir Sigurbjörg og segist hreinlega ekki hafa vitað hvað hún ætti að gera eða hvert hún ætti að leita. „Maður þarf að hringja allt sjálfur og finna út úr öllu.“ Hvernig brást samfélagið við; fékkstu mik- inn stuðning? „Já, ég fékk stuðning. Fólk reyndi að gera sitt besta og ég er þakklát því fólki, eins og vinum fyrrverandi mannsins míns heitins, fjöl- skyldu og vinum. Þetta er flókið fyrir aðra því það hafa ekki allir mikla reynslu af að umgang- ast stór áföll. Svo eru það ásakanir sem vakna í kjölfarið,“ segir Sigurbjörg og segir að orðin „hvað ef“ hafi sótt á þau öll. „Við fórum öll í gegnum það að spyrja, ég og börnin: Hvað ef?“ segir Sigurbjörg og segir að þarna hafi bréfið linað aðeins þær þjáningar. „Eins hörmulegt og þetta er var gott að sjá í bréfinu fallega skrifað til okkar og að við ætt- um ekki að kenna okkur um.“ Varnarleysið gerir mig reiða Vöknuðu reiðitilfinningar? „Já, það væri lygi að halda öðru fram,“ segir Sigurbjörg og segir reiðina hafa brotist fram vegna tilfinninga um varnarleysi hennar sem móður. „Ef barnið þitt kemur til þín með sár er hægt að ná í plástur. Ég stóð algjörlega varn- arlaus og átti engin ráð. Ég gat ekki sagt að allt yrði í lagi. Eina sem ég gat var að halda á loft góðum minningum og vera til staðar, halda utan um þau og reyna að koma þeim til manns. En þetta er alltaf þarna og sársaukinn grípur alltaf inn í. Við þurfum öll að vera meðvituð um það. En varnarleysið gerir mig stundum reiða; að geta ekki linað sársauka barna minna.“ Nú heyrir maður oft fólk segja að sá sem tekur líf sitt sé eigingjarn og sjálfselskur að skilja fólkið sitt eftir í sorg. Hvað segir þú við fólk sem segir svona? „Mér finnst ekki rétt að segja að þetta sé eigingirni; þetta er andlegur sjúkdómur sem sumir því miður deyja úr. Við getum ekki sagt svona. Ég þakka fyrir að hafa ekki sjálf staðið í þessum sporum því þarna er svo gríðarlegur sársauki. Því er svo mikilvægt að opna um- ræðuna,“ segir hún og segir sjálfsvíg oft fram- in undir áhrifum hugbreytandi efna. „Sumir fremja sjálfsmorð undir áhrifum en hefðu aldrei gert það allsgáðir. Aðrir taka líf sitt án þess að vera undir áhrifum og þá er sjúkdómurinn búinn að taka yfir.“ Nú heyrir maður stundum sagt að sumir sem reyna sjálfsvíg ætli sér í raun ekki að deyja heldur sé það kall eftir hjálp. Er þetta eitthvað sem þú hefur séð? „Það á meira við um konur. Ef karlmenn eru búnir að ákveða sig, þá tekst þeim það miklu frekar.“ Sjálfsvíg nánast í viku hverri Finnst þér enn vera þöggun í samfélaginu um sjálfsvíg? „Umræðan er aðeins að opnast en það hefur verið mikil þöggun og sjálfvíg hafa verið ofboðslegt tabú. Á síðustu tíu árum höfum við misst 446 manns og þú getur rétt ímyndað þér allan hópinn í kringum allt þetta fólk. Þetta er stórt samfélagslegt mál sem þarf að tala um. Því þótt einn fari sitja margir eftir í áfalli og sárum, missa úr vinnu og þurfa hjálp. Þannig hefur þetta mikil áhrif á allt samfélagið,“ segir hún og nefnir að 45 manns hafi svipt sig lífi í fyrra, eða einn á átta daga fresti. „Ef við misstum þennan fjölda árlega í bíl- slysum myndum við tala meira um það. Svo er sláandi að sjá hvað margir ungir menn taka líf sitt. Það þarf virkilega að skoða og ræða um,“ segir Sigurbjörg og segist sjálf í sínu starfi bæði tala við fólk sem misst hefur ástvini og eins fólk sem langi ekki lengur að lifa. Sigurbjörg segir mjög dýrmætt að geta nýtt reynslu sína til að hjálpa öðrum. „Ég held að enginn geti almennilega skilið þetta sem ekki hefur upplifað það. Ég er ekki viss um að ég væri hæf til að hjálpa nema af því að ég hef reynsluna.“ Að umgangast tilfinningar Sigurbjörg segist vilja sjá aukið forvarnarstarf og þá helst í formi jafningjafræðslu. „Ég vil líka meira umtal og samtal um til- finningar. Það mega allir sjá okkur þegar við erum glöð og hlæjandi en enginn má sjá hina hliðina. Þetta er eins og að segja: „Þú mátt ekki sjá á mér hægri fótinn. Ég ætla að fela hann.“ Þetta er hluti af okkur og við þurfum að læra að umgangast tilfinningar. Mér finnst að það ætti að kenna börnum snemma hvað sé eðlilegt; að kenna börnum á tilfinningar. Ef það grípur þig vonleysi, að þá viti einstakling- urinn hvernig á að takast á við þær tilfinn- ingar,“ segir Sigurbjörg og finnst að slík kennsla ætti að vera hluti af námskrá barna. Talið berst að ímyndum samfélagsmiðlanna þar sem allir eru fallegir og hamingjusamir, nokkuð sem skekkt getur mynd ungmenna af eðlilegu lífi. „Ég get alveg sagt það að það líður engum alltaf svona. Það er alveg sama hvað fólk hefur náð langt eða er að gera flotta hluti; við erum öll að glíma við lífið og verðum alltaf að því. Að vera fullkomlega mannlegur er að geta tengt við allar þessar tilfinningar. Það er ekki bara þetta flotta og góða. Það sem gefur okkur dýpt og styrk sem manneskjur eru oft tímarnir sem eru erfiðir. Þegar við komumst í gegnum þá verðum við sterkari og getum sýnt meiri sam- kennd og skilning. Það er ekki alltaf neikvætt „Sjálfsvíg á ekki að vera tabú“ Ráðgjafinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þurfti að horfast í augu við sorgina þegar barnsfaðir henn- ar svipti sig lífi fyrir sex árum. Hún hefur nú gert heimildamyndina Þögul tár þar sem opinskátt er rætt um sjálfsvíg. Sigurbjörg vill opna á umræðuna og vonar að myndin hafi áhrif til góðs. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.