Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 10
Ljósmynd/Gunnar Magnússon
Á
laugardagskvöld [hélt] kven-
félagið Æskan sitt árlega
þorrablót með miklum mynd-
arskap bæði í mat og fjöl-
breyttum stuttum skemmti-
atriðum, söng og glensi. Skemmtun þessi
fór hið besta fram og voru menn í góðu
formi eftir dansleikinn að sögn löggæslu-
manns.“
Þannig komst Ásgeir Ásgeirsson, félagi í
Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, að orði í viku-
legu fréttabréfi klúbbsins 15. febrúar 1979.
Félagar í klúbbnum hafa haldið fréttabréf-
inu úti allt frá stofnun hans árið 1955, það
er í 66 ár, að frumkvæði Sigurðar Guð-
mundssonar íþróttakennara. Um 40 bréf
hafa að jafnaði verið rituð á ári allan þenn-
an tíma, að sögn K. Haraldar Gunnlaugs-
sonar, forseta klúbbsins. Það þýðir að bréf-
in eru orðin meira en 2.500 talsins. Honum
er ekki kunnugt um að önnur félagasamtök
á Íslandi hafi þennan háttinn á, hvorki Rót-
arýklúbbar né aðrir, en ef svo er væri gam-
an að hafa af því spurn. „Það er ábyggilega
sjaldgæft að farið sé yfir söguna með þess-
um hætti um leið og hún gerist,“ segir Har-
aldur.
Félagar hafa skipst á gegnum tíðina
þannig að bréfritarar hlaupa orðið á tugum,
að sögn Haraldar. Sjálfur hefur hann ritað
ófá bréfin. „Ég er búinn að skrifa mörg
löng og ítarleg og leiðinleg bréf og einhver
skemmtileg líka,“ segir hann kíminn. Eldri
félagar eru undanþegnir skrifum en sumir
hverjir hafa ólmir viljað halda áfram enda
verkið bráðskemmtilegt.
Bréfin voru lengi skrifuð inn í stórar
bækur, eins og fundagerðarbækur, en eftir
að tölvur komu skrifuðu menn bréfin þar,
prentuðu þau út og límdu inn í fréttabréfa-
bækurnar. Síðasta áratug eða svo hafa
bréfin verið prentuð út og geymd í laus-
blaðamöppum. Sumt af þessu efni hefur að
vísu verið lánað út gegnum árin í heimild-
arskyni, svo sem vegna Árbókar Ólafs-
fjarðar, og er því nú safnað saman.
„Einstaklega vel hefur gengið að varðveita
þetta efni og hefur tekist að safna því sam-
an til geymslu á Héraðsskjalasafni Fjalla-
byggðar. Þá erum við búin að auglýsa eftir
því sem upp á vantar og vonandi gefa fleiri
sig fram,“ segir Haraldur og sú hvatning er
ítrekuð hér.
Á stafrænt form
Ástæðan fyrir því að farið er í þessa vinnu
er sú að samþykkt var á hátíðarfundi –
fundi nr. 3.000 frá stofnun klúbbsins – að
koma bréfunum yfir á stafrænt form.
Klúbburinn fékk nýlega höfðinglegan
styrk; 600 þúsund krónur, frá Verk-
efnasjóði íslenska Rótarýumdæmisins til
að þoka málinu áfram. Klúbburinn er svo í
samstarfi við Fjallsali/Pálshús á Ólafsfirði
við skönnunina og fékk ráðningarstyrk frá
Vinnumálastofnun til að ráða starfsmann,
Jódísi Jönu Helgadóttur, í verkið.
Skönnunin fer fram í Menntaskólanum á
Tröllaskaga sem á sérstakan bókaskanna
sem Haraldur segir mikið þarfaþing í svona
verkefnum og fær Jódís að nota skannann
og er í skólanum við að skanna fréttabréfa-
bækurnar. Verkið er nýhafið en áætlað er
að það taki þrjá mánuði. „Skólinn kom sér
nýlega upp merkilegri græju sem er for-
Áttu það til að skúbba
K. Haraldur Gunnlaugsson, núverandi forseti Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar, flytur ávarp við afhend-
ingu súrefnisvéla á Hornbrekku.
Ljósmynd/Svavar Berg Magnússon
Verið er að skanna hátt á þriðja þúsund fréttabréf sem félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar hafa ritað vikulega undanfarin 66 ár og
er þess beðið með eftirvæntingu að þau komi almenningi fyrir sjónir enda um að ræða einstaka heimild um tíðarandann nyrðra.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ólafsfjörður á ár-
unum í kringum 1950.
’
Veðrið er alltaf fyrirferðar-
mikið, eins samgöngur. Þetta
tvennt er rauður þráður í nánast
hverju einasta bréfi, sérstaklega
fyrstu áratugina. Aflabrögð og
uppskera fá líka sitt rými enda
hafa þau löngum skipt miklu
máli fyrir samfélagið.
ÓLAFSFJARÐARBRÉF
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021