Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Qupperneq 29
smávaxin. Það gerði mig svo hjálp-
arvana. Mamma var oftar en ekki
boxpúði stjúpa míns.“
Erfitt að vera heima
Í heimildarmyndinni Home Truths,
sem frumsýnd var í breska ríkis-
sjónvarpinu, BBC, á dögunum, rifjar
Wright þessa erfiðu lífsreynslu upp
og snýr aftur í pínulitlu íbúðina í
Suðaustur-Lundúnum, í fyrsta skipti
í um hálfa öld, þar sem hann bjó
ásamt móður sinni, stjúpa og eldri
bróður sem var sá eini sem reyndi að
vernda hann fyrir grimmd og órétt-
læti þessa heims. „Það var erfitt að
vera heima og ég notaði því öll tæki-
færi til að komast burtu,“ segir
Wright í grein á vef BBC. „Mér
fannst ég ekki geta talað við nokkurn
mann nema eldri bróður minn, Mau-
rice. Hann var minn maður.“ Í
myndinni kemur fram að Wright hafi
fyrirgefið móður sinni en hún er of
öldruð og veikburða í dag til að koma
fram í myndinni. Stjúpinn fær enga
slíka kveðju.
Líf Wrights hverfðist smemma um
knattspyrnu en laugardagskvöldin,
þegar hinn rómaði þáttur Match of
the Day var á dagskrá sjónvarps,
voru eigi að síður alla jafna þolraun
fyrir hann. „Stjúpi lét mig snúa mér
við og að veggnum þegar þátturinn
byrjaði. Bara vegna þess að hann gat
það,“ rifjar hann upp. Ef pilturinn
reyndi að gægjast fékk hann aur-
sletturnar yfir sig.
Wright segir knattspyrnuna hafa
breytt lífi sínu. „Hún varð mér
kompás og hjálpaði mér að finna
stefnuna sem mig sárvantaði meðan
ég var að vaxa úr grasi. Hún hefur
líka reynst mér betri en engin við að
hasla mér völl á nýjum vettvangi eft-
ir að löngum knattspyrnuferli lauk,“
segir sjónvarpsmaðurinn.
Þegar hann var yngri var knatt-
spyrnan fyrst og fremst skemmtun
en um leið farvegur fyrir útrás. „Það
vita ekki margir en ég beindi reiðinni
ekki alltaf í réttan farveg. Reiðin var
ekki bara viljinn til að vinna eða
gremja vegna framvindu mála í leikj-
unum, margt af þessu var sársauki
og óhamingja. Ég var alltaf á nálum.
Þetta var í raun birtingarmynd
áfallsins innra með mér sem tók mig
mörg ár að vinna úr. Uppsafnað frá
því að ég var lítill drengur. Ég grét
auðveldlega ef við töpuðum leik
heima á lóðinni og lenti reglulega í
slagsmálum ef mér mislíkaði eitt-
hvað sem sagt var við mig. Allt var
það afleiðing af aðstæðunum heima.
Ég var vansæll.“
Wright opnaði sig í fyrsta sinn um
þessa hlið á fortíð sinni í útvarps-
þættinum Desert Island Discs á
BBC á síðasta ári. Það varð upptakt-
urinn að heimildarmyndinni. Í téðri
grein á vef BBC talar hann um að
umræðan um heimilisofbeldi sé
ennþá hálfgert tabú í samfélaginu og
lítið sé rætt um áhrif þess á börn sem
búa við slíkar aðstæður.
Einhver 20% barna í Bretlandi búi
við ofbeldi frá hendi fullorðinna og
árið 2019 hafi 1,6 milljónir kvenna
orðið fyrir slíku ofbeldi og í níu af
hverjum tíu tilvikum séu börn við-
stödd.
„Viðbrögðin eftir Desert Island
Discs voru yfirþyrmandi og ég er
ennþá hrærður yfir þeim. Fjöldi
fólks sem býr að sambærilegri
reynslu þakkaði mér fyrir að deila
reynslu minni. Mér fannst ég ekki
hafa gert mikið og vissi að ég gat
gert meira – fyrir sjálfan mig og aðra
– til að reyna að skilja hvers vegna
ég hagaði mér með ákveðnum hætti.
Mér er í mun að sýna öðrum að það
er í lagi að ræða þessa hluti, auk þess
sem mikilvægt er að gera sér grein
fyrir því að þetta er ekki okkur þol-
endunum að kenna.“
Slæm áhrif útgöngubanns
Wright bendir á, að útgöngubannið,
sem löngum hefur ríkt á Bretlandi
vegna heimsfaraldursins undanfarna
fjórtán mánuði, hafi gert illt verra
fyrir konur og börn sem búi við of-
beldi. „Núna er rétti tíminn til að
ræða þessi mál og heimildarmyndin
mín er jafnt fyrir mig sem aðra. Það
er mikilvægt að tala opinskátt og það
er kaldhæðni örlaganna að ég skuli
nú vinna við það sem mér þótti svo
erfitt meðan ég var að alast upp,“
segir hann og á þar við að lýsa sínum
skoðunum tæpitungulaust.
„Milljónir barna á Bretlandi búa
við heimilisofbeldi og því þarf að
breyta. Markmiðið með gerð þess-
arar heimildarmyndar er að fólk sjái
og finni einhverja von. Við verðum að
rjúfa vítahringinn.“
AFP
16.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
ÞRÁÐLAUSARMYNDAVÉLAR
FYRIR
Sími 580 7000 | www.securitas.is
Sjá nánar á www.securitas.is/vefverslun
HESTHÚSIÐ
FLUG Eftir skellinn sem endur-
gerðin á kvikmyndinni Rebeccu
fékk er breska leikkonan Lily
James heldur betur komin á flug
aftur en hún fær glimrandi dóma
fyrir önnur períóðuverk, þættina
The Pursuit of Love og kvikmynd-
ina The Dig. Þá vantar ekkert upp
á fjölhæfnina en næsta verkefni er
að leika strandgelluna Pamelu
Anderson í smáseríunni Pam and
Tommy. Þá heitir næsta bíómynd
James því kunnuglega nafni What’s
Love Got to Do With It?
Með fjölhæfnina að vopni
Lily James hefur í mörg horn að líta.
AFP
BÓKSALA 5.-11. MAÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Nickel-strákarnir
Colson Whitehead
2
Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
3
Skollaleikur
Ármann Jakobsson
4
Mávurinn
Ann Cleeves
5
Yfir hálfan hnöttinn
Ása Marin
6
Tengdadóttirin III
– sæla sveitarinnar
Guðrún frá Lundi
7
Born a Crime
Trevor Noah
8
Að telja upp í milljón
Anna Hafþórsdóttir
9
Stjáni og stríðnispúkarnir
Zanna Davidson
10
Eldur í höfði
Karl Ágúst Úlfsson
1
Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
2
Stjáni og stríðnispúkarnir
Zanna Davidson
3
Ástríkur og Latravíata
Goscinny/Uderzo
4
Fleiri hryllilega stuttar
hrollvekjur
Ævar Þór Benediktsson
5
Skvísur 3
Delaf/Dubuc
6
Spurningabókin 2021
Guðjón Ingi Eiríksson
7
Handbók fyrir Ofurhetjur 6
Elias/AgnesVahlund
8
Ég var svo
hamingjusöm…
Rose Lagercrantz/Eva Eriksson
9
Depill heimsækir
afa og ömmu
Eric Hill
10
Syngdu með Láru og Ljónsa
Birgitta Haukdal
Allar bækur
Barnabækur
Tómas sonur minn er 15 mánaða
og er mikill fjörkálfur. Ég er því
yfirleitt orðinn útkeyrður um
áttaleytið þegar hann sofnar. Engu
að síður er ég alltaf
með eitthvað á
náttborðinu og les
þegar færi gefst. Ég
var að byrja á
Vertu úlfur - War-
gus esto eftir Héð-
in Unnsteinsson.
Þetta er reynslu-
saga um glímu Héðins við geð-
hvörf og hún lofar mjög góðu.
Héðinn er frumkvöðull í vitund-
arvakningu um geðheilbrigðismál
hér á landi og ég ber mikla virð-
ingu fyrir starfi hans.
Ég hef nýlokið við Snertingu eft-
ir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bókin er
afar lipurlega skrifuð og spenn-
andi þótt henni megi lýsa sem
tregablandinni ástarsögu með
fjölmenningarívafi enda gerist hún
í Reykjavík, Lundúnum og Japan.
Undirtónn bók-
arinnar er andlegt
ofbeldi sem karl-
kyns söguhetjur
beita, ómeðvitað
og án ásetnings,
gegn konum sem
eru þeim nákomn-
ar. Þessi undirtónn
styður síðan ljúfsár en mögnuð
sögulok. Ólafur Jóhann færir les-
andann á milli landa og tíma-
skeiða af mikilli fimi. Þankar að-
alsöguhetjunnar Kristófers um
hversdagslega hluti, t.d. gremja
vegna minningargreinar eða sam-
töl við bróður sinn gegnum SMS,
eru svo vel skrifaðir og kryddaðir
háði á köflum að þeir verða aldrei
leiðinlegir. Bókin hefur fáa galla en
ég get þó nefnt að mér fannst ást-
arsenurnar frá sjöunda áratugn-
um í Lundúnum vera fullkurteisar,
án þess þó að vera teprulegar.
Samt þannig að frásögnin var hálf-
kauðsleg á köflum.
Áður en ég las Snertingu las ég
Eldarnir – Ástin og
aðrar hamfarir eft-
ir Sigríði Hagalín
Björnsdóttur. Sig-
ríður Hagalín er
skeleggur frétta-
maður en með
þessari bók hefur
hún stimplað sig
inn sem einn af allra hæfileikarík-
ustu rithöfundum þjóðarinnar.
Þessi bók hefur verið rædd í mat-
arboðum í minni fjölskyldu og
sumum finnst endirinn vera of
harmrænn. Mér fannst hann fal-
legur og alls ekki óviðeigandi. Góð
skáldverk þurfa ekki bjartan endi
því bókmenntir eiga að fanga og
endurspegla flóru mannlegra til-
finninga. Það getur falist mikil feg-
urð í djúpstæðum harmi.
Af bókum sem ég hef lesið síð-
ustu árin stendur ein upp úr en
það er Man’s Search for Meaning
eftir Viktor Frankl. Bókin, sem
kom út 1946, er í grunninn
reynslusaga Frankls úr útrýming-
arbúðum nasista
en fyrst og fremst
leiðarvísir um
mannlegt eðli. Það
kann að hljóma
undarlega en bókin
hefur að geyma
býsna praktískar
leiðbeiningar á
sviði hugrænnar atferlismeð-
ferðar sem geta nýst þeim sem
glíma við kvíða.
ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON ER AÐ LESA
Ljúfsár en mögnuð sögulok
Þorbjörn
Þórðarson er
héraðsdóms-
lögmaður.