Fréttablaðið - 21.09.2021, Page 2
Áfram Ísland!
Þetta er geggjaður hópur og allar stelpurnar með sjálfstraust til að mæta í þennan leik. Við ætlum okkur sigur, sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði
íslenska landsliðsins í knattspyrnu, á fréttamannafundi í hádeginu í gær. Liðið freistar þess nú að komast á heimsmeistaramót í fyrsta sinn og mætir Evrópu-
meisturum Hollands í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í riðli með Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Grensásdeild Landspítala
mun taka stakkaskiptum á
næstu árum en búið er að
samþykkja um fjögur þúsund
fermetra nýbyggingu og Holl
vinasamtökin ætla að borga
fyrir sérhannaðan garð þar
sem sjúklingar geta æft undir
berum himni.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Þeir sem eru staddir á
Grensásdeild eru staddir þar vegna
áfalla. Þau hafa misst mikið í líf
inu og við þurfum að gera staðinn
eins fallegan og vistlegan og hægt
er,“ segir Guðrún Pétursdóttir, for
maður stjórnar Hollvina Grensás
deildar, en samtökin brosa út að
eyrum þessa dagana.
Annars vegar vegna þess að
nýverið var samþykkt breyting á
deiliskipulagi og mun um fjögur
þúsund fermetra nýbygging rísa
vestan megin við núverandi aðal
byggingu og hins vegar mun fal
legur garður verða búinn til þar sem
skjólstæðingar verða þjálfaðir úti
við. Garðurinn kostar um 66 millj
ónir króna sem Hollvinasamtökin
borga meðal annars úr sínum sjóði.
Guðrún segir að nýbyggingin sé
eitthvað sem sé búið að undirbúa
vel í töluverðan tíma enda henti
húsnæðið ekki lengur fyrir starf
semina. Þar er gert ráð fyrir 19
nýjum einstaklingslegurýmum.
Meðferðarstofur sjúklinga verða
ekki færri en 32 á deildunum
tveimur, 13 í núverandi húsnæði
legudeildar og 19 í nýbyggingu.
Núverandi húsnæði Grensás
deildar stenst ekki grundvallar
kröfur til endurhæfingar, auk þess
sem ný þekking í endurhæfingu
mænuskaðaðra og mikið slasaðra
einstaklinga kallar á aukin hjálpar
tæki og búnað sem ekki rúmast í
núverandi húsnæði.
Guðrún bendir á að það sé mat
þeirra sem gerst þekkja til að best sé
að byggja nýtt og sérhæft húsnæði
sem styður við starfsemina.
Birgir Ingimarsson, sem einn
ig situr í stjórn, segir að garðurinn
verði ekki minni bylting. „Þetta er
verkefni upp á 66 milljónir sem við
kostum. Þarna fara skjólstæðingar
út með þjálfurum. Ég sjálfur fékk
heilablóðfall 2011 og var inni á
Grensásdeildinni í heilt sumar og
hrökk í gang af starfsfólkinu,“ segir
hann þakklátur. „Þeir sem hafa
notið þessarar þjónustu vita að á
Grensásdeild gerast kraftaverkin.“
E ndu rhæ f i ng a rdei ld i n va r
opnuð árið 1973 en húsnæðið var
upphaf lega hannað sem hjúkr
unarheimili. Heildarkostnaður
við nýbygginguna er áætlaður þrír
milljarðar króna. Birgir bendir á
að það sé áhugamál Hollvinanna
að stórbæta húsnæði deildarinnar,
því Grensásdeild hafi búið við allt
of þröngt húsnæði, sem hamli allri
starfsemi. „Við erum búin að hanga
á húninum hjá heilbrigðisráðherra
í mörg ár og loksins er draumurinn
að verða að veruleika.“ n
Grensásdeild fær loksins þá
andlitslyftingu sem þurfti
Garðurinn verður með blómarækt og æfingatækjum fyrir sjúklinga.
Þeir sem hafa notið
þessarar þjónustu vita
að á Grensásdeild
gerast kraftaverkin.
Birgir
Ingimarsson
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL „Það hefur ekkert breyst,
við og Sjálfstæðismenn eigum enga
samleið. Ástæðan er málefnaleg fjar
lægð milli þessara tveggja flokka,“
segir Helga Vala Helgadóttir, þing
maður Samfylkingarinnar, vegna
þráláts orðróms um að flokkurinn
hafi nýverið opnað á möguleika um
ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.
Síðast í umræðuþættinum Silfr
inu á RÚV um helgina var því haldið
fram að mögulega hefði Samfylking
in breytt fyrri afstöðu sinni til sam
starfs með Sjálfstæðisflokki. Helga
Vala segir slíkt tal hreinan spuna:
„Það eru hlutir sem nauðsynlegt er
að fara í á næsta kjörtímabili og við
vitum að Sjálfstæðisflokkurinn vill
ekki, heilbrigðiskerfið er þar efst á
blaði.“
Mikið er rætt um möguleg stjórn
armynstur en samkvæmt könnun
Fréttablaðsins er þriggja f lokka
meirihluti mjög ólíklegur vegna
dreifingar fylgisins. Framsóknar
flokkurinn virðist í góðri stöðu og
er enginn flokkur líklegri til að fá
inni í nýrri ríkisstjórn. Spurð hvort
útilokun samstarfs við Sjálfstæðis
flokk þrengi möguleika f lokksins
um of, lítur Helga Vala ekki svo á. Full
samstaða sé um afstöðuna í forystu
flokksins. „Það er bara enginn séns
á að við getum unnið saman,“ segir
Helga Vala. n
Ekki séns að Samfylking muni vinna
með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar
Helga Vala
Helgadóttir,
þingmaður
Samfylkingar-
innar
Næstu íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan
ríkisborgararétt verða haldin sem hér segir:
• Akureyri: Fimmtudaginn 18. nóvember 2021, kl. 13.00 hjá Símey.
• Reykjavík: Vikuna 22. til 26. nóvember 2021, kl. 9.00 og 13.00 hjá Mími.
Skráning er hafin á www.mimir.is.
Síðasti skráningardagur er 1. nóvember 2021.
Ekki er hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.
Prófgjaldið er 35.000 kr.
Íslenskupróf fyrir umsækjendur
um íslenskan ríkisborgararétt
haustið 2021
kristinnhaukur@frettabladid.is
KOSNINGAR Miðflokkurinn hefur
eytt mestu í auglýsingar á Face
book undanfarinn mánuð, tæpum
2,9 milljónum króna, sem að lang
mestum hluta hefur verið notað
undanfarnar tvær vikur.
Fram að þessu hafði Flokkur
fólksins leitt í auglýsingakapp
hlaupinu á miðlinum en auglýsingar
hans hafa verið jafndreifðari yfir
lengra tímabil. Hefur f lokkurinn
eytt mestu á einu ári, 4,9 milljónum.
Þegar horft er til 30 daga hefur
Flokkur fólksins eytt tæpum 2,2
milljónum króna líkt og og Sjálf
stæðisflokkurinn hefur gert. Tveir
flokkar hafa eytt yfir milljón. Fram
sóknarf lokkurinn hefur eytt 1,9
milljónum króna og Samfylkingin
sem hefur eytt 1,2 milljónum.
Sósíalistaflokkurinn hefur eytt
650 þúsund krónum, Viðreisn 590
þúsundum, Píratar 580 þúsundum,
Vinstri græn 480 þúsundum og
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 150
þúsundum. n
Miðflokkur tekur
yfir á Facebook
Fylgi Miðflokksins er lítið í könn-
unum skömmu fyrir kosningar.
2 Fréttir 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ