Fréttablaðið - 21.09.2021, Side 6

Fréttablaðið - 21.09.2021, Side 6
Það gengur eiginlega ekki að aka yngstu börnunum með skóla- bíl. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings Grjóthrun gæti sannar- lega verið vandamál, ef ekki væri passað upp á að koma í veg fyrir það. Ragnhildur Sverrisdóttir, hjá Landsvirkjun Almennt séð eru íslenskar skoðanakannanir nálægt úrslitum kosninga en þó mælist ofmat á vinstriflokk­ um eins og víða erlendis. Lokametrar kosningabarátt­ unnar geta skipt sköpum þar sem tugprósent fólks ákveða sig á kjördag. kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Í tvennum síðustu kosningum hefur munur á skoð­ anakönnunum og kosningaúr­ slitum í langflestum tilfellum verið innan við tvö prósent í heildina. Stærri munur getur komið fram hjá einstaka flokkum og birtist þá sú skekkja hjá öllum könnunar­ fyrirtækjum. Þetta kemur fram hjá Hafsteini Einarssyni, doktorsnema í félagstölfræði við Manchester­ háskóla. „Í alþjóðlegum samanburði geta Íslendingar verið nokkuð ánægðir með sínar kannanir,“ segir Haf­ steinn. Hann hefur skoðað kann­ anir Fréttablaðsins, Gallup, MMR, Zenter og Félagsvísindastofnunar. Árið 2016 birtist aðallega munur á tveimur flokkum þegar Sjálfstæðis­ flokkurinn var vanmetinn um 3,05 prósent og Píratar ofmetnir um 4,65. Ári seinna var enginn flokkur eins nálægt sínu könnunarfylgi og Píratar. En þá var Samfylkingin ofmetin um 2,36 prósent og Vinstri græn um 1,68 á meðan Framsóknar­ flokkurinn var vanmetinn um 1,84 prósent og Sjálfstæðisf lokkurinn um 1,76. Vanmetnastur af öllum var Flokkur fólksins, um 2,64 prósent og er Hafsteinn sannfærður um að frammistaða formannsins, Ingu Sæland, í leiðtogaumræðunum hafi haft áhrif. Þeir sem ákveða sig á síðustu stundu eru nokkrir tugir prósenta og lokametrar kosninga­ baráttunnar geti því skipti sköpum. „Könnunarfyrirtækin mæla ekki þessa sveiflu,“ segir Hafsteinn. Í báðum kosningunum birtist til­ hneiging til þess að vanmeta hægri­ f lokka og ofmeta vinstrif lokka. Hafsteinn vill þó ekki fullyrða að lesendur verði alltaf að gera ráð fyrir slíkri skekkju. „Það er ekkert víst að hið sama gerist aftur í ár,“ segir hann. „Könnunarfyrirtækin hafa nú haft fjögur ár og aldrei að vita nema að breyting hafi átt sér stað á aðferðafræðinni.“ Könnunarfyrirtækin reyna sífellt að bæta kannanir sínar til að hafa þær sem áreiðanlegastar. Fóru mörg í mikla naf laskoðun eftir mjög óvæntar kosningar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og kosningasigur Donalds Trump árið 2016. Spurður hvað geti valdið vinstri skekkju í könnunum segir Haf­ steinn það geta stafað af aldurs­ dreifingunni. Yngri kjósendur, sem líklegri eru til að kjósa til vinstri, skili sér ekki jafn vel á kjörstað og hinir eldri. „Mér finnst líka ekki ósennilegt að fólk sem er áhuga­ samt um að taka þátt í könnunum sé vinstrisinnaðra,“ segir hann. Einnig verði að taka tilviljun með í reikninginn. Í kosningabaráttunni núna hefur fylgi f lokkanna verið mjög stöðugt fram að mánaðamótum en síðan þá hefur verið vinstrisveifla í könn­ unum. Kosningaþátttaka hefur dalað um 10 prósent á rúmum 30 árum og fór árið 2016 undir 80 prósentin í fyrsta sinn á lýðræðistímanum. Einkum hefur dvínað þátttakan hjá körlum. Þátttakan fór þó upp um 2 prósent árið 2017, einkum vegna aukinnar þátttöku ungs fólks. Hafsteinn segir líklegt að átakið Ég kýs hafi skipt þar miklu en óttast þó að þátttakan dali aftur í ár. „Þetta verða mjög spennandi kosningar og tvísýnt hvort ríkis­ stjórnin haldi,“ segir Hafsteinn. „Kosningabaráttan hefur verið bæði málefnaleg og skemmtilegri en oft er af látið.“ ■ Hægriflokkar ítrekað verið vanmetnir fyrir kosningar Hafsteinn er sannfærður um að frammistaða Ingu Sæland í leiðtogaum- ræðum hafi skipt sköpum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Það er ekkert víst að hið sama gerist aftur í ár. Hafsteinn Einarsson, doktorsnemi í félagstölfræði bth@frettabladid.is SKÓLAMÁL Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir að sveitarfélagið geri allt hvað það geti til að opna aftur leikskóladeild á Kópaskeri, ekki síðar en fyrir næsta skólaár. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skemmstu að börn búsett á Kópa­ skeri þyrftu að aka tæplega 60 kíló­ metra daglega, til og frá leikskóla í Lundi, þar sem enginn starfsmaður fékkst í leikskólann á Kópaskeri nú að loknu sumarleyfi. Sveitarstjórinn segir málið mjög erfitt og ástandið þungt fyrir foreldra. „Við höfum reynt að leita samninga við foreldra um að bjóða akstursgreiðslur fyrir þær fjórar til fimm fjölskyldur sem lenda í þessu millibilsástandi.“ Ekki sé heppilegt að aka börnum yngri en 4­5 ára með skólabíl svo langa leið. Aukinheldur sé nýbúið að semja um útboð á skólaakstri og þar hafi ekki verið gert ráð fyrir leikskólabörnum í bílnum. „Það gengur eiginlega ekki að aka yngstu börnunum með skólabíl. Þess vegna erum við að kanna allar leiðir og skoðum meðal annars hvort það gæti verið tímabundin lausn að kaupa eða leigja 30 manna bíl sem gæti tekið öll þessi börn, auk þess sem sérstakur starfsmaður yrði að vera í bílnum.“ Mjög víða á höfuðborgarsvæð­ inu vantar starfsmenn nú á leik­ skóla. Í ljósi þess er ekki að undra að fámenn byggðarlög eigi í erfið­ leikum með að fá leikskólakennara til starfa. Foreldrar á Kópaskeri sem blaðið ræddi við segja að kerfið hafi brugðist og kallaði ein móðir sem blaðið ræddi við stöðuna neyðar­ ástand. Spurður hvort ástandið geti leitt til fólksflótta úr dreif býlinu, segir Kristján Þór: „Hættan er alltaf sú að fólk færi sig til og f lytji þegar upp koma svona vandræði með grunn­ þjónustu. En ég vona einlæglega að þetta verði ekki til þess að barna­ fjölskyldur taki sig upp, þótt ástand­ ið verði sennilega að einhverju leyti bagalegt í vetur.“ ■ Leita allra leiða fyrir börn Kópaskers Málefni kvöldsins: Bólusetningar - hvaða máli skipta þær? Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sjaldan eða aldrei hefur verið rætt jafnmikið um bólusetningar og nú. Ingileif fjallar um þýðingu bólusetninga á tímum heims- faraldurs, þróun bóluefna og vernd gegn COVID-19 sjúkdómi og smiti, hjarðónæmi, bólusetningu viðkvæmra hópa og bóluefni gegn nýjum afbrigðum veirunnar. Rannís býður upp á Vísindakaffi þar sem vísindafólk kynnir viðfangsefni sín á óformlegan hátt í þægilegri kaffihúsastemningu. Markmiðið er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf. Vísindakaffi Rannís í Perlunni í kvöld kl. 20:00 - 21:30 Kaffistjóri: Sævar Helgi Bragason Verið velkomin! kristinnhaukur@frettabladid.is AUSTURLAND Landsvirkjun aug­ lýsir nú krefjandi verkefni við uppsetningu hrunvarnargirðinga við Kárahnjúka. Samkvæmt aug­ lýsingunni er verkið afar krefjandi því vinna þarf í miklum bratta og grafa í bæði laus og föst jarðlög. Mun þurfa að f lytja öll aðföng að staðnum með krana eða þyrlu og öryggismál verða í fyrirrúmi. Sér­ hæfðrar þekkingar verður krafist í útboðsgögnum. „Grjóthrun gæti sannarlega verið vandamál, ef ekki væri passað upp á að koma í veg fyrir það,“ segir Ragn­ hildur Sverrisdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar Landsvirkjunar. Um sé að ræða við­ haldsverkefni, endurnýjun fyrri hrunvarna sem hafi verið settar upp við byggingu stíf lunnar árin 2003 til 2007. Ragnhildur segir þetta gert til að koma í veg fyrir að laust grjót hrynji úr Fremri­Kárahnjúk niður á aðkomuveginn að stíf lumann­ virkjunum. „Þetta eru hrunvarnargirðingar, sem grípa hrunið sem verður þarna af náttúrulegum orsökum, það er frostsprengt grjót og rof sem verður við leysingar,“ segir hún. Banaslys varð í gljúfrinu undir Fremri­Kárahnjúk árið 2004 þegar grjóthnullungur féll á starfsmann Arnarfells, undirverktaka Impreg­ ilo. Var þetta eitt af þremur bana­ slysum við byggingu virkjunar­ innar. Girðingarnar hafa ekki verið hannaðar að fullu en þær verða 150 metra langar og 5 metra háar. Landsvirkjun býður áhugasömum verktökum í vettvangsferð á stað­ inn þriðjudaginn 28. september en skráningu lýkur á föstudag. Tekið er fram að aðstæðurnar séu krefjandi og nauðsynlegt að vera í góðu líkam­ legu ástandi til þess að taka þátt í ferðinni og að vera í góðum göngu­ skóm. Landsvirkjun mun ekki bjóða upp á hádegismat. ■ Auglýsa verkefni sem er ekki fyrir lofthrædda 6 Fréttir 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.