Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2021, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 21.09.2021, Qupperneq 9
Síðastliðið haust voru Dýrafjarðar- göng opnuð. Kostnaður við þessa miklu samgöngubót var rúmir 12 milljarðar króna. Fáir hafa gagnrýnt þá ráðstöfun á almannafé sem fyrst og fremst gagnast íbúum svæðisins en á Vestfjörðum búa rúmlega 7 þús- und manns. Heildarkostnaður við göngin og aðrar yfirstandandi sam- gönguframkvæmdir í fjórðungnum á Dynjandisheiði og í Teigsskógi mun nema um 26-27 milljörðum króna en á sama tíma gjörbreyta samgöngum og lífskjörum fólks fyrir vestan til hins betra. Hér er fjárfest í innviðum til framtíðar en kostnaður við þessi mikilvægu verkefni nemur tæplega 4 milljónum á íbúa. Mikil vinna stendur nú yfir til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með fyrir- hugaðri Borgarlínu. Fyrsti áfangi þessa mikilvæga verkefnis mun tengja nýja stöð við Krossamýrar- torg í Ártúnshöfða um Vogabyggð, Suðurlandsbraut, gamla miðbæinn, Háskóla Íslands, Nýjan Landspítala, HR og yfir Fossvog um Kársnes að Hamraborg. Þetta er skynsamleg nálgun sem mun skapa nýjan val- kost í samgönguásnum sem liggur frá miðborginni upp Ártúnsbrekku og þaðan í Grafarvog, Grafarholt og Mosfellsbæ. Þessi fyrsta Borgar- lína liggur að mestu um ný hverfi (Ártúnshöfði, Vogabyggð, Vatns- mýri og Kársnes) eða með fram hinni rúmgóðu Suðurlandsbraut. Hún er því að bæta við f lutnings- getu núverandi gatnakerfis og getur átt stóran þátt í að auðvelda umferð fólks á hinum annasama austur- vesturás þar sem vaxandi umferð er þung á annatímum. Hinn stóri vandi í samgöngu- málum höfuðborgarsvæðisins er norður-suðurásinn frá miðborginni um Kópavog og Garðabæ til Hafnar- fjarðar. Ekki er áætlað að Borgarlína tengist Hafnarfirði fyrr en um 2030 og ýmislegt bendir til að þessi leið henti mun síður undir hraðvagna Borgarlínunnar í sérrými á yfirborði en austur-vesturásinn, sérstaklega vegna þrengsla og skorts á landrými. Hér er því hvatt til að skoða þann valkost að nýta lestarsamgöngur í göngum frá Vallarhverfi í Hafnar- firði, um miðbæ Hafnarfjarðar, Garðabæ, Smáralind og Kringlu að BSÍ. Kostnaður við slík göng einn og sér gæti numið um tvöföldum þeim kostnaði sem nú er varið til sam- göngubóta á Vestfjörðum eða um 50 milljörðum króna. Við þann kostnað bætast kostnaður við teina og lestar. Þessi hugmynd hefur eftirfarandi kosti: 1. Hægt er að samnýta jarð- göng bæði fyrir sjálfkeyrandi lestir Borgarlínu og hraðlest til Keflavíkurflugvallar til að deila kostnaði. 2. Borgarlína í sjálfkeyrandi lestum myndi stytta ferða- tíma milli Hafnarfjarðar og miðborgar Reykjavíkur niður í nokkrar mínútur og gjörbreyta samgöngumálum innan borgarinnar. Slíkir vagnar eru nú í rekstri í Kaupmannahöfn. 3. Hraðlest til Keflavíkurflugvallar myndi stytta ferðatíma milli miðborgar Reykjavíkur og al- þjóðaflugvallarins niður í rúmar 20 mínútur. Slíkar lestir eru í rekstri bæði í Osló og Stokk- hólmi. 4. Borgarlína í jarðgöngum og lest til Keflavíkur létta verulega á umferðarþunga á yfirborði, Reykjavík Metró en þrengja ekki að núverandi vegakerfi líkt og Borgarlína á yfirborði myndi gera. Spáð er verulegum vexti í umferðar- þunga bæði á Reykjanesbraut og innan höfuðborgarsvæðisins á næstu árum og áratugum. Þessi framkvæmd gæti ein og sér leyst þann fyrirséða vanda. 5. Rafknúin fluglest og Borgarlína draga úr losun og eru umhverf- isvænar samgöngulausnir. 6. Verkefnið væri hægt að fjár- magna utan gildandi samgöngu- áætlunar þar sem það hentar vel sem einkaframkvæmd eða samvinnuverkefni einkaaðila og opinberra (PPP). 7. Verkefnið væri hægt að vinna mun hraðar en gildandi áætlanir um Borgarlínu gera ráð fyrir. Gera má ráð fyrir að heildarkostn- aður við jarðgöng, Borgarlínulest og f luglest, myndi nema um 200-300 milljörðum króna. Miðast sú tala við þekktan kostnað við ganga gerð hérlendis annars vegar og áætlanir Fluglestarinnar - þróunarfélags hins vegar. Jarðgangagerðin er hér ráðandi þáttur en rauntölur benda til mun lægri kostnaðar hér en víða erlendis, til dæmis í Kaupmanna- höfn. Ef helmingur stofnkostnaðar yrði innheimtur sem afnotagjöld frá hinu opinbera fyrir Metró en ferðamenn greiddu með farmiðum í f luglestina fyrir afganginn fengju borgarbúar metrókerfi fyrir 150 milljarða króna. Kostnaður við slíkt næmi tæplega 700 þúsundum á íbúa. Arðbærar fjárfestingar í innvið- um eru samfélagslega hagkvæmar fjárfestingar til framtíðar sama hvort slíkt á sér stað vestur á fjörð- um eða í höfuðborginni. Mikilvægt er að hugsa slíkt til langs tíma og velta upp öllum kostum og nýjum nálgunum. Smáskammtalækningar eru ekki alltaf besta lausnin. Stund- um borgar sig að hugsa stórt. n Runólfur Ágústsson stjórnarmaður í Fluglestinni - þróunarfélagi ehf. Óskum eftir sálfræðingi Auglýst er starf sálfræðings í sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema á kennslusviði Háskólans á Bifröst. Leitað er að einstaklingi með faglegan metnað og reynslu á sviði sálfræðiþjónustu og áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun þjónustunnar við nemendur skólans. Háskólinn á Bifröst hefur verið leiðandi í uppbyggingu fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár og er með starfsstöðvar á Bifröst og í Reykjavík. Helstu verkefni og ábyrgð: •Einstaklings- og hópmiðuð ráðgjöf og stuðningur. •Námskeiðshald, ráðgjöf og fræðsla til nemenda. •Lesa úr og túlka niðurstöður sálfræðilegra prófa. •Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu á kennslusviði. •Frumkvæði í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu við HB. •Samstarf við allar deildir háskólans, náms- og starfsráðgjöf og aðra fagaðila. •Þátttaka í þróunarverkefnum jafnt innan háskólans sem utan. Menntunar- og hæfniskröfur: •Framhaldsnám í sálfræði og starfsleyfi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi er skilyrði. •Reynsla af sálfræðiráðgjöf í háskóla er kostur. •Þekking og reynsla af hugrænni atferlismeðferð er kostur •Þekking á sálfræðilegum prófum og greiningartækjum er æskileg. •Reynsla af rafrænni ráðgjöf, hópráðgjöf og upplýsingatækni er kostur. •Frumkvæði, drifkraftur og þjónustulipurð. •Skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð og samskipta- og samráðsfærni. •Góð íslensku- og enskukunnátta. Umsóknir: Umsóknum skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og starfsleyfi, ásamt kynningarbréfi. Ráðningin er tímabundin til 9 mánaða, frá 1. nóvember til 1. júlí 2022 og starfshlutfall 50%. Starfsstöðvar: Á Bifröst og í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustjóri við Háskólann á Bifröst (kennslustjori@bifrost.is). Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun skólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um. Ráðningin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem liður í viðbrögðum stjórnvalda til að efla geðheilbrigðisþjónustu í háskólum. Umsóknarfrestur er til og með 28.september 2021. bifrost.is ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2021 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.