Fréttablaðið - 21.09.2021, Side 10
Vinstri
flokk arnir
vaða uppi í
fjölmiðlum
undir for
ystu skæru
liða þeirra
vinstri
manna,
Gunnars
Smára. Og
þar lofa
þeir öllu
fögru.
Brey ting um í átt t il g rænna
atvinnulífs og umhverfisvænna
samgangna fylgir margvíslegur
ávinningur fyrir land og þjóð.
Þótt mest sé horft á loftslags-
málin þarf vart að tíunda hver
gjaldeyrissparnaðurinn verður af
því að keyra allar innlendar sam-
göngur á grænni innlendri orku í
stað innfluttra og mengandi orku-
gjafa. Fyrirséð er að á næstu árum
þurfum við að taka enn stærri skref
en áður í átt til grænnar atvinnu-
starfsemi og grænna samfélags.
En ef allt þetta á að verða að veru-
leika þarf að framleiða alla þessa
grænu orku. Það er því forgangsmál
að skoða hvaða möguleikar eru
fýsilegir til að útvega aukna græna
orku og mikilvægt að greina og velja
hagkvæmustu kostina. Við megum
ekki vera feimin við að ræða málin,
spyrja erfiðra spurninga og taka
fumlausar ákvarðanir til hagsbóta
fyrir umhverfið og komandi kyn-
slóðir. Hér á Íslandi eru vatns-, jarð-
varma- og vindorka þeir möguleikar
sem vænlegastir eru.
Orkan er ein stærsta auðlind
Íslendinga og hana þarf að nýta. En
ef við ætlum að vera forystuþjóð á
sviði grænnar orku – þá þurfum við
að afla hennar. Það liggur í augum
uppi. Íslendingar hafa sýnt það í
gegnum árin að við höfum þekk-
ingu og reynslu í að virkja nátt-
úruna og á sama tíma umgangast
landið okkar og jörðina af virðingu
og varfærni. Nú þarf að ræða hvar,
hvernig og hversu hratt.
Traustir orkuinnviðir um land
allt eru lykillinn að árangri í
loftslagsmálum og þeirri grænu
umbreytingu í atvinnu og sam-
göngumálum sem er í burðar-
liðnum. Það er mikilvægt að hugsa
og nálgast málin af skynsemi, vega
og meta þá kosti sem eru í boði og
taka ákvarðanir sem koma sér vel
fyrir framtíðarkynslóðir í landinu
til lengri tíma. n
Það þarf að afla
grænu orkunnar Hressandi áminning var að hitta
fyrir kjósendur á Eskifirði um dag-
inn þar sem menn höfðu áhyggjur
af uppgangi vinstrif lokkanna í
komandi kosningum. Ótti manna
er skiljanlegur. Hætta á fjölf lokka
v instr ist jór n er raunver u leg.
Vinstri f lokk arnir vaða uppi í fjöl-
miðlum undir forystu skæruliða
þeirra vinstrimanna, Gunnars
Smára. Og þar lofa þeir öllu fögru.
Hvers kyns upphlaup yrði til að
skapa sundrung og ósætti í sam-
félaginu.
Óstöðug fjölflokka
vinstristjórn?
Það er auðvitað rökrétt, að fólkið í
landinu hafi áhyggjur af komandi
kosningum. Blöðin greina þessa
dagana frá könnunum um að fylgi
framboða sé í járnum, mjótt á mun-
um og smá vægi leg ustu fylg is breyt-
ing ar hefðu tölu verðar af leiðing ar,
bæði á þing mannafjölda og niður-
stöðu. Við gætum setið uppi með
fimm eða sex f lokka ríkisstjórn til
vinstri þar sem stöðugt ósamlyndi
knýr á dyr stjórnarslita.
Þar væri efnahagslegur árangur
og stöðugleiki síðustu ára lagður
að veði. Um það vitna vinstrislys
fyrri ára. Hafa menn gleymt óða-
verðbólgu vinstristjórnanna frá
1978-1983 þegar niðurrifsöf lin
réðu ríkjum? Og rökkurheimar
Jóhönnustjórnar hræða enn.
Þær þúsundir sem koma að
atvinnulíf i landsbyggðar hafa
skiljanlega áhyggjur. Sjávarút-
vegur, fiskeldi, landbúnaður, álver,
orku- og iðnaðaruppbygging sæta
stöðugum árásum vinstrimanna
með hótunum um sífellt auknar
takmarkanir, hindranir og álögur.
Borgarsysturnar Sundrung og
Ósætti
Öllum er hollt að horfa til óstjórnar
og hneykslismála hjá Reykjavíkur-
borg þeirra Samfylkingarmanna og
fylginauta, þar sem hvert tækifæri
er nýtt til að hnýta í landsbyggðina.
Þar hefur landsbyggðin þurft ítrek-
að slá skjaldborg um flugvöll allra
landsmanna.
Undir slíkum kringumstæðum
hlýtur atvinnurekstur að velta
fyrir sér efnahagslegum stöðug-
leika. Spor vinstrif lokkanna hræða
vegna áætlana um stóraukna skatt-
heimtu á atvinnustarfsemi, meira
og f lóknara regluverk og aukin
ríkisafskipti og miðstýringu.
Áfram land tækifæra!
Við sjáum nú að íslenskt efnahags-
líf er á góðum vegi til efnahags-
legrar endurreisnar. Jafnvel nú á
tímum heimsfaraldurs hefur hag-
kerfið sýnt sterkan viðnámsþrótt
og vöxt í öðrum útf lutningi en
ferðaþjónustu. Heimilin og fyrir-
tækin hafa verið varin áföllum og
útlit er fyrir meiri hagvöxt en áður
var reiknað með.
Við Eskfirðinga og aðra segi ég:
Hlustum ekki á sundurlyndisöflin.
Full ástæða er til bjartsýni ef haldið
er áfram að fylgja efnahagsstefnu
sem Sjálfstæðisf lokkurinn hefur
góðu heilli haft forystu um síðustu
árin. Einungis þannig verður Ísland
áfram land tækifæranna. n
Stefnir í fjöldaflokka vinstristjórn?
Ragnar
Sigurðsson
skipar 4. sætið
á framboðslista
Sjálfstæðis-
f lokksins í Norð-
austurkjördæmi
Þegar
skýrslan
var loksins
birt vant
aði alveg í
hana upp
lýsingar
um tiltekn
ar fjárfest
ingar, það
er í hvaða
fyrir
tækjum og
atvinnu
greinum
útgerðar
risarnir
hafa fjár
fest í.
Ingibjörg Isaksen
oddviti Fram-
sóknarflokksins í
Norðaustur-
kjördæmi
Orkan er ein stærsta
auðlind Íslendinga og
hana þarf að nýta.
Af hverju má ekki upplýsa almenn-
ing um eignarhald stærstu útgerð-
arfyrirtækja Íslands í íslensku
atvinnulífi? Þessi spurning brennur
á mörgum nú í aðdraganda kosn-
inga vegna þess dæmalausa felu-
leiks sem stjórnvöld settu á svið í
kringum skýrslubeiðni sem við í
Viðreisn höfðum forgöngu um að
leggja fram undir lok síðasta árs.
Alþingi samþykkti einróma í des-
ember síðastliðnum beiðni mína um
að sjávarútvegsráðherra ynni skýrslu
um eignarhald 20 stærstu útgerðar-
félaganna í íslensku atvinnulífi.
Markmiðið var meðal annars að
veita almenningi mikilvægar upp-
lýsingar um hvernig hagnaði af sam-
eiginlegri auðlind þjóðarinnar hefur
verið varið og sýna ítök stórútgerðar-
innar í íslensku samfélagi í krafti nýt-
ingar hennar á fiskveiðiauðlindinni.
Nýtingar sem ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks, VG og Framsóknar ver með
kjafti og klóm að verði ótímabundin
þvert á vilja yfirgnæfandi meirihluta
almennings. Hvað þá að markaður-
inn fái að ráða verðinu fyrir aðgang
útgerðanna að auðlindinni okkar.
Þegar skýrslan var loksins birt
vantaði alveg í hana upplýsingar
um tilteknar fjárfestingar, það er
í hvaða fyrirtækjum og atvinnu-
greinum útgerðarrisarnir hafa
fjárfest í. Þar með er ekki verið að
upplýsa almenning um krosseigna-
tengsl eða ítök útgerðarinnar í til-
teknum kimum íslensks samfélags
eins og við fórum fram á, og Alþingi
samþykkti. Það er miður.
Víst má fólk vita
Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðis-
flokksins ber fyrir sig lög um per-
sónuvernd. Að samkvæmt þeim
megi almenningur ekki fá upp-
lýsingar um hvernig þeir sem hafa
auðgast gríðarlega á ótímabundnu
einkaleyfi á veiðum úr sjávarauð-
lind þjóðarinnar hafa fjárfest í fjöl-
miðlum og fasteignum, matvæla-
markaði og heilbrigðisgeiranum,
ferðaþjónustu og veitingahúsum.
Svo fátt eitt sé talið.
Hvað má almenningur ekki vita um sjávarútveginn?
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður
Viðreisnar og í 1.
sæti í Reykjavíkur-
kjördæmi suður
Staðreyndin er hins vegar sú að
þetta eru opinberar upplýsingar
þó f lækjustigið sé slíkt að það er
ekki einfalt fyrir hvern sem er að
draga þessar upplýsingar saman.
Enda gerir Persónuvernd alvar-
legar athugasemdir við skýrsluna,
ekki síst við vinnslu hennar þar sem
ekki var haft samband við Persónu-
vernd sem hefði getað leiðbeint og
leiðrétt þann „misskilning“ að allt
væri þetta mjög mikið leyndarmál.
Það sem var í skýrslunni
Þrátt fyrir þessa ótrúlegu brotalöm
á skýrslunni koma þar engu að síður
fram mikilvægar upplýsingar um að
á árunum 2017, 2018 og 2019 jukust
fjárfestingar stórútgerðarinnar í
íslensku atvinnulífi um tæpa 60
milljarða. Þetta eru upplýsingar
sem eru gefnar í bókfærðu verði
en raunverulegt verð sem byggir á
markaðsverðmæti þeirra fyrirtækja
sem er fjárfest í, er alla jafna tölu-
vert hærra. Þó svo að bara sé miðað
við bókfærða verðið þá eru árlegar
fjárfestingar í óskyldum atvinnu-
rekstri fjórfalt meiri en veiðigjöldin
sem ríkisstjórnin telur þessi sömu
útgerðarfyrirtæki ráða við að greiða
íslenskri þjóð fyrir af laheimildir,
fyrir afnot af sjávarauðlindinni. Svo
því sé til haga haldið.
Sátt um þessa mikilvægu stoð
Sjávarútvegur er ein mikilvægasta
stoð íslensks efnahagslífs. Eiginfjár-
staða sjávarútvegsfyrirtækja hefur
batnað verulega frá hrunsárunum
og stóð bókfært eigið fé þeirra í
276 milljörðum króna við lok árs
2018. Vísbendingar eru um að fjár-
festingar þeirra út fyrir sjávarút-
veginn hafi aukist í samræmi við
það. Það er jákvætt að því leyti að
það dreifir áhættu félaganna sjálfra
en þessi þróun getur að sama skapi
hæglega leitt til verulegrar uppsöfn-
unar eigna og áhrifa á fárra hendur
og dregið úr virkri samkeppni á
mörkuðum.
Smæð íslensks atvinnulífs gerir
okkur sérstaklega viðkvæm fyrir
fákeppni.
Vegna þessarar stöðu töldum við
í Viðreisn mikilvægt að upplýsingar
um eignarhluti 20 stærstu útgerð-
arfélaganna og tengdra aðila í
óskyldum atvinnurekstri hérlendis
yrðu teknar saman. Með þeim upp-
lýsingum sem við báðum um, með
stuðningi þingmanna úr f lestum
f lokkum, væri nefnilega hægt að
varpa ljósi á raunveruleg áhrif aðila
sem hafa einkaleyfi til nýtingar
fiskveiðiauðlindarinnar á íslenskt
atvinnulíf og samfélag. Við töldum
að slík skýrsla gæti orðið mikil-
vægt framlag til umræðunnar um
dreifða eignaraðild útgerðarfélaga
og skráningu þeirra á markað en
það er rétt að minna á það hér að
nýleg Gallupkönnun sýnir að tæp
77 prósent þjóðarinnar vilja að
útgerðin greiði markaðsgjald fyrir
af laheimildir.
Þeir sem verja núverandi fyrir-
komulag við greiðslu fyrir nýtingu
á sjávarauðlindinni gera það gegn
allri skynsemi, gegn allri sanngirni
– og gegn vilja yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar. Þessu ætlum við
í Viðreisn að breyta. n
10 Skoðun 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ