Fréttablaðið - 21.09.2021, Page 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Sara Lind stýrir þrýstingsmeð-
ferðadeild Stoðar. Hún segir að
margir upplifi að hafa öðlast nýtt
líf við að nota þrýstingssokka eða
annan þrýstingsfatnað. „Ein kona
sagði að hún hefði líklega verið
komin í hjólastól, ef hún hefði ekki
fengið þessa sokka,“ segir Sara, en
hún hefur fengið margar ánægju-
legar reynslusögur frá þakklátum
viðskiptavinum. „Margir hafa
einnig lýst minni verkjum og segja
að geta til hreyfinga og daglegra
starfa hafi stóraukist,“ heldur Sara
áfram.
„Þrýstingsmeðferðir eru ekki
eingöngu fyrir fólk sem hefur
undirliggjandi sjúkdóma heldur
henta þær einnig fólki sem stendur
mikið við vinnu eða fólki sem er í
mikilli kyrrstöðu. Margir þjást af
fótapirringi eða fótaóeirð, eins og
það er oft kallað, og geta þrýst-
ingsmeðferðir verið góð leið til að
vinna bug á þeim hvimleiða vanda.
Einnig hafa þrýstingsmeðferðir
hjálpað ófrískum konum sem oft
hafa tilhneigingu til að fá bjúg.
Ekki má gleyma íþróttafólkinu
og öðrum sem hreyfa sig eða
ferðast mikið, en Stoð býður upp
á íþrótta- og flugþrýstingssokka
sem geta aukið blóðflæði og flýtt
endurheimt eftir erfiðar æfingar,
löng hlaup, golf, göngur eða flug,“
segir Sara.
„Hjá Stoð fást líka sokkaífærur,
en það er hjálpartæki til að komast
í sokkana,“ heldur Sara áfram.
„Erfitt getur verið að komast í
þrýstingssokka, enda er mikilvægt
að sokkarnir veiti góðan þrýsting.
Stoð býður upp á nokkrar gerðir af
sokkaífærum, einnig fyrir fólk með
skerta hreyfifærni sem á til dæmis
erfitt með að beygja sig niður til að
klæða sig í sokka.“
Hvað er bjúgur?
Margir þekkja það að hafa bjúg,
oft í fótum og ökklum og er þetta
hvimleiður vandi þar sem þroti
eða bólga er í vefjum líkamans.
Bæði tímabundin heilsufars-
vandamál og sjúkdómar geta haft
áhrif á blóðrásar- og sogæðakerfi
líkamans og geta þessi vandamál
valdið bjúg og verkjum í útlimum.
Þrýstingsmeðferð er einföld og
gagnleg leið til að meðhöndla slík
einkenni.
Bjúgurinn stafar af vökvasöfnun
í vefjum og margt getur valdið því
að vökvi safnist þar upp. Fyrir utan
sjúkdóma getur bjúgur til dæmis
verið aukaverkun ákveðinna lyfja,
einnig getur mataræði, hreyfingar-
leysi, þröngur fatnaður og fleira
haft áhrif á bjúgmyndun í líkam-
anum.
Réttar þrýstingsmeðferðir veita
aðhald og minnka samsöfnun
blóðs í æðum og koma þannig í
veg fyrir að vökvi leki úr æðunum
og valdi bjúg. Þrýstingsmeðferðir
hafa einnig góð áhrif á sogæða-
kerfi líkamans, en sogæðakerfið er
hluti af ónæmiskerfi líkamans og
má finna sogæðar um hann allan.
Í líkamanum erum við með um
18 lítra af sogæðavökva og það er
í raun ekkert hjarta sem pumpar
þeim vökva, eins og hjartað sem
pumpar blóðinu. Til að koma
hreyfingu á sogæðavökva líkam-
ans skiptir djúpöndun og hreyfing
miklu máli, en einnig geta þrýst-
ingsmeðferðir haft mjög jákvæð
áhrif á þetta kerfi líkamans.
Hverjir þurfa á þrýstings
meðferðum að halda?
Fólk með æðahnúta, bjúg, sogæða-
bjúg, lélegt sogæðakerfi eða blá-
æðasjúkdóma og einnig þeir sem
hafa fengið blóðtappa fá mikinn
ávinning af þrýstingsmeðferðum.
Slíkar meðferðir gagnast einnig
fólki með taugasjúkdóma á borð
við MS, Parkinson, hreyfihamlaða
eða einstaklinga með hjartabilun,
Margir finna
fyrir minni
verkjum og
að geta til
hreyfinga hafi
stóraukist eftir
meðferð, segir
Sara Lind.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þrýstingssokkarnir frá MEDI eru með þrepaþrýstingi, þar sem þrýstingurinn er
mestur við ökkla en dregur svo jafnt úr þrýstingi upp legginn. MYND/AÐSEND
Þrýstingssokk-
arnir eru ein-
staklega klæði-
legir og líkjast
hefðbundnum
nælonsokkum.
MYND/AÐSEND
nýrnasjúkdóma eða þá sem eru
með þrálát fótasár. Fólki sem er að
koma úr aðgerð á fótum, til dæmis
liðskiptaaðgerð, gagnast þessi
meðferð líka. En eins og fram hefur
komið geta flestir haft not af þrýst-
ingsmeðferðum í sínu daglega lífi,
hvort sem það er íþróttafólk, fólk
sem stendur í vinnunni og kyrr-
setufólk, svo eitthvað sé nefnt.
Hentar samt ekki öllum
Við mælum ekki með að fólk með
undirliggjandi sjúkdóma á borð
við æðakölkun, útæðasjúkdóm
eða slagæðasjúkdóm noti þrýst-
ingssokka eða aðrar þrýstingsmeð-
ferðir, nema ef læknir hefur ráðlagt
slíka meðferð. Ef grunur leikur á
að ofangreindir sjúkdómar séu
að valda einkennum í útlimum,
mælum við með að fólk ráðfæri sig
við lækni áður en slíkar meðferðir
eru valdar.
Niðurgreitt af Sjúkratryggingum
Margir eiga rétt á að fá niður-
greiddar þrýstingsmeðferðir
frá Sjúkratryggingum Íslands
(SÍ). Algengast er að fólk sé með
niðurgreiðslu á fjórum pörum af
þrýstingssokkum á ári. Læknar eða
sjúkraþjálfarar þurfa að sækja um
niðurgreiðslu í upphafi, enda þurfa
þeir að ganga úr skugga um að ein-
staklingar eigi rétt á niðurgreiðslu,
en staðfesta þarf undirliggjandi
orsök einkenna með réttri sjúk-
dómsgreiningu. Stoð getur sótt um
framhald á niðurgreiðslu meðferða
ef um slíkt er að ræða.
Það getur tekið allt að fjórar
vikur að fá niðurstöðu umsóknar
frá SÍ og mælum við með að ein-
staklingar panti tíma hjá sérfræð-
ingum Stoðar eftir að beiðni hefur
verið samþykkt. Sérfræðingar
Stoðar framkvæma mælingar og
gera athuganir sem á þarf að halda
til að kanna hvort einstaklingur
þurfi hefðbundna þrýstingsmeð-
ferð eða sérhannaða. Mjög mikil-
vægt er að þrýstingsfatnaðurinn
veiti réttan þrýsting fyrir með-
ferðaraðilann. Ef um sérsaum er
að ræða eru mælingar sendar til
Þýskalands, þar sem fatnaðurinn
er svo framleiddur og tekur það
um 2-3 vikur að fá þá pöntun
afgreidda frá Stoð. Hefðbundnar
vörur fær fólk með sér heim sama
dag og mælingar fara fram.
MEDI – hágæða þrýstingssokkar
Sokkarnir frá Stoð koma frá fyrir-
tækinu MEDI sem er brautryðjandi
í framleiðslu á sjúkrasokkum og
þrýstingsfatnaði. Það sem ein-
kennir þeirra sokka sérstaklega er
hversu vel þeir lofta. 90% rakans
frá húðinni smjúga út um sokkana
og kemur þannig í veg fyrir svita
og kláða. Útlitið á sokkunum er
líka í stöðugri þróun og hefur leitt
til þess að varla er hægt að sjá mun
á sjúkrasokkum og venjulegum
sokkum.
Þrýstingssokkarnir frá MEDI
eru með þrepaþrýstingi, þannig
að þrýstingurinn er mestur við
ökklann en dregur svo jafnt úr
þrýstingi upp legginn. Þessi eigin-
leiki tryggir að vökvinn flæðir
alltaf upp á við. Þetta er mikilvægt
atriði, því þrýstingssokkar sem
hafa sama þrýsting við ökkla og
til dæmis kálfa geta þrýst vökva í
báðar áttir; upp til hjartans, eins
og á að gera eða niður í fætur, sem
skal forðast.
Þjónusta Stoðar
Í dag er Stoð með tvær verslanir,
eina í Hafnarfirði og aðra á Bílds-
höfða. Hefðbundnir þrýstings-
sokkar fást í báðum verslunum,
ásamt íþrótta- og flugsokkum.
Þrautþjálfað starfsfólk starfar í
afgreiðslu Stoðar og getur aðstoð-
að fólk sem þarf á hefðbundnum
þrýstingssokkum að halda, er að
leita eftir þrýstingssokkum fyrir
íþróttaiðkun eða fyrir flugið. Ef
um sérsaum er að ræða er best
að panta tíma hjá Söru Lind, en
sérsaumur er eingöngu í boði í
Hafnarfirði. n
Hægt er að panta tíma í mælingu
á heimasíðu Stoðar, senda póst á
saras@stod.is eða hringja í síma
Með því að
fara í þrýst
ingssokka
strax á
morgnana
kemur fólk
í veg fyrir
að það fái
bjúg í
fæturna
yfir dag
inn.
2 kynningarblað A L LT 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGUR