Fréttablaðið - 21.09.2021, Qupperneq 16
Húsið og vinnan
við að reisa það var
hræbillegt. Ég vil helst
ekki nefna töluna en hún
er vel undir verði ódýrr-
ar tveggja herbergja
íbúðar í höfuðstaðnum.
Ragnhildur Hanna
Finnbogadóttir
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg
@frettabladid.is
„Mér finnst ég hvern dag
stödd í æðislegum draumi.
Þetta er draumahúsið og allt
innanstokks og utan er eins
og ég vil hafa það; við gátum
leyft okkur það,“ segir Ragn-
hildur Hanna Finnbogadótt-
ir leikskólakennari í Vogum
á Vatnsleysuströnd.
Ragnhildur er nýflutt í höll
drauma sinna; glæsilegt einbýlis-
hús frá einingahúsaverksmiðj-
unni Tivo í Lettlandi.
„Við maðurinn minn, Rúnar
Vigfússon, tókum ákvörðun um
að f lytja til Voga fyrir tuttugu
árum síðan. Við erum bæði fædd
og uppalin á höfuðborgarsvæðinu
en þegar börnin voru orðin þrjú
þurftum við að stækka við okkur
og sáum að í Vogum gætum við
keypt einbýlishús fyrir íbúðar-
verð í bænum,“ upplýsir Ragn-
hildur.
„Hér er dásamlegt að vera og við
höfum aldrei séð eftir því að taka
þetta skref og f lytja í Voga. Því
fylgdi í raun mikill léttir, hér er
miklu minna stress en í bænum og
náungakærleikurinn allsráðandi,
hér er yndislegt að ala upp börn
og allir hjálpast að í góðu sam-
félagi þar sem allir skipta máli.“
Yndislegt að búa í Vogum
Þegar Ragnhildur og Rúnar fluttu
með börnin sín í Voga keyptu þau
gamalt hús sem þau gerðu upp
en þegar tvö af þremur börnum
þeirra voru flogin úr hreiðrinu var
kominn tími til að minnka við sig.
„Þá kom aldrei annað til greina
en að vera áfram í Vogum. Við ætl-
uðum bara að minnka við okkur
og kaupa lítið parhús, en það var
ekki til og skortur á húsnæði til
sölu í Vogum. Fólki líður svo vel
hér suður með sjó og margir sem
eru að flytja hingað úr bænum,“
greinir Ragnhildur frá.
Þau Rúnar seldu fljótt gamla
húsið sitt og þurftu að hafa hraðar
hendur með framtíðarhúsnæði.
„Við gátum ekki beðið lengi
og fluttum inn á tengdaforeldra
okkar í millitíðinni á meðan nýja
húsið reis. Þegar upp var staðið
minnkuðum við ekki við okkur
nema um níu fermetra. Við sáum
fallegt einingahús rísa við sömu
götu og nýja húsið okkar stendur
nú við og leist afar vel á; þetta var
ódýr kostur og innflytjandinn,
Verslunarfélagið Emerald, bauð
upp á flottar lausnir, svo við
ákváðum að kaupa okkur lóð og
byggja einingahús sem uppfyllti
okkar óskir og drauma,“ segir
Ragnhildur.
Sér gosið út um eldhúsgluggann í draumahúsinu
Í stórri stofunni er bjart, hátt til lofts og vítt til veggja. Framkvæmdir hófust í byrjun febrúar og nú er einungis vinna utanhúss eftir.
Í nýja húsinu
er eldhúsið í
mestu dálæti
hjá Ragnhildi
Hönnu. Það er
stórt og rúm-
gott, með nægu
vinnuplássi
fyrir bakstur
og matargerð,
og umfram allt
fallegri umgjörð
sem umvefur
stórfjölskyld-
una.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Baðherbergið er einstaklega hlýlegt og glæsilegt.
hjálpaði okkur mikið við húsbygg-
inguna og benti á hvað við gætum
gert sjálf í frágangi hússins, ef við
vildum. Það er skemmtileg stemn-
ing og upplifun að gera þetta sjálfur,
þótt ég sé ekki viss um að langa til
að gera það aftur. Húsbyggingum
fylgja ótal handtök sem maður gerir
sér ekki grein fyrir í byrjun, og alls
konar byggingarreglugerðir sem
ekki má hvika frá í nýbyggingum.“
Sterkbyggð og vel einangruð hús
Þessa dagana eru Ragnhildur og
Rúnar að koma sér fyrir í drauma-
húsinu, sem er nánast fullbúið.
„Það er óneitanlega stór kostur
að geta eignast nýtt hús og heimili
á jafn skömmum tíma. Ég er ekki
viss um að hlutirnir hefðu gerst
svona hratt ef við hefðum farið
hefðbundna leið og látið steypa
nýtt einbýlishús,“ segir Ragnhildur,
sæl í draumahúsinu sínu.
„Þetta eru sterkbyggð hús sem
þola íslenska veðráttu, vel einangr-
uð og byggð samkvæmt ströngum,
íslenskum byggingarstöðlum. Ef
slíkt væri ekki fyrir hendi fengist
ekki leyfi til að byggja þessi hús
hér á landi og byggingarstjórinn
setti ekki nafn sitt né ábyrgð við
það,“ segir Ragnhildur.
Lettar kunna húsagerðarlist vel
Nýja húsið Ragnhildar og Rúnars er
191 fermetri að stærð.
„Húsbyggingin tók ótrúlega
stuttan tíma. Framkvæmdir hófust
5. febrúar og í byrjun maí fluttum
við inn í þrjú herbergi. Steyptur var
húsgrunnur og menn frá Lettlandi
komu til að reisa húsið og setja í það
glugga, úti- og innihurðir. Vinnu-
brögðin voru fumlaus og vönduð og
ljóst að Lettarnir kunna þetta upp
á tíu, enda eru þeir nú að byggja
þriðja Tivo-húsið í götunni okkar.
Þetta eru glæsileg og sterkbyggð
hús og mikill kostur að kaupendur
geta teiknað húsið sitt sjálfir, útlit
þess, innra skipulag og allt sem vill.
Svo taka við arkitektar og verkfræð-
ingar, sem Emerald hefur á sínum
snærum, að fullvinna teikningar,
reikna út burðarþol og fleira sem
þarf,“ útskýrir Ragnhildur.
Unnið var út frá teikningu
sem Emerald átti og var breytt að
þörfum hjónanna.
„Við vorum líka með íslenskan
byggingarstjóra sem sá um alla
aðra iðnaðarmenn, rafvirkja, pípu-
lagningamenn og múrara. Hann
Lóðina keyptu þau í nýju hverfi á
vegum sveitarfélagsins í Vogum.
„Við vorum heppin að fá eina af
síðustu lóðunum í nýju hverfi, en
hér eru nýjar lóðir mun ódýrari en
á höfuðborgarsvæðinu. Við borg-
uðum sex milljónir fyrir lóðina en
sambærilegar lóðir í bænum kosta
20 milljónir,“ upplýsir Ragnhildur,
en vegna vinsælda Voga hafa
lóðir verið af skornum skammti.
„Í undirbúningi er nýtt hverfi í
skipulagi Voga en það er í eigu
einkaaðila en ekki sveitarfélagsins
og aðallega selt til verktaka, allt að
2.000 manna byggð.“
Húsið frá Tivo og vinnan við að
reisa það var hræbillegt, eins og
Ragnhildur orðar það.
„Ég vil helst ekki nefna töluna
en hún er vel undir verði ódýrrar
tveggja herbergja íbúðar í höfuð-
staðnum. Innfalið var hús með
gluggum og hurðum, og vinna við
uppsetningu þess. Því fylgdi fæði
og húsnæði fyrir smiðina frá Lett-
landi, og var alls ekki hár kostn-
aður þegar á heildina er litið.“
Spennandi garðrækt fram undan
Þau hjónin eru ein í nýja kotinu, en
einn sona þeirra er enn með annan
fótinn heima.
„Það fer ákaflega vel um okkur
og í raun er allt tilbúið fyrir utan
smotterí sem við bíðum eftir frá
Ikea í eldhúsinnréttinguna. Nú
erum við í frágangi á lóðinni og svo
tekur við að rækta upp garðinn.
Við vorum með yndislegan garð
við gamla húsið, en okkar helsta
áhugamál er einmitt garðrækt og
við erum spennt fyrir því,“ segir
Ragnhildur, þar sem hún horfir
dreymin út um eldhúsgluggann.
„Ég er ánægðust með eldhúsið,
sem ég vildi hafa stórt með góðri
vinnuaðstöðu og nægu plássi fyrir
stórfjölskylduna. Alrýmið er líka
dásamlegt og býður upp á skemmti-
legar samverustundir með börnum
og barnabörnum. Það er það sem
við vildum. Þá er staðsetningin
algjörlega frábær og við sjáum gosið
út um eldhúsgluggann.“ n
STERKARI
EININGAHÚS
www.steypustodin.is
4 kynningarblað 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGUREININGAHÚS