Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2021, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.09.2021, Qupperneq 28
Fjöldi Svansvottaðra bygginga hefur þrefaldast á Norðurlöndun- um síðustu þrjú ár, að því er segir á heimasíðu Svansins. „Á Norður- löndunum eru nú hátt í 50.000 Svansvottaðar íbúðir, einbýlishús eða skólar sem eru annað hvort tilbúin eða í byggingu. „Svans- vottaðar byggingar njóta aukinna vinsælda á Norðurlöndunum og á Íslandi. Í dag eru um 18.000 Svans- vottaðar byggingar á Norðurlönd- unum og um 31.000 til viðbótar í byggingu. Á Íslandi hefur mála- flokkurinn líka stækkað mjög hratt síðustu misseri og mörg stór verkefni í farvatninu.“ Á heimasíðu Umhverfisstofn- unar segir að með Svansvottuðu húsnæði sé unnið markvisst að því að minnka umhverfisáhrif í byggingargeiranum. Í vistvænum húsum er krafa um lága orku- notkun og rík áhersla á örugg og umhverfisvæn byggingarefni. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á fram- kvæmdatíma sem og þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun. Kröfurnar ná einn- ig til gæðastjórnunar á verkstað, en skýr stýring á umhverfisþáttum og gæðastjórnun helst oft í hendur. n Hvað er hægt að votta n Einbýli, par-, rað- og fjölbýlishús n Leik- og grunnskólabyggingar n Þjónustuíbúðir n Sumarbústaði Aukinn áhugi á vistvænum húsum Falleg vistvæn hús hafa risið í Urriðaholti í Garðabæ. Hér stendur yurt eitt við Chatyr Kul í Than Shan-fjöllunum í Kirgistan. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fyrstu einingahús mannkyns- sögunnar má hæglega rekja aftur til hefðbundinna tjaldhýsa líkt og þeirra sem Inúítar og hirðingja- þjóðir í Mið-Asíu reistu til forna. Yurt-tjaldhýsin eiga uppruna sinn að rekja til Mið-Asíu og enn í dag býr stór hluti Mongóla í yurt. Húsin kallast ger á mongólsku, sem merkir heima eða heimili, en yurt á rússnesku. Yurt-tjaldhýsin eru hringlaga með keilulaga þaki. Þau voru oftast úr efnum úr umhverfinu. Í hefð- bundnum yurt-húsum saman- standa veggirnir af nokkrum einingum sem er raðað saman í hring. Í hverri einingu er viðar- eða bambuslengjum raðað saman í tíglamynstur. Veggeiningarnar kallast khana og má draga saman eins og harmonikku ef þarf að flytja húsið. Þá tekur allt frá 30 mínútum upp í þrjá klukkutíma að setja upp yurt. Hringlaga form gerir húsin þolin fyrir vindi og lagið gerir þau einföld að hita upp eða kæla eftir þörfum. Þak- toppurinn er oftast opinn eða með glugga til þess að beina ljósi inn í bygginguna. Svo voru húsin oftast sveipuð þæfðu ullarefni af kindum eða geitum. Í hefðbundnum yurt- húsum er oft viðararinn í miðjunni og strompur stendur upp úr miðju þakinu. Fyrstu rituðu heimildir um þessi sérkennilegu færanlegu hús komu frá gríska sagnfræðingnum Heród- ótusi. Lýsing hans á tjaldhýsum Skýþa minna þannig á yurt-húsin í dag. Skýþar voru hirðingjaþjóð sem hélt til norðan við Svartahaf og í Mið-Asíu frá 600 f.kr.-300 e.kr. Árið 1978 varð bandaríska fyrirtækið Pacific Yurts fyrst til þess að framleiða yurt-byggingar með nútímaaðferðum og þykkum tauefnum. Fyrirtækið ruddi leiðina fyrir vinsældir yurt-húsa sem gististaða á skíðasvæðum og tjaldstæðum. Yurt-tjaldhúsin hafa verið að ryðja sér til rúms upp á síðkastið og eru nú vinsæl víða í Bandaríkjunum og Kanada. n Ævagömul einingahús Hér má sjá inn í yurt í Kasakstan. VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVARAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is ALVÖRU VERKFÆRI 190 EITT RAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI 8 kynningarblað 21. september 2021 ÞRIÐJUDAGUREININGAHÚS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.