Morgunblaðið - 31.05.2021, Page 1

Morgunblaðið - 31.05.2021, Page 1
Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Hátt í þrjátíu farþegaflugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli um helgina og var þetta ein annasamasta helgi frá upphafi heimsfaraldursins á vellin- um. „Þetta hefur gengið mjög vel fyrir sig en þegar fjöldinn er svona mikill þá lengist aðeins biðtíminn hjá far- þegum til að komast í gegnum vott- orðaskoðun og sýnatöku. Það má segja að þetta hafi verið annasam- asta helgi frá því faraldurinn byrj- aði,“ segir Arngrímur Guðmunds- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suð- urnesjum. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa fjölgun farþega á flugvellinum og hefur verið mjög gleðilegt að fylgjast með því síðustu daga,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann talar um bjarta tíma fram undan á Keflavíkurflugvelli og að spár geri ráð fyrir að allt að tutt- ugu flugfélög muni vera með starf- semi á vellinum í sumar. Gefa í á öllum vígstöðvum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að allt hafi gengið vel í sýnatök- um og vottorðaskoðun á vellinum um helgina. Heilsugæslan hafi bætt í á öllum vígstöðvum, búið sé að bæta við aðstöðuna á flugvellinum og nú sé verið að þjálfa upp nýtt starfsfólk. Alls eru nú 17 borð í komusalnum þar sem vottorð eru lesin. Búið er að færa sýnatökuna út á bílaplan í gáma og þar eru 24 básar fyrir sýnatöku. Ekki er búið að mæla afkastagetuna á hverjum klukkutíma en Ragnheið- ur segir að hún ætti að verða tölu- vert meiri eftir breytingarnar. „Það er þó ljóst að þegar margar vélar koma á sama tíma, eins og síð- degis, þá lengjast raðirnar,“ segir Ragnheiður. Fólk sé líka komið með farangurinn í hendurnar þegar það er komið út í sýnatökuna og því get- ur hún tekið aðeins lengri tíma. Handahófskennd boðun hefst Þessu fyrirkomulagi verður haldið þangað til Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir tekur ákvörðun um annað. Allir sem koma til landsins þurfa að fara í sýnatöku, sama þótt þeir sýni fram á vottorð um bólu- setningu eða fyrra smit. Ragnheiður segir að eins sé verið að bæta við starfsfólki á Suðurlands- braut, þar sem farþegar fara í seinni sýnatöku eftir sóttkví. Reynslan nú um helgina hafi sýnt að afkastagetan þurfi að vera meiri. Frá og með deginum í dag, 31. maí, fellur brott regla sem skyldar fólk frá skilgreindum hááhættu- svæðum til að dvelja í sóttvarnahúsi meðan á sóttkví stendur. Hér eftir þurfa aðeins þau að dvelja í sótt- varnahúsi, sem ekki hafa aðstöðu til að vera í heimasóttkví. Handahófskennd boðun í bólu- setningar mun hefjast hjá Heilsu- gæslunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni þegar búið verður að tæma forgangslista. Mestu annir frá upphafi faraldurs - Hátt í þrjátíu farþegavélar komu til landsins um helgina - Allt að tuttugu flugfélög með starfsemi á Keflavíkurflugvelli í sumar - Starfsfólki fjölgað verulega í sýnatöku á vellinum og Suðurlandsbraut MDregið handahófskennt … »2 M Á N U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 126. tölublað . 109. árgangur . Bókaðu borgarferð í haust og byrjaðu að telja niður dagana. NÝ BÓKABÚÐ SPRETTUR UPP Á LAUGAVEGI NETANJAHÚ RIÐAR TIL FALLS SKORUÐU MARK GEGN MEXÍKÓ EN ÞAÐ DUGÐI EKKI ÍSRAEL 16 LANDSLEIKUR 26ARI GÍSLI 4 Minning Páls Ólafssonar skálds var heiðruð í Hólavalla- garði í gær í fjölmennri athöfn. Leiði Páls og konu hans, Ragnhildar Björnsdóttur, hafði verið týnt í áratugi þeg- ar það fannst í fyrra. Hér sést Hákon Óskarsson líffræð- ingur heiðra skáldið með viskíi. Ágúst H. Bjarnason, skipuleggjandi athafnarinnar, fylgist með. » 6 Morgunblaðið/Sigurður Unnar Stórskáld heiðrað með viskídreitli segir Tómas Þór. Faraldurinn hafi leikið þar hlutverk. Skurðlæknar látið af störfum „Valaðgerðum var frestað mikið á síðasta ári og við vorum meira og minna að taka frekar bráðaaðgerðir í forgang,“ segir hann og bætir við að frestun aðgerða megi helst rekja til þess að pláss vanti á gjörgæsludeild. Þá þurfi einnig að takast á við af- leiðingar þess að tveir hjartaskurð- læknar hafi látið af störfum síðast- liðið ár. „Eftir þetta myndast ákveðið bil þar sem er vöntun á hjartaskurð- læknum. Við erum að vona að þeir skili sér heim sem hafa lært úti. Það breytir miklu fyrir litlar sérgreinar að missa tvo færa lækna á stuttum tíma. Það er eitthvað sem við höfum þurft að bregðast við.“ Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Þurft hefur að fresta skurðaðgerð- um á Landspítalanum vegna mann- eklu sem má meðal annars rekja til styttingar vinnuvikunnar. Aðgerð- um til leiðréttingar á holbrjósti hefur helst verið frestað en slíkar ráðstaf- anir hafa þá stafað af undirmönnun og plássleysi á gjörgæsludeild. Hjartaskurðlækna hefur skort síð- astliðið ár og þeim fækkað úr fjórum í tvo á Landspítalanum. Þetta segja Karl Andersen, for- stöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, og Tómas Þór Krist- jánsson, yfirlæknir hjarta- og skurð- lækninga á Landspítalanum. Einni skurðstofu hefur að auki verið lokað vegna mönnunarvanda. „Það hefur verið ákveðin frestun á vissum aðgerðum sem tengist þessu en það er allt á réttri leið núna,“ Skurðaðgerðum frestað á LSH - Stytting vinnuviku á meðal ástæðna MMannekla vegna styttingar ... »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.