Morgunblaðið - 31.05.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
• Verð frá: 250.000 m/vsk.
• Stærðir 3-600 persónueiningar
• Ekkert rafmagn
• Meira en 2ja þrepa hreinsun
• Verð frá 510.000 m/vsk.
• Stærðir 3-1500 persónueiningar
• Rafræn vöktun (valkvæmt)
• Getur hreinsað eColi allt að 99,9%
INNIFALIÐ Í VERÐI
ANAEROBIX HREINSIVIRKI
með síu yfir 90% hreinsun
ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ
allt að 99% hreinsun
• Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald
• Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl.
• Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil
• Mikið pláss fyrir seyru
• CE vottað
• Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum
svæðum t.d við Þingvallavatn
• Afhending á verkstað innan
100km frá Reykjavík
• Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi
komist óhindrað út í jarðveg
„Þetta er gríðarleg viðurkenning,“
segir Bergsveinn Birgisson, rithöf-
undur og doktor í norrænum fræð-
um frá Háskólanum í Bergen í Nor-
egi, en Bergsveini veittust á
föstudaginn fræðibókaverðlaun
bóksala, Bokhandelens sakprosa-
pris 2021, á Norsku bókmenntahá-
tíðinni í Lillehammer, eða Norsk
Litteraturfestival, sem er stærsta
bókmenntahátíð Skandinavíu og
einnig kennd við hina ástsælu
norsku skáldkonu Sigrid Undset,
Nóbelsverðlaunahafa í bók-
menntum árið 1928.
Verðlaunin veita Samtök norskra
bóksala, Bokhandlerforeningen, og
Samtök höfunda og þýðenda fag-
bókmennta, eða Norsk faglitterær
forfatter- og oversetterforening, en
Bergsveini hlotnuðust verðlaunin
fyrir bók sína Mannen fra midde-
lalderen, Maðurinn frá miðöldum,
sem fjallar um fyrsta sagnaritara
Noregs sögu, Íslendinginn og hand-
ritasafnarann Þormóð Torfason,
sem Bergsveinn segir algjörlega
gleymdan.
Hlaut tæpa milljón króna
Til að gera nánari grein fyrir
verðlaununum og staðfæra þau ör-
lítið segir Bergsveinn að væru þessi
verðlaun veitt á Íslandi kæmu þau
líkast til frá íslenskum bóksölum og
Hagþenki, félagi höfunda fræðirita
og kennslugagna. Milli átta og níu
hundruð fræðirit koma út ár hvert í
Noregi og vinnur dómnefnd verð-
launanna að því að velja úr þeim
potti höfund sem hlýtur verðlaunin,
50.000 norskar krónur, um 750.000
íslenskar. Ítarlegt viðtal við Berg-
svein má finna á mbl.is.
Ljósmynd/Tiril Broch Aakre
Noregur Bergsveinn og Christin Kramprud, frá Félagi norskra bóksala.
Hlaut verðlaun í
flokki fræðirita
- Bergsveinn verðlaunaður í Noregi
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Nýr bautasteinn á leiði Páls Ólafs-
sonar skálds og Ragnhildar Björns-
dóttur, konu hans, var afhjúpaður
með viðhöfn í Hólavallagarði í gær.
Tugir voru við athöfnina sem heppn-
aðist afar vel þrátt fyrir leiðinda-
veður, að sögn Heimis Janusarsonar
umsjónarmanns.
Áratugum saman var ekki vitað
hvar hjónin höfðu verið grafin, en
með hjálp nýjustu tækni fundust
jarðneskar leifar þeirra í fyrra.
Heimir útskýrir fyrir Morgun-
blaðinu að Páll hafi verið grafinn í
ferningslaga kistu og því færi ekki á
milli mála, þegar kistan fyndist, hver
í henni lægi. Við hlið þeirrar kistu
liggur svo hefðbundnari kista, þar
sem hvílir Ragnhildur Björnsdóttir.
Tilefni til að fagna
Ágúst H. Bjarnason er langafa-
barn Jóns Ólafssonar, þingmanns og
hálfbróður Páls. Hann stóð fyrir at-
höfninni í gær og sagði við Morgun-
blaðið að hann væri hæstánægður
með hvernig til tókst. Áralangri leit
að leiði þeirra hjóna væri nú lokið og
því tilefni til fagnaðarstundar.
„Ég er alinn upp við ljóð Páls og
kann þau því flest, frá því ég var
bara smástrákur. Þannig að hann er
búinn að vera mér hjartakær í öll
þessi ár, rúm sjötíu ár,“ segir Ágúst.
Hann segir að um 50-60 manns hafi
verið við athöfnina. „Það sýnir bara
hvað hann hefur sterk ítök hjá fólki
og hefur haft öll þessi ár með ljóðum
sínum.“
Það kom í hlut Ásdísar Kalman,
langafabarns Páls sjálfs, að afhjúpa
nýja bautasteininn. Þá stýrðu Oddur
Sigurðsson og Gunnar Guttormsson
samsöng. Sungin voru kvæðin Lóan
er komin, Hríslan og lækurinn og
Sumarkveðja. Ágúst rakti svo ævi
Páls í stuttu máli.
Stórskáld og húmoristi
Páll Ólafsson skáld fæddist 8.
mars 1827 og ólst upp á Kolfreyju-
stað í Fáskrúðsfirði, sonur Ólafs
Indriðasonar, prests og skálds á
Kolfreyjustað, og fyrri konu hans,
Þórunnar Einarsdóttur húsfreyju.
Páll stundaði heimanám hjá föður
sínum og var við nám einn vetur hjá
Sigurði Gunnarssyni í Vallanesi.
Hann var umboðsmaður þjóðjarða í
Múlaþingi og bóndi, lengst af á Hall-
freðarstöðum en bjó auk þess á Eyj-
ólfsstöðum í tvö ár og í Nesi. Hann
var alþingismaður Norðmýlinga
1867, 1873 og 1874-75 er hann sagði
af sér þingmennsku.
Páll var glaðsinna glæsimenni,
annálaður hestamaður og höfðingi
heim að sækja. Hann var húmoristi
og án efa eitt af öndvegisskáldum 19.
aldar enda átti hann einstaklega létt
með að yrkja: „Óðar en ég andann
dreg, oft er vísan búin.“ Kviðlingar
hans eru leiftrandi og leikandi léttir
þar sem rím, stuðlar og höfuðstafir
leggjast eins og af sjálfu sér á sína
staði í tilgerðarlausu töluðu máli.
Árið 1880 kvæntist Páll Ragnhildi,
dóttur Björns Skúlasonar sem var
áhugamaður um skáldskap eins og
Páll og besti vinur hans. Ragnhildur
var sextán árum yngri en Páll og
voru þau byrjuð að draga sig saman
þó nokkru áður en fyrri kona Páls
lést. Til Ragnhildar orti Páll eldheit
ástarljóð en mörg þeirra fundust
fyrir rúmum þrjátíu árum.
Páll lést á Þorláksmessu 1905.
Skáldið sem orti um lóuna heiðrað
- Nýr bautasteinn á leiði Páls Ólafssonar skálds var afhjúpaður í gær í Hólavallagarði - Leiðið
hafði verið týnt áratugum saman - Jarðaður í ferningslaga kistu sem fannst með ratsjártækni
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Hólavallagarður Nýi bautasteinninn sem var afhjúpaður í gær á leiði Páls og konu hans.
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Aðdáendur Um og yfir 50 manns sóttu athöfnina og voru allir alsælir, þrátt fyrir leiðindaveður.