Morgunblaðið - 31.05.2021, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
skatturinn@skatturinn.is
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Niðurstaða álagningar
er nú aðgengileg á
þjónustuvefnum skattur.is
Barnabætur, sérstakur barnabótaauki, vaxtabætur
og inneignir verða greiddar út 1. júní.
Upplýsingar um greiðslustöðu veitir Skatturinn
og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
Kærufresti lýkur 31. ágúst 2021.
Álagningu skatta á
einstaklinga er lokið
skattur.is
Sími 442 1414 vegna upplýsinga um álagningu.
Sími 442 1000 vegna almennra fyrirspurna og innheimtu.
Álfur brugghús hlaut um helgina silfur-
verðlaun í alþjóðlegu bjórsamkeppninni
Barcelona Beer Festival fyrir belgíska hvít-
ölið Búálf. Er þetta fyrsta keppnin sem Álf-
ur tekur þátt í utan landsteinanna en mörg
hundruð brugghús tóku þátt í keppninni og
tefldu fram um 1.700 bjórum.
„Við erum í skýjunum yfir þessu. Álfur er
ekki nema tveggja ára gamalt brugghús og
það skemmtilega er að við erum að brugga
úr íslenskum kartöflum,“ segir Haukur
Scott Hjaltalin, einn stofnenda Álfs, í sam-
tali við Morgunblaðið. Um er að ræða sam-
vinnuverkefni við Þykkvabæ þar sem notuð
er sterkja úr kartöflum, sem annars hefðu
farið til spillis, og ger frá Belgíu.
„Þetta er mun sjálfbærara en margur ann-
ar bjór,“ segir hann.
Seldur í ÁTVR frá árinu 2019
Besti bjórinn var valinn með svokallaðri
blindri smökkun svo það var einungis bragð-
ið sem skipti máli. Búálfur er belgískur
hveitibjór og er jafnframt söluhæsti bjór
Álfs. Hann hefur verið seldur í verslunum
ÁTVR síðan í febrúar 2019 en til stendur að
tvöfalda eða jafnvel þrefalda framleiðsluna
að sögn Hauks.
„Það góða við að hafa unnið er að þetta
er staðfesting á því að þó við séum að gera
eitthvað öðruvísi og nýtt, þá erum við að
gera mjög góða hluti. Nú eru stór áform í
gangi og ég er einmitt að fara að brugga
þennan bjór á morgun [í dag]. Hann er að
verða uppseldur,“ segir Haukur léttur í
bragði.
Ljósmynd/Aðsend
Sigurvegari Haukur er ánægður með árang-
urinn. Hveitibjórinn Búálfur bar sigur úr být-
um í alþjóðlegri bjórsamkeppni í Barcelona.
Búálfur fékk silfur í bjórkeppni
- Belgíska hvítölið Búálfur fékk silfur á Bjórhátíðinni í Barcelona
- Bruggað með belgísku geri og íslenskum kartöflum frá Þykkvabæ
Alls hafa 215.828 Íslendingar sótt
sína ferðagjöf en 31.265 látið það
hjá líða. Ferðagjöf sem gefin var út
síðasta vor rennur út á morgun.
Sama dag verður hægt að sækja
nýja ferðagjöf, sem gildir til og með
31. ágúst 2021, að fjárhæð 5.000
krónur.
„Við lítum þetta jákvæðum aug-
um og teljum að þetta hafi virkað
sem hvatning fyrir fólk til að
ferðast innanlands. Samt sáum við
náttúrlega að það voru önnur fyrir-
tæki en til var ætlast sem fengu
hluta af þessari ferðagjöf,“ segir
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Flestir nýttu ferðagjöfina í Fly-
over Iceland, fyrir samtals 48 millj-
ónir. Næstflestir nýttu hana hjá Ol-
íuverslun Íslands ehf., fyrir 35
milljónir, og þar á eftir á þjón-
ustustöðvum N1, Íslandshótelum og
KFC. Samtals voru leystar út ferða-
gjafir að andvirði 47 milljóna hjá
tveimur skyndibitastöðum, KFC og
Pizza-Pizza ehf.
Alls voru 26 milljónir leystar út
hjá Bláa lóninu ehf., 25 milljónir hjá
Flugleiðahótelum hf. (e. Icelandair
Hotels), 24 milljónir hjá Flugfélagi
Íslands og 17 milljónir hjá Tix
miðasölu ehf. Alls hafa ferðagjafir
verið sóttar að andvirði 287 milljóna
króna.
Mest sótt innan borgarinnar
Flestir sóttu ferðagjafir á höfuð-
borgarsvæðinu, fyrir 338 milljónir,
næstflestir hjá landsdekkandi fyr-
irtækjum (174 m.kr.) en þar á eftir
kemur Suðurlandið þar sem ferða-
gjafir voru nýttar fyrir 132 millj-
ónir. Fæstir nýttu sér ferðagjöfina
á hálendinu en þar voru leystar út
ferðagjafir fyrir rétt rúmlega 200
þúsund krónur.
„Það er mjög jákvætt að það hafi
verið haldið áfram með ferðagjöfina
og það er kannski rétt að hvetja
fólk til að nýta hana hjá ferðaþjón-
ustufyrirtækjum. Það er tilgang-
urinn,“ segir Bjarnheiður.
Mortunblaðið/Sisi
Ferðagjöf Flestir nýttu hana í
ferðahermi hjá Flyover Iceland.
31 þúsund
nýttu ekki
ferðagjöfina
- Flestir nýttu
ferðagjöfina í
Flyover Iceland