Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 515
1
tímapantan
ir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
STUTT
● Gengi bitcoin og annarra rafmynta
leitaði niður á við seinni hluta síðustu
viku en rétti ögn úr kútnum á sunnudag.
Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um
varð mikið verðhrun á rafmyntamarkaði
eftir 12. maí og náði verð bæði bitcoin og
ethereum botni í byrjun liðinnar viku. Raf-
myntirnar styrktust framan af vikunni en
tóku að veikjast á ný á fimmtudag.
Samkvæmt gengisskráningu Coin-
desk kostaði bitcoin 36.168 dali á
sunnudagskvöld og ethereum 2.455
dali. Það sem af er þessu ári hefur verð
bitcoin hækkað um tæplega 24% en -
ethereum styrkst um 229%. ai@mbl.is
Verð bitcoin sveiflast
Uppátækjasamir áhugafjárfestar
eru aftur komnir á kreik á banda-
rískum hlutabréfamarkaði og tókst
í liðinni viku að ýta hlutabréfaverði
bandarísku kvikmyndahúsakeðj-
unnar AMC upp um allt að 119%.
Eru viðskiptin svipaðs eðlis og
þegar hópur áhugafjárfesta, sem
ráða ráðum sínum á spjallsvæðinu
WallStreetBets á vefnum Reddit,
tók höndum saman um það fyrr á
árinu að ýta upp hlutabréfaverði
tölvuleikjasalans GameStop með
það fyrir augum að gera skortsöl-
um grikk.
AMC hefur verið skotmark
skortsala enda hefur samkeppni
streymisþjónusta við kvikmynda-
hús farið vaxandi og rekstur fé-
lagsins mjög erfiður í kórónuvei-
rufaraldrinum. Þökk sé
samræmdum aðgerðum áhugafjár-
festa tók hlutabréfaverð AMC hins
vegar kipp í lok janúar, aftur í
mars og enn eina ferðina núna í
maí. Kostar hluturinn í AMC nú
um 25,6 dali og hefur ekki verið
dýrari síðan í ársbyrjun 2017.
Lægst fór hlutabréfaverð AMC ná-
lægt 2 dölum í kringum síðustu
áramót. Er áætlað að skortsalar
hafi tapað um 1,3 milljörðum dala á
verðhækkun síðustu viku en um
20% af öllum hlutabréfum AMC
eru bundin í skortsölusamningum.
MarketWatch bendir á að áhuga-
fjárfestarnir séu að beina sjónum
sínum að fleiri fyrirtækjum um
þessar mundir. Þannig hafi hluta-
bréfaverð GameStop hækkað um
49% í síðustu viku og hlutabréf
gervi-kjötframleiðandans Beyond
Meat hækkað um 32% á sama tíma.
Það er ekki víst að uppátæki
Reddit-fjárfestanna geti bjargað
AMC frá erfiðum rekstrarvanda en
fréttastofa CNBC bendir á að líkt
og önnur kvikmyndahús hafi tekjur
félagsins gufað upp í faraldrinum
og aðsókn þurfi að vera með besta
móti á komandi mánuðum ef á að
takast að snúa rekstrinum við.
Kvikmyndahúsakeðjan endaði síð-
asta ársfjórðung með um það bil
milljarð dala aflögu til að halda
starfseminni gangandi og ætti það
að duga félaginu út árið 2022 en
erfitt verður að koma tekjuhliðinni
í samt horf vegna fjöldatakmark-
ana í kvikmyndahúsum og mögu-
legrar tregðu almennings til að
fara í bíó. Þá hafa streymisveit-
urnar sótt í sig veðrið í faraldr-
inum og þeim m.a. tekist að semja
um að frumsýna nýjar kvikmyndir
á sama tíma og kvikmyndahúsin.
ai@mbl.is
AFP
Grallarar Kvikmyndahús AMC á Broadway. Skortsalar töpuðu 1,3 millj-
örðum dala á hækkuninni sem Reddit-fjárfestar framkölluðu í síðustu viku.
Brask og brall á bandarísk-
um hlutabréfamarkaði
- Kvikmyndahúsakeðjan AMC uppáhald fjárfesta á Reddit
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Greina má æ fleiri merki um verð-
bólgu í hagkerfi Bandaríkjanna og
hafa ákveðnir vöruflokkar hækkað
mikið í verði á skömum tíma.
Sem dæmi birti bandaríska stór-
verslanakeðjan Costco ársfjórðungs-
uppgjör á fimmtudag þar sem stjórn-
endur félagsins beindu kastljósinu að
þeim verðbólguþrýstingi sem fyrir-
tækið stendur frammi fyrir. Benda
þeir á að bara á undanförnum mánuði
hafi t.d. verð á kjöti hækkað um 20%
og hækkandi launa- og flutnings-
kostnaður geri fyrirtækinu lífið leitt.
Til að bæta gráu ofan á svart eiga
sumir framleiðendur erfitt með að
standa við gerðar pantanir, t.d. vegna
áhrifa vonskuveðurs í ríkjunum næst
Mexíkóflóa og vegna hækkandi hrá-
vöruverðs. Bendir bókhald Costco til
þess að verðbólga á ársgrundvelli hafi
verið um 1-1,5% í mars en sé núna
komin upp í 2,5-3,5%, að því er Wall
Street Journal greinir frá.
Á föstudag birti bandaríska við-
skiptaráðuneytið nýjar tölur sem
benda til 3,1% verðbólgu á ársgrund-
velli til og með apríl síðastliðnum og
er það, að sögn Reuters, ögn umfram
spár markaðsgreinenda sem væntu
þess að verðbólga myndi mælast
2,9%.
Neytendur vænta dýrtíðar
Þá bendir nýleg könnun Michigan-
háskóla til þess að neytendur reikni
með töluverðri verðbólgu á komandi
mánuðum. Leiddi könnun háskólans í
ljós að í maí bjóst hinn almenni neyt-
andi við 4,6% verðbólgu og er það
nokkru hærra en fyrir mánuði þegar
sama úrtak spáði 3,4% verðbólgu.
Gætu væntingar neytenda orðið til
þess að þeir sýni meiri aðhaldssemi
en ella þegar kemur að útgjöldum
heimilanna. Er þó ekki heldur hægt
að útiloka að væntingar um háa verð-
bólgu hafi í staðinn þau áhrif að auka
eftirspurn í ákveðnum vöruflokkum
enda vilji fólk t.d. kaupa raftæki og
bíla fyrr en seinna ef búast má við
hækkandi verði eftir því sem líður á
árið.
Í því sambandi er rétt að nefna að í
faraldrinum jókst sparifé banda-
rískra heimila um 2.300 milljarða dala
umfram það sem þau eiga sparað í
meðalárferði og svo að kaupgeta
Bandaríkjamanna ætti að vera prýði-
leg um þessar mundir. Er því mögu-
legt að ótti almennings við frekari
verðhækkanir örvi eftirspurn til
skemmri tíma og auki þannig verð-
bólguþrýstinginn.
Flýta jólapöntunum
Þessu tengt hafa margar banda-
rískar verslanir ákveðið að bæta við
vörupantanir sínar til að reyna að
tryggja nægilegt framboð yfir jóla-
vertíðina. Vitnar FT í nýja könnun
sem gerð var á vegum manntalsstofu
Bandaríkjanna sem leiddi í ljós að í
mars var birgðastaða smásöluversl-
ana sem hlutfall af sölu með lægsta
móti og hefur ekki mælst lægri síðan
árið 1992. Lág birgðastaða þýðir að
mjög lítið svigrúm er hjá seljendum
til að bregðast við kippum í eftir-
spurn. Er skýringin m.a. sú að að-
fangakeðjur hafa átt erfitt með að að-
lagast vaxandi eftirspurn og víða hafa
myndast flöskuhálsar sem hægja á af-
hendingu vara. Þannig hefur t.d. við-
snúningstími gáma sem berast til
Bandaríkjanna tvöfaldast á skömm-
um tíma og má í dag reikna með að 50
dagar líði frá því gámur kemur í
bandaríska höfn með erlendan varn-
ing og þar til hann er sendur aftur úr
landi. Er munurinn á framboði og eft-
irspurn á flutningamarkaði slíkur að
það kostar í dag um 4.000 til 5.000 dali
að flytja gám frá Asíu til Bandaríkj-
anna en kostaði um 1.500 dali á sama
tíma árið 2019.
Greinir FT frá að til að auka við
svigrúmið og tryggja nægt vörufram-
boð þegar jólaösin hefst hafi margir
seljendur fært jólapantanir sínar
fram um tvo mánuði en að neytendur
megi engu að síður reikna með óvenju
löngum afgreiðslutíma á gjöfum sem
þeir panta fyrir næstu jól.
Tollar íþyngja innlendum
framleiðendum
Eins og áður hefur verið bent á
telja margir hagfræðingar að rausn-
arlegar örvunaraðgerðir bandarískra
stjórnvalda eigi stóran þátt í hækk-
andi verðlagi. Þá hafa margir vinnu-
veitendur þurft að grípa til þess ráðs
að hækka laun eða veita ríflega ráðn-
ingarbónusa til að fá fólk aftur til
starfa eftir lokanir og uppsagnir á
meðan kórónuveirufaraldurinn stóð
hvað hæst. Spilar þar inn í að víða
voru atvinnuleysisbætur hækkaðar
og ekki mikill munur á að vera á bót-
um og að vinna láglaunastörf. Eins er
skóla- og leikskólastarf ekki komið í
eðlilegt horf víða í Bandaríkjunum
sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að
snúa aftur á vinnumarkaðinn.
En inngrip stjórnvalda á hrávöru-
markaði kunna líka að vera að hella
olíu á verðbólgubálið. Þannig fjallaði
Wall Street Journal um það á sunnu-
dag að markaðsgreinendur, hagfræð-
ingar og hagsmunaaðilar beini núna
sjónum sínum í vaxandi mæli að áhrif-
um verndartolla sem settir voru á í
forsetatíð Donalds Trumps og eru
enn í gildi. Eru tollar m.a. lagðir á inn-
flutt timbur, stál og hálfleiðara og
kemur það sér vel fyrir innlenda hrá-
vöruframleiðendur en gerir aðföng
annarra bandarískra framleiðenda
dýrari. Í dag leggja bandarísk stjórn-
völd 25% toll á innflutt stál og 10% toll
á innflutt ál, og segir WSJ að í sumum
tilvikum þurfi bandarískir framleið-
endur að greiða um 40% hærra verð
fyrir stálvörur en keppinautar þeirra
í Evrópu.
Verðbólga vestanhafs ekki á niðurleið
- Bandarískur almenningur væntir enn meiri verðbólgu - Lág birgðastaða og flöskuhálsar í vöru-
flutningum auka á vanda seljenda - Verndartollar Trumps eru enn í gildi og gera aðföng dýrari
Vandi Gámaflutningaskip kemur til hafnar í Oakland í Kaliforníu. Teppur
hafa myndast víða í flutningakerfum með tilheyrandi kostnaði og töfum.
AFP
Þrýstingur
» Rekstrartölur Costco benda
til 2,5-3,5% verðbólgu á árs-
grundvelli í apríl.
» Tölur viðskiptaráðuneytisins
sýna 3,1% verðbólgu til og
með apríl.
» Neytendur spá 4,6% verð-
bólgu í nýlegri könnun.
» Viðvarandi flöskuhálsar í
vöruflutningum hækka flutn-
ingskostnað og hægja á fram-
leiðslu.
» Verndartollar sem Trump
setti á gera aðföng banda-
rískra framleiðenda dýrari.
31. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.68
Sterlingspund 170.83
Kanadadalur 99.6
Dönsk króna 19.7
Norsk króna 14.395
Sænsk króna 14.471
Svissn. franki 133.67
Japanskt jen 1.0964
SDR 173.93
Evra 146.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.6107
Hrávöruverð
Gull 1892.45 ($/únsa)
Ál 2388.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.69 ($/fatið) Brent