Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
Í nýlegri frétt RÚV
kemur fram að óvissa
ríki um afdrif frum-
varps Katrínar Jak-
obsdóttur um breyt-
ingar á stjórnarskrá,
sem hún lagði fram á
vordögum. Umrætt
frumvarp tekur að-
allega á þremur þátt-
um:
1. auðlindaákvæði,
sem er beinlínis hættulegt þar
sem það festir í sessi því sem næst
gjaldfrjáls yfirráð útgerðaraðals-
ins yfir fiskveiðiauðlindinni;
2. embættistíma forseta, sem
engu máli skiptir;
3. íslenskri tungu, sem er vont
þar sem það mismunar þeim Ís-
lendingum sem ekki hafa íslensku
að móðurmáli.
Hverfum nú tæp fjögur ár aftur
í tímann. Í stjórnarsáttmála nú-
verandi ríkisstjórnar segir eft-
irfarandi um stjórnarskrármál:
„Ríkisstjórnin vill halda áfram
heildarendurskoðun stjórnarskrár-
innar í þverpólitísku samstarfi
með aðkomu þjóðarinnar og nýta
meðal annars til þess aðferðir al-
menningssamráðs. Nefnd um mál-
ið mun hefja störf í
upphafi nýs þings og
leggur ríkisstjórnin
áherslu á að samstaða
náist um feril vinn-
unnar.“
Það er skemmst frá
því að segja að sam-
staða náðist um „feril
vinnunnar“ eins og
það er orðað. Um-
rædd nefnd, sem sam-
anstóð af fulltrúum
allra þingflokka, hefur
verið að störfum en
engin niðurstaða hef-
ur fengist, enda var engin sam-
staða um niðurstöðu, einungis um
„feril vinnunnar“.
Fjölmargir bentu á það í upp-
hafi, þ. á m. undirritaður, að þarna
væri um blekkingarleik rík-
isstjórnarinnar að ræða, ekki
stæði til að breyta einu eða neinu í
stjórnarskránni. Bent var á að
þarna væri um að ræða þrjá
íhaldsflokka, sem stefndu í raun
að sama markmiði, að halda hlut-
um í sama horfi. Þessar ábend-
ingar fengu svo byr undir báða
vængi þegar Unnur Brá Konráðs-
dóttir, einarður andstæðingur
stjórnarskrárbreytinga, var gerð
að verkefnisstjóra stjórnarskrár-
endurskoðunar.
Nú lítur sem sagt út fyrir að
þetta frumvarp Katrínar, sem hún
leggur fram sem þingkona, enda
ekki um stjórnarfrumvarp að
ræða, dagi uppi, sem betur fer.
Hún vissi það upp á hár að enginn
vilji væri hjá samstarfsflokkum
VG í ríkisstjórn til að breyta einu
eða neinu í stjórnarskrármálinu.
Hún vissi það í upphafi stjórnar-
samstarfsins, rétt eins og við öll,
en kaus blekkingarleik og stígur
nú lokaskrefið í þeim leik með um-
ræddu frumvarpi. Þetta er allt
einstaklega sorglegt í ljósi þess að
við eigum frábærar tillögur að
stjórnarskrá sem þjóðin sam-
þykkti með afgerandi hætti í ráð-
gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu ár-
ið 2012. Það þarf bara að pússa af
þeim rykið.
Stjórnarskrá Katrínar
Jakobsdóttur
Eftir Einar
Aðalstein
Brynjólfsson
»Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
vissi mætavel að áhugi
samstarfsflokkanna í
ríkisstjórn á stjórnar-
skrárumbótum væri
enginn.
Einar Aðalsteinn
Brynjólfsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður
og oddviti Pírata í Norðaustur-
kjördæmi við alþingiskosningar 25.
september nk.
einarbrynjolfs@piratar.is
Sú nýlunda sem nú
ríður flestum til fulls,
bæði í stjórnmálum og
viðskiptum, gengur
undir heitinu „siðferð-
islegt innbrot“ (e. ethi-
cal hacking). Um er að
ræða tölvuinnbrot af
margvíslegu tagi og
stunda slíkt sjálfskip-
aðir dómarar sem
ákvarða eigin mörk,
rannsaka eigin mál,
dæma í þeim sjálfir og ákvarða eigin
refsingu sjálfir sem og engin er.
Páll heitinn Skúlason, fv. heim-
spekiprófessor, flutti fyrirlestra í
Ríkisútvarpinu í október 1985 þar
sem hann spurði hvort hægt væri að
kenna gagnrýna hugsun. Þar segir
hann m.a.: „Og hér er þeim sem vilja
leggja upp úr skýrum og skilmerki-
legum rökum hollt að minnast þess
að röksemdir eru iðulega misnot-
aðar í því skyni að réttlæta afstöðu
eða skoðun sem ekki er reist á nein-
um rökum. Í hversdagslífinu getum
við fundið ótal heimildir um það
hvernig menn beita rökum til þess
að réttlæta málflutning á röngum
forsendum eða til að breiða yfir hin-
ar eiginlegu ástæður skoðana sinna,
ákvarðana eða breytni.“
Við höfum sett okkur siðareglur,
þ.e. lögin og reglurnar. Lög hvers
lands standa ekki ein heldur er
grunnstoðin sú að fólk fari að lögum
sem í gildi eru hverju sinni. Geta ríki
búið við hina fullkomnustu stjórn-
arskrá en hvaða gildi hefur slík
stjórnarskrá sé ekki farið eftir henni
og þeirri sem í gildi er? Það erum
við, borgararnir, sem setjum gildin
og siðferðið í samfélaginu, lögin.
Í dag eru innbrot tíðari á Íslandi
en oftast áður. Sumir virðast sam-
þykkja ákveðin innbrot, séu þau
beint eða óbeint á vegum fréttamiðla
eða ef afrakstur innbrots berst á
borð þeirra. Dómstólar hafa jafnvel
tekið undir slíkt innbrot náist í gögn
sem gætu komið ríkisvaldinu vel. Má
þar m.a. nefna innkaup á gögnum
vegna skattalagabrota og brota
gagnvart fólki af hverju tagi sem er.
Hvaða skilaboð er verið að senda
með slíkum innkaupum? Hugtakið
„siðferðislegt innbrot“, ef svo má
kalla, hefur tekið á sig víðtækari
merkingu og enginn lengur óhultur
fyrir slíku innbroti nema aðeins ef
engin er myndavélin og engin net-
tengingin, hvorki í síma né tölvu.
Hver setur viðmiðið, hvað má?
Árið 2001 var heimildamyndin
„Lalli Johns“ frumsýnd. Þessi heim-
ildamynd kvikmyndagerðarmanns-
ins Þorfinns Guðnasonar er meist-
arastykki og kom almenningi á
Íslandi i tengingu við líf og erfiðleika
brotamanna. Nú hefur komið fram
að Lalli hefur leitast við að bæta ráð
sitt og það er vel. Oft „þurfti“ hann
að brjótast inn en átti það til að skila
því sem hann sá eftir að hafa tekið
ófrjálsri hendi. Lalli er breyskur,
veit betur. Er svo um netglæpamenn
og aðra „innflutta“ glæpahópa dags-
ins í dag?
Í samfélaginu okkar er fullfrískt
og ódrukkið fólk farið að hafa tekjur
af innbrotum í tölvur og annan bún-
að almennings. Þær tekjur virðast
m.a. berast frá fjölmiðlum sem
stunda fjármögnun á
slíkum brotum í því
augnamiði að gæta að
sínu „göfuga hlutverki“.
Ríkisfjölmiðill virðist
einnig hafa hag af slík-
um innbrotum en þeir
einu sem hafa lögform-
lega heimild til „inn-
brota“ er lögreglan
gegn því að dóms-
úrskurður um slíkt liggi
fyrir. Þetta ætti út-
varpsstjóri RÚV að
vita. Er rannsókn-
arblaðamennskan gengin langt út
fyrir þjófabálk Jónsbókar?
Þetta á við um fjölmiðla og aðra
sem taka sér meira vald en þeim ber.
Rétt er þó að geta þess að bæði ein-
staklingar og fyrirtæki leitast við að
stýra eigin áhættu og gangi ríkið,
fjölmiðlar eða aðrir of langt eiga og
mega bæði einstaklingar og fyrir-
tæki bregðast við til varnar. Það er
ekkert óeðlilegt við það. Það hafa
allir rétt á að verja sig, sínar skoð-
anir og sitt lífsviðurværi, þ.e. innan
marka laganna. Ef einn rýfur lögin
er ekki von á öðru en sá er þarf að
verja sig beiti sömu meðölum. Hvert
leiðir það okkur sem þjóð?
Á Íslandi ríkir e.k. borgarastríð.
Það virðist rekið áfram á nokkrum
vígstöðvum. Fyrirtæki eru í dag,
beint eða óbeint, að stýra áhættu
sinni með fjármögnun á áhrifavöld-
um, baráttu fyrir rándýrri og þung-
lamalegri borgarlínu og sum þeirra
verjast árásum frá ríkinu vegna
hlerana, eltingaleiks og undirmála af
fjölbreyttu tagi. Meðan á þessu
stendur veður glæpahópafjöldi hér
uppi og „bakpokadrengir“ selja ung-
dómnum fíkniefni sem aldrei fyrr,
veikja innviði samfélags okkar og
draga úr samstöðu. Er það mark-
miðið?
Þessu ástandi svipar orðið mjög til
þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun
fjármálakerfisins. Grunnstoðir lög-
reglu virðast svipaðar og sjá mátti
hjá Fjármálaeftirlitinu, sem var til
húsa fyrir ofan þriðja flokks skyndi-
bitastað fyrir hrun. Ráðherra heil-
brigðismála ræðst að læknum en
laun sérfræðilækna hafa rýrnað svo í
roðinu að hætta er á að ákveðnar
starfsstéttir leiti annað. Sami ráð-
herra lofar fötluðum en loforðum
fylgja ekki fjármunir til sveitarfé-
laga! Þetta virðist allt á heljarþröm.
Núverandi ríkisstjórn skilar af sér
afleitu búi þar sem óöld ríkir á flest-
um vígstöðvum stjórnmálanna, sem
virðast vera fremur vera ímynd-
unarstjórnmál en raunveruleg
stjórnmál. Komum okkur á jörðina
og ráðumst að vandanum. Skerpum
línurnar og komum á almennri vel-
ferð, lögum og reglu. Stöndum vörð
um persónuvernd og ábyrg stjórn-
mál.
Lærum gagnrýna hugsun.
Eftir Sveinn Óskar
Sigurðsson
Sveinn Óskar
Sigurðsson
» Það erum við, borg-
ararnir, sem setjum
gildin og siðferðið í sam-
félaginu, lögin.
Höfundur er BA í heimspeki og
hagfræði, MBA og MSc í fjármálum
fyrirtækja og bæjarfulltrúi í
Mosfellsbæ.
Hrun persónu-
verndar og
pólitíkurÉg er dýraníðingurog réttast væri að taka
mig og gelda. Og þar
að auki er ég ein-
staklega leiðinlegur
maður og biskup ætti
að reka mig fyrir að
leggja stóran hóp fólks
í einelti. Eða senda
mig í eitthvert afdala-
brauð, þar sem hvorki
er net- né síma-
samband. Alla vega er
þetta skoðun margra kattaeigenda
á Facebook og víðar. Og ýmislegt
fleira er þar sagt í líkum dúr.
Forsaga málsins er sú, að 28. jan-
úar síðastliðinn ritaði ég bréf til
skipulags- og umhverfisnefndar
Fjallabyggðar og hvatti til að lausa-
ganga katta yrði bönnuð í sveitarfé-
laginu frá 1. maí til 15. júlí. Þetta er
varptími fugla. Sumir eru reyndar
byrjaðir löngu fyrr. Erindið var
samþykkt. En bæjarstjórn guggn-
aði – vegna utanaðkomandi þrýst-
ings, er mér sagt.
Barátta mín spurðist út um land-
ið og kallaði m.a. fram ofannefnd
viðbrögð, þ.m.t. yfirskrift þessa
greinarkorns.
Þegar ég tók vígslu, 16. júní 1985,
og gekk í raðir presta þjóðkirkj-
unnar, afsalaði ég mér engum
mannréttindum. Ég missti ekki
kosningaréttinn, ótrúlegt en satt,
og hef ekki á kosningadögum sett X
við alla lista sem í framboði eru
hverju sinni, þótt mér hafi líkað við
alla frambjóðendur. Ég hef tekið af-
stöðu. Þar að auki er ég innfæddur
Siglfirðingur og tel mig hafa leyfi til
að tjá mig um málefni sem í Fjalla-
byggð eru á baugi hverju sinni. Í
þessu umrædda tilviki gerði ég það
sem fuglavinur. Hins vegar er
prestaspilinu gjarnan veifað, þegar
ég á í hlut, og það var eins núna.
Sennilega út af því, að í rökfæðinni
er auðveldara að fara í manninn en
boltann. Það er gömul og þekkt
taktík. Og helst að reyna að gera
jafnframt lítið úr honum.
Sláandi tölur
Þar sem kötturinn (Felis catus)
er ekki náttúrulegur hluti af evr-
ópsku fánunni hafa margir þar
flokkað hann sem „a
top-ranking invasive
alien species“ – mjög
svo ágenga, framandi
dýrategund.
Norðurþing, sem
varð til við sameiningu
Húsavíkurbæjar,
Kelduneshrepps, Rauf-
arhafnarhrepps og
Öxarfjarðarhrepps ár-
ið 2006, er eina sveit-
arfélagið á Íslandi þar
sem lausaganga katta
er bönnuð. Mýs og
rottur tóku samt ekki
yfir, þótt hræðsluáróður kattaeig-
enda gengi út á að slíkt myndi
verða, ef bannið yrði staðfest.
Ekki hefur verið gerð rannsókn á
því, mér vitanlega, hversu marga
fugla kettir, óskráðir og skráðir,
tamdir eða villtir, drepa árlega hér
á landi. En upplýsingar eru til að
utan. Og þær eru sláandi. Þar kem-
ur fram, að þeir eigi sök á útdauða
tveggja skriðdýrategunda, 21 spen-
dýrategundar og 40 fuglategunda
og séu nú á tímum ógn við a.m.k.
367 tegundir í útrýmingarhættu.
Heimiliskettir eru í þriðja sæti yfir
þær framandi tegundir í vistkerfum
jarðar sem hryggdýrum stafar mest
hætta af. Í Kanada er talið að þeir
drepi 100-350 milljónir fugla árlega,
í Ástralíu 377 milljónir og að auki
649 milljónir skriðdýra, í Bandaríkj-
unum 95-299 milljónir froskdýra,
258-822 milljónir skriðdýra, 1,3-4,0
milljarða fugla og 6,3-22,3 milljarða
spendýra. Í rannsókn sem gerð var
á afráni heimiliskatta á Bretlands-
eyjum og stóð yfir í fimm mánuði
var áætlað að þeir hefðu borið inn á
heimili sín á þeim tíma fimm millj-
ónir frosk- og skriðdýra, 27 millj-
ónir fugla og 57 milljónir spendýra.
Í Hollandi gaf ein rannsókn til
kynna, að þar í landi dræpu kettir
141 milljón dýra árlega og heim-
iliskettir þar af um 60% tölunnar. Í
Finnlandi var talið, að lausagöngu-
heimiliskettir dræpu eina milljón
dýra í hverjum mánuði, og þar af
a.m.k. 144 þúsund fugla. Í Póllandi
voru kettir á sveitabæjum taldir
ábyrgir fyrir dauða 136 milljóna
fugla á ári og 583 milljóna spen-
dýra. Í einni rannsókn í Svíþjóð var
talið að heimiliskettir, sem voru
1,44 milljónir talsins árið 2017,
dræpu 13,4 milljónir fugla á ári, í
annarri var talan 16 milljónir og í
hinni þriðju 17,5 milljónir. Og í
Noregi er talið að séu 770 þúsund
kettir og gert ráð fyrir að þeir
drepi hver um sig a.m.k. tíu fugla á
ári; það eru 7,7 milljónir. Villikettir
drepa fleiri.
Að meðaltali 25% heimila í Evr-
ópu eiga a.m.k. einn kött, má lesa í
skýrslu FEDIAF, samtaka evr-
ópskra fóðurframleiðenda um árið
2019. Lægst er hlutfallið í Tyrk-
landi, 10%, hæst í Rúmeníu, 47%. Í
Danmörku er þetta hlutfall 26%, í
Noregi 31%, í Svíþjóð 19% og Finn-
landi 22%; meðaltalið er 24,5%.
Ekki liggja fyrir tölur um Færeyjar
og Ísland. Í Evrópu er fjöldi heim-
iliskatta áætlaður um 106,5 millj-
ónir, hunda 87,5 milljónir.
Bandarískum fuglafræðingi var
hótað lífláti eftir að hann ritaði bók
um ágang kattanna þar í álfu og
lagði fram hugmyndir um mótvæg-
isaðgerðir. Heiftin var svo mikil. Og
er. En þessa umræðu verður að
taka, þar og hér og annars staðar,
hvort sem fólki líkar það betur eða
verr.
Veiðieðlið segir kettinum að
drepa, en við getum stýrt honum og
lágmarkað þannig skaðann. Um það
snýst málið.
Hér mætti rifja upp, að í alþjóða-
samþykkt um fuglavernd frá 1956,
sem Bernarsamningurinn hefur að
mestu tekið yfir, en hann var undir-
ritaður 19. september 1979 og stað-
festur hér á landi árið 1993, skuld-
binda aðildarríkin sig m.a. til að
veita villtum fuglum vernd á varp-
tímanum.
Er það gert?
Ertu fáviti?
Eftir Sigurð
Ægisson »Hins vegar er
prestaspilinu gjarn-
an veifað, þegar ég á í
hlut, og það var eins
núna. Sennilega út af
því, að í rökfæðinni er
auðveldara að fara í
manninn en boltann.
Sigurður
Ægisson
Höfundur er Siglfirðingur.
sae@sae.is
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is