Morgunblaðið - 31.05.2021, Page 21

Morgunblaðið - 31.05.2021, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Útför í kirkju Upprisa, von og huggun utforikirkju.is ✝ Guðrún Krist- ín Þórsdóttir fæddist í Reykja- vík 6. janúar 1950. Hún var dóttir Þórs Skaftasonar, f. 1920, d. 1982 og Sigríðar Þor- steinsdóttur, f. 1925, d. 1990. Eig- inkona Þórs og stjúpmóðir Guð- rúnar var Hulda Helgadóttir, f. 1912, d. 1995. Systir Guðrúnar er Hildigunn- ur Þórsdóttir, f. 1945. Guðrún Kristín giftist 30. október 1976 Páli Þorsteins- syni, f. 1943. Börn þeirra eru: 1) Þór Elf- ar, f. 1972. Faðir hans er Helgi Yngvason, f. 1947, d. 2012. 2) Pálína Mjöll, f. 1979. Eiginmaður hennar er Skúli Sigurðsson og börn þeirra: a) Brynhildur Nadía, f. 2008, b) Harpa Rán, f. 2010, c) Sindri Fannar, f. 2016 og d) Krist- ófer Þór, f. 2021. 3) Guðrún Hulda, f. 1984. Sonur hennar er Eyvindur Páll, f. 2013. Þau Páll héldu lengst af hvað varðar mótun djákna- þjónustunnar innan þjóðkirkj- unnar og var formaður Djáknafélags Íslands í nokkur ár. Hún starfaði m.a. í Ás- kirkju, á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Öryrkjabandalaginu og í Laugarneskirkju. Hún stýrði m.a. mannræktarstarfi 12 spora og tilraunaverkefni er laut að eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum. Einnig hélt hún námskeiðið Far- artálmar á lífsins leið þar sem áhersla var lögð á núvitund og mikilvægi þess að finna innri sátt. Sér til gamans bætti hún svo við sig leiðsög- unámi árið 2011 og starfaði sem fararstjóri í hjáverkum. Útivist, hestamennska og ferðalög voru hennar aðal- áhugamál. Ung að árum ferð- aðist hún víða um heim með Gullfossi þar sem Þór, faðir hennar, var vélstjóri. Hún stundaði hestamennsku með manni sínum og yngstu dóttur í mörg ár. Árið 2013 greindist eig- inmaður Guðrúnar með Alz- heimersjúkdóminn. Í gegnum árin hefur hún sinnt manni sínum af alúð auk þess að hlúa að öðrum í svipaðri stöðum, m.a. með því að koma á fót stuðningshópum fyrir aðstand- endur Alzheimersjúklinga. Útförin fór fram í kyrrþey. heimili að Þverási í Reykjavík, en síðustu 3 ár bjó Guðrún í Hvera- gerði. Guðrún lagði áherslu á menntun og gildi þess að fræðast og til- einka sér þekk- ingu. Hún lauk sjúkraliðanámi. Einnig lauk hún BA-gráðu í sálarfræði og dip- lómanámi í djáknafræðum frá Háskóla Íslands. Hún lauk jafnframt viðbótarnámi í sál- gæslufræðum, hugrænni at- ferlismeðferð, sálgreiningu og leiðsögunámi. Starfsreynsla Guðrúnar var víðtæk. Hún vann sem sjúkra- liði á barnadeild Landakots- spítala. Hún setti á stofn og rak stoðbýli fyrir minnissjúka, Foldabæ, og var fram- kvæmdastjóri Félags áhuga- fólks og aðstandenda Alz- heimerssjúklinga. Hún starfaði sem djákni innan Þjóðkirkjunnar í 16 ár og var einn af brautryðjendunum Elsku Gunna vinkona okkar er ekki meðal okkar lengur en þeir sem marka djúp spor verða áfram með okkur þrátt fyrir að vera farnir á braut. Á stuttum tíma höfum við vin- konurnar þurft að kveðja tvær góðar vinkonur okkar, allt of fljótt, eftir erfið veikindi. Sumar af okk- ur hafa verið vinkonur frá því í byrjun grunnskóla en aðrar bætt- ust við seinna á lífsleiðinni. Það hélst við Gunnu okkar alla tíð að vilja afla sér stöðugt meiri þekk- ingar. Frá barnaskólaárunum er margs að minnast; að koma heim að loknum skóladegi, gúffa í sig súkkulaðiköku og hlæja svo mikið að kakan spýttist út um nefið, skautaferðir niður á tjörn, verða skotnar í sama stráknum og margt fleira. Við vorum líka svo lánsamar að fá að njóta dýralífsins heima hjá Gunnu en þar voru sam- an komnir í sátt og samlyndi hundur, köttur, páfagaukur og hamstur. Eftir grunnskólagönguna fór- um við nokkrar til Danmerkur að vinna eitt sumar og varð Gunna þar eftir. Hún fór í lýðháskóla í einn vetur og síðar fór hún og vann og lærði á Englandi. Að tak- ast stöðugt á við ný verkefni og áskoranir var einmitt það sem ein- kenndi Gunnu. Hún hélt áfram að ganga menntaveginn og sótti sér ýmsar gráður sem hún nýtti sér á starfsferli sínum. Gunna hafði ávallt mikinn áhuga á dýrum og átti einstakt samband við hundinn sinn hana Lonnu. Draumur hennar um hestamennskuna rættist svo þeg- ar þau Palli fluttu í Árbæinn í ná- grenni við Fák. Áhugamálin voru fjölmörg en til dæmis fóru þau Palli fljótlega að stunda skíða- íþróttina af fullum krafti og var toppurinn að komast í Kerlingar- fjöll. Gunna var mikið náttúru- barn og undi sér vel í þeim ferðum ásamt fjölmörgum göngu- og fjallaferðum. Við vinkonurnar fór- um saman á ýmis dansnámskeið, s.s. línudans, magadans og salsa. Þótt hæfileikarnir hafi ekki verið miklir þá skemmtum við okkur konunglega. Í einni vinkvenn- aferðinni til Danmerkur naut Gunna sín sem fararstjóri en átti það til að fara örlítið fram úr sjálfri sér sem lýsti henni vel. Einn daginn var hún til dæmis fyrst rokin upp í metróið í Kaup- mannahöfn sem fór í öfuga átt en eftir stóðum við hinar á brautar- pallinum og böðuðum út öllum öngum. Í dag kveðjum við kæra vin- konu okkar hana Gunnu sem við höfum verið svo heppnar að eiga sem vinkonu. Við stöndum eftir með sorg í hjarta en líka þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Gunna var stór karakter, hæfileikarík og huguð og vakti kjarkur hennar og þor til að takast á við hlutina að- dáun okkar hinna. Það var henni þungbært að horfa á mann sinn hverfa inn í veikindin en hún tókst á við það af einstökum kærleika og æðruleysi, þá sjálf orðin veik sem lýsir því vel hvernig hún var. Inni í blámanum úti við ysta haf tekur við annar heimur þar sem þér hefur verið búinn staður utan efnis, tíma og rúms. Þar ríkir fegurð og friður, fyrirgefning og réttlæti, sumar og sátt, líf í fullri gnægð. Þú gengur á skýjum himins inn í endurnýjun lífdaga, þar sem allt verður nýtt og fegurðin varir að eilífu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Við vottum fjölskyldu Gunnu innilega samúð vegna fráfalls ynd- islegrar vinkonu. Hulda, Aðalheiður, Guðríður, Svanhildur og Kristín. Hinsta kveðja frá vinkonum og vinum úr djáknasamfélaginu: Við erum sorgmædd og okkur skortir orð þegar við nú kveðjum elskulega vinkonu okkar og sam- verkakonu. Við kynntumst í gegn- um nám, starfsnám og samstarf í djáknasamfélaginu. Guðrún var yndisleg persóna sem eftir var tekið, glæsileg heimskona með víðtæka þekkingu, hláturmild, ör- lát og sannkallaður vinur vina sinna. Náttúrubarn sem unni hestunum sínum, kisunum og hundinum Lonnu. Hún lifði við- burðaríku lífi. Ung lagðist hún í ferðalög um Evrópu. Síðar átti hún eftir að heimsækja mörg lönd, oft með eiginmanni og dætrum eða til að sækja starfstengda við- burði á sviði heilbrigðis- og djáknaþjónustu. Guðrún lauk BA-gráðu í sál- fræði frá félagsvísindadeild HÍ ár- ið 1993 og útskrifaðist úr djákn- anámi frá guðfræðideild árið 1998. Árið 2007 lauk Guðrún menntun í hugrænum atferlisfræðum frá Endurmenntun HÍ. Þá lauk hún leiðsögunámi á háskólastigi frá sömu stofnun árið 2011. Guðrún var frumkvöðull. Lífsgildi hennar voru skýr, hún vildi nýta krafta sína í þágu þeirra sem bjuggu við erfiðar aðstæður eða stóðu höllum fæti í einhverjum skilningi. Hún vildi vera rödd þeirra raddlausu. Sem sjúkraliði átti hún þátt í að stofna og reka stoðbýli fyrir minn- issjúka og var framkvæmdastjóri Félags áhugafólks og aðstand- enda alzheimersjúklinga FAAS. Guðrún vígðist 7. febrúar 1999 sem djákni til þeirrar þjónustu með tengingu við Áskirkju. Hún þjónaði einnig sem djákni á hjúkr- unarheimilinu Skjóli, hjá Öryrkja- bandalaginu og í Laugarnessöfn- uði. Hún lauk starfsferli sínum sem leiðsögumaður. Guðrún stóð fyrir gospelkvöld- um á Hátúnssvæðinu sem voru vel sótt, uppbyggjandi og skemmti- leg. Þar fékk hún með sér tónlist- arfólk og ótal gesti sem fluttu bæði fræðandi og skemmtilegt efni. Hún var leiðbeinandi í 12 spora starfi, andlegu ferðalagi í Áskirkju og Laugarneskirkju. Þá bauð hún upp á námskeiðið „Far- artálmar á lífsins leið – að finna sáttina innra með okkur – og dvelja í núinu“. Guðrún var gríðarlega dugleg og ósérhlífin. Hún tók að sér verk- efnin með ákveðni, virðingu og þrautseigju. Þar á meðal fyrsta norræna djáknaþingið sem haldið var á Íslandi, eftirfylgdarverkefni á vegum Biskupsstofu, skipulagn- ingu námskeiða og stofnun alz- heimer-heimilis. Allt sem hún gerði það gerði hún vel. Guðrún var traust og það var gott að leita til hennar, hún var góður hlust- andi og gaf góð ráð. Guðrún greindist með illkynja sjúkdóm fyrir nokkrum árum. Hún tókst á við veikindi sín með æðruleysi og reisn eins og öðru sem mætti henni í lífinu. En líka þá mundi hún eftir vinum sínum, hvatti okkur til góðra verka, að tala saman og hlusta hvert á ann- að í kærleika. Við erum þakklát fyrir allt það góða starf sem Guðrún vann fyrir djáknasamfélagið, formennsku í stjórn félagsins, hvatningu og fús- leika í störfum sínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Fyrir hönd vina, Eygló, Guðbjörg, Jón, Ragnheiður, Ragnhildur, Svala og Pétur. Nú er komið að kveðjustund kæra vinkona mín til margra ára. Við vorum nágrannar á Hverfis- götunni þegar þú varst 12 ára. Einn daginn bankaðir þú upp á og spurðir hvort þú mættir passa son minn sem var að verða tveggja ára. Það voru okkar fyrstu kynni sem voru yndisleg fram að leið- arlokum. Í gegnum árin brölluðum við margt saman og héldum við sam- bandi og fórum oft út að borða og á kaffihús. Einnig fórum við sam- an í ferðalag til Frankfúrt, með kvennadeild RKÍ. Ferðin var dásamleg og heppnaðist vel. Á síðasta ári í júní hittumst við í Hveragerði þar sem hún bjó. Við höfðum mælt okkur mót, við vor- um þar nokkrar í sumarferð kvennadeildar RKÍ að skoða Suð- urlandið. Við skoðuðum Listasafn Árnesinga. Við sátum þar í garð- inum og nutum sólarinnar í góðum félagsskap og veitingum. Gunna mín naut sín vel þótt veik væri. Þær stundir sem ég átti með Gunnu munu lifa í hjarta mínu. Við sendum eiginmanni, börnum og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að varð- veita þau og styrkja í sorginni. Lifðu ljóss í heimi, Guði falin. Lífið er aðeins lítil stund, lánuð og tekin aftur. Þú fæðist og lifir á lánaðri grund, uns leggur þig dulinn kraftur. (Lúðvíg Thorberg) Þín einlæga vinkona, Jóhanna (Hanna). Við systurnar kynntumst þeim systrum Gunnu og Hildigunni þegar við áttum heima á Hverf- isgötunni sem börn. Við erum því æskuvinkonur og höfum haldið góðu sambandi alla tíð og átt margar góðar og skemmtilegar stundir saman hér heima og er- lendis. Við minnumst Gunnu sem fallegrar, hjartahlýrrar og góðrar vinkonu. Hún tókst á við hlutina með æðruleysi, fékk ýmis verkefni í fangið og var hörkudugleg. Síð- ustu ár hefur Gunna búið í Hvera- gerði þar sem hún var búin að koma sér upp fallegu heimili. Það var gaman að vera barn á Hverfisgötunni og margt ógleym- anlegt brallað. Við skemmtum okkur við ýmsa leiki og prakkara- strik og gáfum strákunum í hverf- inu ekkert eftir. Gunna var alla tíð dugleg við að afla sér menntunar á ýmsum sviðum og óhrædd við að breyta um starfsvettvang. Henni var ætíð annt um útlit sitt og var alltaf falleg og vel til fara. Við þökkum Gunnu fyrir trausta og góða vináttu sem aldrei bar skugga á. Við vottum eigin- manni, börnum hennar og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Inga Anna og Guðlaug Helga Pétursdætur. Með harm í hjarta og djúpum söknuði kveð ég þig í dag góða vin- kona. „Kæra Guðrún og Lonna, hvernig hafið þið það í dag? Má bjóða prinsessunni í göngutúr?“ Ótalin eru þau skipti sem ég hef skrifað þessi orð í upphafi dags til þín mín kæra. Leiðir okkar lágu saman er við urðum nágrannar fyrir um þrem- ur árum. Fallega fasið þitt, hrein- skiptni og einskær birta unnu hjarta mitt, virðingu og aðdáun. Blessuð dýrin okkar, Lonna þín og Mozart minn, urðu eins og systkin og treystu vinaböndin okkar. Þú sagðir mér frá lífshlaupi þínu, talaðir um Palla þinn og stelpurnar ykkar. Ég kynntist henni frábæru Guðrúnu Huldu þinni. Þú talaðir um ástríðu þína á ferðalögum, fjallgöngum og nátt- úrunni. Það kom alltaf bros í aug- un þín þegar þú talaðir um dýrin sem þú elskaðir svo mikið, hest- ana ykkar, reiðtúrana og kyndugu kisuna þína. Og svo var einskær ást þín og umhyggja fyrir Lonnu þinni svo falleg. Sömu elsku sýnd- ir þú honum Mozart mínum sem fékk mikla ást á þér. Saman sátum við og prjónuðum húfur á okkur sjálfar, settum þær upp, snerum okkur upp í kaldan vetrarsvalann og örkuðum af stað í marga ógleymanlega göngutúra við ána í Hveragerði og í Reykjardalnum. Leiðir skilur að sinni. Blessuð sé minningin um þig. Ég varðveiti og geymi ljósið þitt í sál minni. Nú gangið þið elsku Guðrún og Lonnsan mín saman léttar í spori í sumarlandinu umvafðar drottins ást og friði. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Svala Ólafsdóttir. Gunnu, mágkonu minni, kynnt- ist ég þegar Hildigunnur, systir hennar, tók saman við Steina bróður. Síðar tók Gunna saman við Palla, sem einnig er bróðir minn. Þar sem við Hilmar bjuggum fyrir austan fram til ársins 1982 voru samskiptin oft lítil, en ávallt hittumst við þó þegar við áttum leið um borgina ásamt börnum okkar. Það var svo í seinni tíð, þegar barnauppeldinu var lokið, að samskiptin urðu meiri og vin- skapur tók að myndast. Gunna sýndi svo sannarlega hvað í henni bjó þegar kom að veikindum Palla, fyrst árið 1998 og svo ekki síst eftir að heilsu hans fór að hraka vegna Alzheimers- sjúkdómsins. Ég dáðist að hve vel hún sinnti bróður mínum, hve góð og næm hún var. Við Hilmar fórum með þeim hjónum til Spánar haustið 2018 í tvær vikur. Dásamlegur staður sem Gunna hafði komið sér vel fyrir á. Það er þyngra en tárum taki að hún kveðji nú á undan Palla. Hún var spennt fyrir fram- tíðinni, svo lifandi. Búin að koma sér fyrir í Hveragerði, nálægt Guðrúnu Huldu, og sá fyrir sér að geta notið sólar á Spáni þegar verr viðraði hér. Ég og fjölskylda mín vottum Palla bróður og afkomendum þeirra Gunnu innilega samúð við fráfall góðrar konu. Megi guð blessa ykkur öll. Inga. Góð vinkona, Guðrún Kristín Þórsdóttir, hefur kvatt okkur, allt of snemma og allt of snöggt. Guð- rúnu kynntist ég fyrir u.þ.b. 8 ár- um, þegar hún og Kristín Rós djákni í Áskirkju boðuðu til fund- ar í safnaðarsal kirkjunnar fyrir aðstandendur alzheimer-sjúkra. Á þennan fund mætti ég, en ég var þá stjórnarmaður hjá Alzheimer- samtökunum. Ég vildi kynna mér hvað þær vildu gera til að létta líf- ið fyrir aðstandendur, en ég vissi að báðar háðu þær erfiða baráttu við sjúkdóminn vegna sinna nán- ustu. Árangurinn af þessum fundi var sá að þær fengu lánaðan safn- asalinn í Áskirkju, að mig minni einu sinni á tveggja vikna fresti, þar sem aðstandendur gátu komið saman og stutt hver annan með því að deila góðum tímum og slæmum varðandi þennan hræði- lega sjúkdóm, sem bitnar ekki bara á þeim veika heldur allri hans fjölskyldu. Ég sótti þessa samve- rufundi, þar til þær, af einhverjum ástæðum, misstu húsnæðið. Þær höfðu látið þá sem vildu skrifa nafn sitt, netfang og símanúmer á blöð, nokkurs konar gestabók. Þetta leiddi til þess að við Guð- rún náðum sambandi og ákváðum að kalla saman nokkrar konur, sem höfðu verið með okkur í Ás- kirkju og lítill hópur byrjaði að hittast reglulega á hinum ýmsu kaffihúsum. Oftast vorum við í Perlunni, þar var smásalur sem við fengum og þegar upp kom sú hugmynd að við þyrftum að gefa þessum hópi nafn var nærtækast að við kölluðum okkur „Perlurn- ar“. Hópurinn stækkaði og ekki var á öllum kaffihúsum mögulegt að ræða viðkvæm mál, svo við snerum okkur til Alzheimer-sam- takanna, sem þá höfðu fengið betra húsnæði í Hátúninu, og eftir nokkra samræðu ákváðu samtök- in að koma á reglulegum stuðn- ingsfundum, sem hafa alla tíð síð- an verið mjög vel sóttir og mjög mikilvæg aðstoð fyrir aðstandend- ur. Þetta góða frumkvöðulsstarf Guðrúnar í Áskirkju varð kveikj- an að góðum kynnum og höfum við alla tíð síðan átt í góðu vina- sambandi, átt góðar stundir sam- an, bæði meðan við bjuggum báð- ar í Reykjavík og eftir að við skiptum báðar um búsetu í annað bæjarfélag. Aldrei bar skugga á okkar vináttu. Við gátum rætt alla hluti og tekið góðan þátt í tilveru hvor annarrar, en báðar glímdum við við sömu veikindi hjá maka. Oft komu börnin okkar inn í um- ræðurnar og ég skynjaði hversu stolt Guðrún var af börnunum sín- um. Mæðrastoltið áttum við sam- eiginlegt, eins og fleira. Ég veit að missir okkar margra er mikill, en jafnast þó ekkert á við það sem fjölskyldan hefur misst. Ég sendi þeim öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minningin um yndislega konu verða ljósið í lífi þeirra. Ég veit að „Perlurnar“ senda þeim líka sínar kveðjur. Ég kveð yndislega vinkonu, fyrirmynd, stoð og styttu. Hvíl þú í friði, elsku Guðrún mín, og hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Ragnheiður Kristín Karlsdóttir. Ég kveð Guðrúnu Kr. Þórsdótt- ur með sérstakri þökk og virð- ingu. Laugarnessöfnuður átti því láni að fagna að njóta krafta henn- ar hátt á annan áratug þar sem hún kom að 12 spora starfi Vina í bata meðfram djáknaþjónustu sem hún gegndi við Hátún 10 og 12. Guðrún hafði þá náðargjöf að í kringum hana skapaðist jafnvægi og gleði. Ógleymanlegt er mér samstarf hennar og Þorvaldar Halldórssonar söngvara á mánað- arlegum gospelkvöldum sem hald- in voru í Hátúni 10 og stóðu jafn- framt opin nágrönnum í Hátúni 12. Þar fór saman hjartans alvara og argasta grín með þeim hætti sem hressir og bætir þannig að allir fara uppbyggðir af fundi og hlakka til þess næsta. Guðrún mætti ætíð vel undirbúin og hvort heldur hún flutti hugvekju eða gamanmál var inntakið ætíð það sama: Virðing og samlíðun með fólki í Jesú nafni. Ég bið góðan Guð að styrkja eftirlifandi eiginmann og ástvini alla við fráfall hennar. Með Guð- rúnu Kr. Þórsdóttur er gengin einstök manneskja og dýrmætur kirkjunnar þjónn. Bjarni Karlsson prestur. Guðrún Kristín Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.