Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Húseigendafélagsins Aðalfundur Húseigendafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 9. júní nk. í fundarsal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1, Reykjavík og hefst hann kl. 16.00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, en með þeim afbrigðum að fundurinn tekur til tveggja ára þ.e. 2020 og 2021, þar eð ekki reyndist fært að halda aðalfund á síðasta ári vegna samkomutakmarkana. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411 2600. FEBH Flatarhrauni Hfj Spilum félagsvist alla mánudaga kl. 13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhornið kl. 13-14.30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í Jónshúsi kl. 16.30. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum. Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30-16. Alltaf heitt á könnunni. Blaðalestur og spjall. Línudans kl. 11-12 með Sólrúnu. Glervinnustofa m/Einari leiðbeinanda frá kl. 13-16. Kári verður með kórinn. Ath. uppselt er í ferðalagið okkar 10. júní. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 1. júní verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 13-15.30. Í upphafi er söngstund inni í kirkjunni. Boðið er upp á handavinnu, spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11.15. Stólaleikfimi kl. 13.30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8.30 í Borgum með Ingibjörgu. Útvarpsleikfimi í Borgum kl. 9.45. Gönguhópar Korpúlfa, ganga kl. 10 frá Borgum og frá Grafarvogskirkju. Sjúkraleikfimi með Elsu frá Hæfi kl. 11 í Borgum. Prjónað til góðs í Borgum kl. 13 í dag í listasmiðju. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarnes Leir og gler í samráði við leiðbeinendur. Krossgátur og kaffi í króknum fyrir hádegi. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut. Á morgun kl. 13.30 verður farið í rútu frá Skólabraut á Klambratún og á kaffihúsið á Kjarvalsstöðum. Mætum og njótum umhverfisins. Ferðin er fólki að kostnaðarlausu, en borgar sjálft veitingar ef það vill. Allir velkomnir. Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar EINN SÁ FLOTTASTI. LAND ROVER Range Rover Sport HSE P400e. Árgerð 2021, ekinn 2 Þ.KM, bensín/rafmagn, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 15.950.000. Rnr.226381. Seljandi skoðar skipti. Dráttarkrókur, 22" felgur. Hvítt leður. Panoramaþak. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 ✝ Herdís Jóna Hermanns- dóttir fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 24. júní 1949. Hún lést á heimili sínu í Kópa- vogi 30. apríl 2021. Foreldrar hennar voru Hermann Guðmundsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Suður- eyri, f. 12.6. 1917, d. 12.12. 2005, og Þórdís Ólafsdóttir, f. 2.5. 1922, d. 2.7. 1982. Herdís Jóna átti fjögur systkini: 1) Sólrún, f. 7.10. 1945, d. 4.10. 2020, 2) Sveinbjörg, f. 25.12. 1946, d. 14.12. 2001, gift Hlöðveri Kjart- anssyni, f. 16.8. 1948, 3) Guð- mundur Óskar, f. 25.5. 1950, Börn þeirra eru Ásgrímur Gísli, f. 29.6. 2017, og Þórdís Agla, f. 4.3. 2019. 3) Axel Már Gíslason, f. 3.9. 1983. Herdís Jóna ólst upp á Suður- eyri við Súgandafjörð og starf- aði þar bæði í frystihúsinu og hjá Pósti og síma á sumrin og með skóla á unglingsárunum. Hún leysti gjarnan föður sinn af sem stöðvarstjóri Pósts og síma. Herdís Jóna sótti nám í Hús- stjórnarskólanum í Reykjavík veturinn 1967-68. Hún starfaði á Borgarspítalanum eitt ár og síð- an sem gjaldkeri á Pósthúsinu við Hlemm frá 1970 til 1976. Herdís Jóna flutti til Þorláks- hafnar 1976. Hún var að mestu heimavinnandi í Þorlákshöfn og sinnti heimili og börnum. Af og til aðstoðaði hún vinkonu sína í blómabúð þegar á þurfti að halda og vann hún líka við að bera út Morgunblaðið. Árið 2006 flutti hún í Kópavog og bjó þar allt til dánardags. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. kvæntur Bryndísi Einarsdóttur, f. 9.12. 1952, d. 20.6. 2016, og 4) Halldór Karl, f. 6.12. 1958, sambýliskona hans er Guðrún Ólöf Sig- urðardóttir, f. 24.7. 1956. Herdís Jóna var gift Gísla Vilhjálmi Jónssyni, f. 2.2. 1950, börn þeirra eru 1) Ingigerður Gísladóttir, f. 5.7. 1976, gift Njáli Jónssyni, f. 3.7. 1975. Börn þeirra eru Jón Víðir, f. 23.04. 1998, Kolbrún Eva, f. 16.10. 2007, og Herdís Salóme, f. 24.9. 2009. 2) Her- mann Þór Gíslason, f. 31.1. 1978, unnusta hans er Jóhanna Þór- unn Ásgrímsdóttir, f. 13.4. 1983. Elsku mamma okkar. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Það eru engin orð til sem geta lýst því hve mikið við söknum þín. Mamma Ég minnist þín, ó móðir, þó mér nú sértu fjær. Þig annast englar góðir og ungi vorsins blær. Ég man þær mætu stundir, er mig þú kysstir hlýtt, sem vorsól grænar grundir, og gerðir lífið blítt. Í faðmi þínum fann ég, þann frið, er bestan veit, því það var allt, sem ann ég þín ástin móður heit. Þar huggun fann ég hæsta frá hjarta’ er aldrei brást, því konu gerir glæsta hin göfga móðurást. (Eva Hjálmarsdóttir) Nú færðu hvíldina þína og sameinast foreldrum þínum og systrum. Með miklum trega kveðjum við þig elsku mamma okkar. Minningarnar ylja og munum við börnin þín, makar okkar og barnabörn geyma vel þær ánægjulegu stundir sem við átt- um saman um ævina. Takk fyr- ir að vera alltaf til staðar fyrir okkur og vera kletturinn okkar. Hvíl í friði og saknaðarkveðj- ur, Ingigerður, Hermann Þór og Axel Már. Herdís Jóna Hermannsdótt- ir, Hedda systir, er dáin. Hún lést á heimili sínu föstudags- kvöldið 30. apríl sl. Hún fædd- ist 24. júní 1949 á Suðureyri við Súgandafjörð og ólst þar upp. Dóttir hjónanna Hermanns Guðmundssonar símstöðvar- stjóra og Þórdísar Ólafsdóttur. Nú sitjum við bræður eftir í jarðríki og minnumst hennar, þriðja systirin er fallin frá, svo óvænt og þó ekki. Krabbamein hefur herjað á hana svo óvægi- lega að líffærin þoldu ekki meira. Dauðinn er alltaf sorg- legur, en Hedda var sú systr- anna er næst stóð okkur að aldri. Hún átti fallegt líf, nærgæt- in, hrein og bein í samskiptum og góð við litlu bræður sína. Það háttaði nefnilega svo til að eldri systurnar, Sólrún og Svenný, fluttu til Reykjavíkur skömmu eftir Núpsskóla og því vorum við þrjú heima með pabba og mömmu. Hedda okkar elst og ábyrgðarfyllst. Æsku- dagarnir voru hver öðrum líkir við leik og störf. Hedda fluttist suður eftir 1970, einhleyp á eig- in bíl sem hún keypti nýjan. Þar tók við glaðværð með fullri ábyrgð, hjónabandi, búferla- flutningum til Þorlákshafnar og barneignum. Hún gekk í hjóna- band með Gísla Vilhjálmi Jóns- syni skipstjóra frá Skipum í Stokkseyrarhreppi og eignuð- ust þau þrjú börn. Börnin eru Ingigerður, Hermann Þór og Axel Már. Heimilið í Þorlákshöfn var myndarlegt og notalegt að sækja þau heim. Margskonar samverustundir áttum við utan þess, s.s útilegur á sumrum og samverustundir af öllu tagi endrum og sinnum. Hennar er gott að minnast, góð systir. Samúð okkar bræðra er hjá afkomendum hennar og að- standendum. Nú er þjáningum sem veikindi skapa lokið. Hedda systir, blessuð sé minn- ing þín. Guðmundur Óskar Hermannsson Halldór Karl Hermannsson og fjölskyldur Herdís Jóna Hermannsdóttir ✝ Hilmar Þór- arinsson fædd- ist 19. apríl 1960 í Reykjavík. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans 10. maí 2021. Foreldrar Hilm- ars voru Kristín Sigfúsdóttir, f. 29. mars 1934, d. 12. janúar 2012, og Þórarinn Guð- mundsson, f. 25. apríl 1928. Núverandi eiginkona Þór- arins er Hulda S. Petersen, f. 9. október 1941. Systur Hilmars eru Edda R., f. 6. desember 1956, maki Jón Ingi Guðmundsson, f. 22. júlí 1944, og Inga, f. 10. ágúst 1970, maki Baldur Bragason f. 29.maí 1968. Sonur Hilmars af fyrra burana Einar Orra og Köru Lind. Hilmar ólst upp í Reykjavík, hann gekk í Hvassaleitisskóla og Fjölbrautaskólann við Ár- múla. Hann æfði handbolta hjá Val og spjótkast með ÍR og fór í sund á hverjum degi. Haustið 1984 fór hann til Boulder í Colorado til náms í sjúkranuddi og útskrifaðist sem sjúkranudd- ari. Þegar heim kom opnaði hann nuddstofu á Lindargötu, þar starfaði hann um árabil og síðar hjá Mecca Spa og Heilsu- garðinum í Garðabæ. Hilmar hætti að nudda eftir slys sem olli því m.a. að hann gat ekki starfað við það fag áfram. Í kringum 2003 hóf hann störf í ferðageiranum sem leið- sögumaður og fór að lokum í leiðsögumannanám og útskrif- aðist þaðan árið 2009. Hann naut sín hvergi betur en úti í náttúrunni því áhugi hans á jarðfræði, sögu og náttúru Ís- lands auk mikils áhuga á fugl- um var ótæmandi. Útför Hilmars fór fram í kyrrþey að ósk hans. hjónabandi er Þór- arinn, f. 16. desem- ber 1991, maki hans er Ásta R. Thorarensen, f. 29. nóvember 1993, sonur þeirra er Emil, f. 31. ágúst 2019. Eftirlifandi eig- inkona Hilmars er Birna E. Bene- diktsdóttir, f. 6. október 1957. Hennar börn eru Benedikt K. Magnússon, f. 18. nóvember 1976, maki hans er Petrea I. Guðmundsdóttir, f. 30. júní 1974, og börn þeirra eru Liv, Agla og Rut. Karitas María Lárusdóttir, f. 31. júlí 1990, maki hennar er Gylfi Ein- arsson, f. 27. október 1978. Börn þeirra eru Lárus Orri og Lovísa Rut, fyrir átti Gylfi tví- Elsku bróðir okkar Hilmar féll frá 10. maí sl., rétt rúmlega sextugur. Það er þyngra en tárum taki að við systurnar séum að skrifa hinstu kveðju til hans núna. Ólýsanlegur söknuður og mikil sorg ríkir hjá okkur og fjölskyldum okkar. Uppeldisár Hilmars voru í Hvassaleitinu, sem þá var eins og sveit í borg. Fyrir ungan og líflegan strák eins og hann var þetta upp- spretta endalausra uppátækja og ævintýra enda hverfið í upp- byggingu og allt iðandi af lífi og fallegri náttúru. Hann varð strax vinmargur og aldrei ládeyða þar sem Hilmar og hans vinir fóru um. Eftir æskuárin í Hvassó flutti fjölskyldan í Laugardalinn. Þar kviknaði íþróttaáhugi hans og æfði hann frjálsar með ÍR og beindist áhugi hans fljótt að spjótkasti. Margar skemmti- legar sögur getum við rifjað upp frá sambúðinni með eldri systur hans í kjallaranum á Laugalæknum enda Hilmar á þessum tíma fullur af áhuga fyrir lífinu og tilverunni og fannst mjög gaman að skemmta sér. Árið 1984 fór Hilmar til Boulder í Colorado í BNA að læra sjúkranudd. Þeg- ar heim var komið stofnaði hann nuddstofu á Lindargöt- unni, hann varð fljótt eftirsótt- ur nuddari enda mjög fær í sínu fagi. Í dag eru bréfin sem hann skrifaði okkur frá dvöl- inni í Ameríku ómetanleg lesn- ing, allt var mögulegt og sjálfs- traustið í hæstu hæðum. Bréfin innihalda stórkostlegan húmor og einstaklega skemmtilegar frásagnir frá þessu tímabili. Bréfin ylja okkur nú um hjartarætur í sorginni og fá okkur til að brosa og hlæja, enda ekki annað hægt. Dásam- legur kafli hófst í lífi Hilmars þegar leiðir þeirra Birnu lágu saman. Þar var Hilmar búinn að finna stóru ástina í sínu lífi. Ógleymanlegar minningar eig- um við t.d. frá ferðinni okkar til Köben þar sem við systkinin og makar eyddum saman langri æðislegri helgi. Hilmar var einstakur meistarakokkur og snillingur í öllu sem viðkom mat. Ekki er hægt að finna betri grillara enda stundum með tvö grill í gangi. Í eldhús- inu og á pallinum heima var Hilmar okkar í essinu sínu. Yf- irleitt enduðu öll símtöl við Hilmar með spurningu frá hon- um: „Og hvað er svo í matinn í kvöld?“ Hvergi voru matar- og kaffiboðin jafnglæsileg og hjá Hilmari og Birnu í Sjálandinu. Yndislegi Hilmar okkar, mikið erum við þakklát fyrir að hafa átt þig sem bróður, ávallt ljúf- ur, traustur og tryggur. Svo dýrmæt er okkur stundin með þér þar sem við kvöddum þig síðast og sögðum þér hversu mikið við elskuðum þig. Heim- urinn er strax fátækari án þín. Eftir sitjum við systurnar sorgmæddar, en þó svo þakk- látar og glaðar fyrir að hafa átt þig sem bróður. Við munum aldrei hætta að rifja upp skemmtilegar sögur sem fá okkur alltaf til að hlæja og minnast þín, enda er nóg til af þeim. Hilmar yrði ánægður með það. Hvíldu í friði elsku bróðir okkar, þú verður alltaf í hug okkar og hjarta okkar. Guð geymi þig yndislegi Hilmar. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Edda og Inga. Elsku Hilmar minn, ég trúi því ekki enn að þú sért farinn. Ég var búin að ákveða að þú myndir vinna þessa baráttu. Það sem ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst mér svo mikilvægur, traustur vinur, alltaf til staðar fyrir mig og vildir allt fyrir mig gera. Ef það væri til uppskrift að góðum stjúppabba þá væri það lýsingin á þér. Þú tókst mig í þínar hendur eins og ég væri þín eigin dóttir. Við hlógum saman að bröndurunum þínum, vitleysunni í mér og núna síð- astliðin ár að barnabörnunum sem þér þótti svo vænt um. Þú varst svo frábær með þau og þeim þótti svo vænt um afa Hilmar. Þú sagðir aldrei nei þegar ég rétti tærnar í þig og nuddaðir þær með ánægju alla daga þeg- ar ég bjó heima, þú elskaðir að dekra við okkur mömmu, elda góðan mat og stjana við okkur. Allar góðu minningarnar um þig munu lifa með mér alla tíð og þær kalla alltaf fram bros. Takk fyrir allar dýrmætu sam- verustundirnar með okkur Gylfa og krökkunum. Þær munu hlýja okkur um ókomna tíð. Ég mun elska þig alltaf, alla tíð og sakna þín alla daga. Þín Karitas María. Hilmar Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.