Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Síðdegisþátturinn á k100 ALLA VIRKA DAGA FR Með loga bergmann og sig Á 16-18 ga gunnar 50 ára Rúnar er Akur- eyingur, fæddur þar og uppalinn og býr í Gilja- hverfi í Þorpinu. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur um- sjón með fjármálum fyrir vöruþróun hjá Marel á heimsvísu. Rúnar stundar fótbolta, fjallaskíði, golf og utanvegahlaup. Maki: Hafdís Elva Ingimarsdóttir, f. 1970, viðskiptafræðingur hjá Bókvís. Börn: Telma, f. 1999, og Guðmundur Ingi, f. 2004. Foreldrar: Guðmundur Ómar Guð- mundsson, f. 1946, smiður, og Anna Ing- ólfsdóttir, f. 1945, leikskólakennari. Þau eru búsett á Akureyri. Guðmundur Rúnar Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Forðastu það eins og heitan eldinn að kaupa einhvern óþarfa. Flýttu þér því hægt. Galdurinn er sá að fá alla til þess að samþykkja að fylgja því sama. 20. apríl - 20. maí + Naut Metnaður þinn er gríðarlegur. Og ef það er eitthvað sem þú ættir að skilja, er það þörfin til að sanna þig sí og æ. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú hefur um skeið unnið að ákveðnu máli á bak við tjöldin. Enginn virð- ist segja sannleikann, hvort sem ástæðan er ótti, spilling eða vanþekking. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Vinir þínir og fjölskylda sýna þér óvenjumikinn stuðning á þessu ári. Taktu til í gruggugu heilabúinu og skrifaðu niður allt sem þú þarft að gera. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hefur hvöt til að skipuleggja alla þætti lífs þíns. Notaðu tækifærið til að koma hugmyndum þínum á framfæri. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú þarft ekki að skilja þann sem þú elskar. Flas er ekki til fagnaðar og þér ligg- ur aldrei þessu vant ekkert á. Gleði þín er smitandi og brýst fram á elleftu stundu. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þér finnst stundum gott að loka þig af frá umhverfinu sem er hið besta mál fyrir þig. Treystu á sjálfan þig og varastu áhrif frá öðrum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú færð tækifæri til að auka menntun þína, gefa verk þín út eða ferðast til spennandi staða. Maður ákveður að ætla að elska einhvern og sleppir svo hendinni af takmörkunum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Láttu það ekki eftir þér að grípa til aðgerða bara til þess að hrista upp í mannskapnum. Vertu óhrædd/ur við breytingar því þær eru nauðsynlegur þátt- ur af tilverunni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Innsæi þitt er sterkt og það veit- ir þér svar við mörgum spurningum. Stattu fast á þínum rétti hvað sem á dynur. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Til þess að skilja það mál, sem vefst fyrir þér nú, þarftu að kafa til botns og velta upp öllum tiltækum staðreyndum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér gengur betur þegar þú reynir ekki að stjórna öllum þínum gjörðum af hörku, eða tilheyrir hóp þar sem reglur ráða ríkjum. tugi við fjáröflun og verið í stjórn fé- lagsins. Hún var í hópi sem stóð fyrir Jónsmessuhátíð á Hofsósi í mörg ár. „Mín helstu áhugamál eru að njóta tímans með fjölskyldunni og búskap- í gang þar, en við opnum safnið 1. júní.“ Guðrún annast einnig bókhald fyrir nokkur fyrirtæki. Guðrún hefur unnið með Ung- mennafélaginu Neista á Hofsósi í ára- G uðrún Halldóra Þor- valdsdóttir er fædd 31. maí 1961 á Halldórs- stöðum í Skagafirði og ólst upp á Stóra- Vatnsskarði í Skagafirði til 7 ára ald- urs. Þá flutti fjölskyldan í Varmahlíð og þremur árum seinna á Sauðár- krók. Þar bjó Guðrún til ársins 1983. „Ég var í sveit hjá ömmu og afa á Halldórsstöðum öll sumur og í öllum fríum sem barn og unglingur. Það var mín æðsta ósk sem krakki að geta gefið mínum barnabörnum það sem ég fékk, en það er að vera í sveitinni hjá ömmu og afa. Mér tókst það og þau koma á hverju vori til okkar í sauðburðarfrí frá skólanum.“ Guðrún stundaði nám í Varmahlíð- arskóla og síðan Barnaskóla Sauðár- króks. Í kjölfarið fór hún í Fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki þar sem hún lauk prófi á skrifstofubraut. Hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í Gránu Vefnaðarvörudeildinni og Kjör- búðinni á Smáragrund. Árið 1983 flutti Guðrún á bæinn Vatn á Höfðaströnd og hefur búið þar síðan. Hún er sauðfjárbóndi með 170 fjár og 25 hross. „Við byrjuðum að reka ferðaþjónustu árið 1985 í sum- arhúsum á Vatni en seldum húsin seinna og rekum ferðaþjónustu í nokkrum húsum á Hofsósi í dag. Það gekk ljómandi vel hjá okkur í fyrra- sumar og lítur vel út í sumar og margar bókanir komnar frá útlönd- um.“ Þau hlutu Landbúnaðarverð- launin árið 1997 fyrir árangursrík störf í þágu landbúnaðar. „Verðlaun- in voru fyrir að vera frumkvöðlar í gistingu á sveitabæjum, við vorum sem sagt með þeim fyrstu í Ferða- þjónustu bænda. Í mörg ár veiddum við silung í net í Höfðavatni, bæði í gegnum ís á vet- urna og á báti á sumrin. Fiskinn seld- um við á veitingastaði og víðar.“ Frá árinu 1997 hefur Guðrún rekið Íslensku fánasaumastofuna á Hofsósi þar sem íslenski fáninn hefur verið saumaður samfleytt í 50 ár. „Allar fánar sem eru saumaðir á Íslandi eru saumaðir hér.“ Hún hefur unnið með eiginmanni sínum að uppbyggingu Vesturfarasetursins á Hofsósi og starfað þar í 25 ár. „Það er allt að fara urinn. Auk þess hef ég mjög gaman af tónlist og dansi. Á yngri árum var ég virk í hestamennskunni en það hefur þurft að víkja fyrir öðrum verk- efnum.“ Guðrún Þorvaldsdóttir, sauðfjárbóndi, rekstraraðili fyrirtækja og bókari – 60 ára Fjölskyldan Guðrún, Linda, Þröstur, Sólveig og Valgeir þegar Sólveig var að útskrifast sem sjúkraliði. „Það er allt að fara í gang“ Með barnabörnunum Barnabörnin mætt til ömmu og afa til að taka þátt í sauðburði í fyrra, en þau taka þátt í sauðburðinum á hverju vori. Hjónin Valgeir og Guðrún. 40 ára Haraldur er Grindvíkingur, fæddur þar og uppalinn. Hann er málari frá Tækni- skólanum og er sjálf- stætt starfandi. Har- aldur er varaformaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Hann spilaði sjálfur körfu- bolta í meistaraflokki með Grindavík og Ísfirðingum. Maki: Aldís Hauksdóttir, f. 1988, hjúkr- unarfræðingur á dvalarheimilinu Víðihlíð. Börn: Bryndís Hekla, f. 2004, Heiðar Logi, f. 2017, og Elmar Elí, f. 2021. Foreldrar: Jóhannes Haraldsson, f. 1942, húsasmíðameistari, og Herborg Jónsdóttir, f. 1944, húsmóðir. Þau eru búsett í Grindavík. Haraldur Jón Jóhannesson Til hamingju með daginn Grindavík Elmar Elí Haraldsson fæddist 8. janúar 2021 kl. 5.46. Hann vó 3.474 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Haraldur Jón Jóhannesson og Aldís Hauksdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.