Morgunblaðið - 31.05.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
KR – ÍA ..................................................... 3:1
HK – Leiknir R......................................... 2:1
Fylkir – Stjarnan...................................... 1:1
Staðan:
Valur 6 5 1 0 12:6 16
Víkingur R. 6 4 2 0 11:5 14
KA 6 4 1 1 11:3 13
KR 7 3 2 2 12:9 11
FH 6 3 1 2 12:7 10
Breiðablik 6 3 1 2 14:10 10
Leiknir R. 7 2 2 3 9:10 8
Fylkir 7 1 4 2 10:13 7
HK 7 1 3 3 9:13 6
ÍA 7 1 2 4 8:15 5
Stjarnan 7 0 3 4 3:11 3
Keflavík 6 1 0 5 6:15 3
Lengjudeild karla
Kórdrengir – Þróttur R ........................... 2:1
ÍBV – Víkingur Ó ..................................... 2:0
Vestri – Grindavík .................................... 2:3
Staða efstu liða:
Fram 4 4 0 0 11:3 12
Fjölnir 4 3 0 1 6:2 9
Grótta 4 2 1 1 12:7 7
Kórdrengir 4 2 1 1 7:6 7
Mjólkurbikar kvenna
16-liða úrslit:
Fjarðab/Hött/Leiknir – Þróttur R ......... 1:7
2. deild kvenna
SR – Sindri................................................ 2:5
KM – Völsungur ..................................... 0:11
Einherji – Hamar ..................................... 2:2
KH – Hamrarnir....................................... 3:0
Staða efstu liða:
Völsungur 3 3 0 0 15:1 9
Fj/Höttur/Leiknir 3 3 0 0 15:6 9
Fjölnir 3 2 0 1 22:5 6
KH 3 2 0 1 10:2 6
Fram 2 2 0 0 8:4 6
Svíþjóð
AIK – Rosengård ..................................... 0:7
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með AIK.
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
Hammarby – Kristianstad...................... 3:1
- Sif Atladóttir lék allan leikinn með
Kristianstad og Sveindís Jane Jónsdóttir
kom inn á 63. mínútu. Elísabet Gunnars-
dóttir þjálfar liðið.
Piteå – Djurgården ................................. 1:0
- Hlín Eiríksdóttir kom inn á hjá Piteå á
72. mínútu.
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Djurgården.
Örebro – Häcken ..................................... 0:3
- Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía
Rán Rúnarsdóttir léku allan leikinn með
Örebro.
- Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á
84. mínútu og skoraði eitt mark.
Noregur
Odd – Bodö/Glimt ................................... 1:0
- Alfons Sampsted lék fyrstu 72 mínúturn-
ar með Bodö/Glimt.
Kristiansund – Lilleström ...................... 1:0
- Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 70
mínúturnar með Kristiansund.
Brann – Strömsgodset ............................ 3:0
- Valdimar Þór Ingimundarson lék fyrri
hálfleikinn með Brann en Ari Leifsson var
ónotaður varamaður.
Tromsö – Sarpsborg ............................... 0:2
- Adam Örn Arnarson var ónotaður vara-
maður hjá Tromsö.
- Emil Pálsson lék fyrstu 61 mínútuna
með Sarpsborg.
Vålerenga – Sandefjord ......................... 1:1
- Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 34
mínúturnar með Vålerenga.
- Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 66 mínút-
urnar með Sandefjord.
Haugesund – Viking................................ 4:2
- Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 68
mínúturnar með Viking.
Vålerenga – Lyn ...................................... 4:0
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn meðVålerenga og Amanda Andradóttir
lék fyrri hálfleikinn.
Lilleström – Arna-Björnar ..................... 5:2
- Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark
Arna-Björnar.
Bandaríkin
Cincinnati – New England Revolution . 0:1
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 65
mínuturnar með New England.
Los Angeles – New York City................ 1:2
- Guðmundur Þórarinsson var ónotaður
varamaður hjá New York.
England
Úrslitaleikur um sæti í B-deild:
Blackpool – Lincoln................................. 2:1
- Daníel Leó Grétarsson lék ekki með
Blackpool.
Þýskaland
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
Eintracht Frankfurt – Wolfsburg ......... 0:1
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á hjá
Frankfurt á 41. mínútu.
Frakkland
Lyon – París SG ....................................... 0:0
- Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í
barneignarfríi.
50$99(/:+0$
LANDSLIÐIÐ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
mátti þola 1:2-tap fyrir Mexíkó í vin-
áttuleik á AT&T-vellinum í Arling-
ton í Texas aðfaranótt sunnudags.
Mexíkó var heilt yfir mun sterkara
liðið og var sigurinn verðskuldaður.
Þegar flautað var til leiksloka var
Ísland aðeins búið að eiga eitt skráð
skot á markið gegn tíu hjá Mexíkó.
Þá var Mexíkó 65 prósent með bolt-
ann fyrir framan 40.000 manns á
mögnuðum heimavelli Dallas
Cowboys í NFL-deildinni.
Besti kafli Íslands kom snemma í
fyrri hálfleik og skoraði Birkir Már
Sævarsson sitt fjórða landsliðsmark
á 14. mínútu og fyrsta mark Íslands
gegn Mexíkó í fimmta leiknum. Það
reyndist eina mark fyrri hálfleiks en
Mexíkóar voru illviðráðanlegir í
seinni hálfleiknum. Varamaðurinn
Hirving Lozano skoraði tvö mörk á
73. og 78. mínútu eftir þunga pressu
allan hálfleikinn og tryggði Mexíkó
verðskuldaðan sigur.
Sex leikmenn léku sinn fyrsta
landsleik í Texas og komust þeir
misvel frá sínu. Brynjar Ingi
Bjarnason lék gífurlega vel, allt þar
til hann gerði sig sekan um mistök
sem orsökuðu jöfnunarmark Mexí-
kóa. Hörður Ingi Gunnarsson var
hinsvegar óöruggur í vinstri bak-
varðarstöðunni á meðan Þórir Jó-
hann Helgason var duglegur á
vinstri kantinum en fékk úr litlu að
moða. Þeir Gísli Eyjólfsson, Ísak Óli
Ólafsson og Rúnar Þór Sigur-
geirsson komu svo inn á í seinni
hálfleik, en gátu lítið gert gegn
sterku mexíkósku liði.
Þá fengu ungir og efnilegir leik-
menn tækifærið. Ísak Bergmann
Jóhannesson leit ágætlega út í sín-
um fyrsta byrjunarliðsleik og þá
kom Andri Fannar Baldursson
sterkur inn af bekknum í staðinn
fyrir Aron Einar Gunnarsson sem
var að glíma við meiðsli sem vonandi
eru ekki alvarleg.
Rúnar Alex Rúnarsson hefur átt
erfitt uppdráttar hjá landsliðinu og
Arsenal en hann átti einn sinn besta
landsleik. Hann varði nokkrum
sinnum virkilega vel, greip vel inn í
og var mjög öruggur í sínum að-
gerðum. Þrátt fyrir tap var nokkuð
um jákvæða punkta hjá íslenska lið-
inu.
Næst á dagskrá er annar vináttu-
leikur við Færeyjar á föstudag.
Jákvæðir punktar
þrátt fyrir tap
- Ísland tapaði fyrir Mexíkó í Texas
AFP
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í baráttunni gegn Mexíkó í Texas.
AT&T-völlurinn í Arlington Texas, vin-
áttulandsleikur, sunnudag 30. maí
2021.
0:1 Birkir Már Sævarsson 14.
1:1 Hirving Lozano 73.
1:2 Hirving Lozano 78.
Skilyrði: Léttskýjað og um 28 gráðu
hiti. Völlurinn magnaður.
Skot: Mexíkó 15 (10) - Ísland 2 (2).
Horn: Mexíkó 8 - Ísland 2.
Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Rúnar
Alex Rúnarsson. Vörn: Birkir Már
Sævarsson (Rúnar Þór Sigur-
geirsson 74), Hjörtur Hermannsson,
Mexíkó 2:1 Ísland
Brynjar Ingi Bjarnason (Ísak Óli
Ólafsson 80), Hörður Ingi Gunn-
arsson. Miðja: Jón Daði Böðvarsson
(Sveinn Aron Guðjohnsen 74), Ísak
Bergmann Jóhannesson, Aron Einar
Gunnarsson (Andri Fannar Bald-
ursson 60), Birkir Bjarnason (Aron
Elís Þrándarson 80), Þórir Jóhann
Helgason. Sókn: Kolbeinn Sigþórs-
son (Gísli Eyjólfsson 74).
Áhorfendur: 40.000.
Dómari: Ted Unkel.
Aðstoðardómarar: Corey Rockwell
og Nick Urang.
Chelsea sigraði í Meistaradeild
Evrópu karla í knattspyrnu eftir
1:0 sigur gegn Manchester City á
laugardagskvöldið. Er þetta í ann-
að sinn sem Chelsea sigrar í Meist-
aradeild Evrópu en alls hefur liðið
staðið sex sinnum uppi sem sigur-
vegari í Evrópukeppnum félagsliða
í sögu félagsins.
Eftir jafnan og spennandi fyrri
hálfleik kom sigurmarkið þegar
Kai Havertz slapp inn fyrir vörn
City eftir sendingu frá Mason Mo-
unt, lék á Ederson í marki City og
skoraði í autt markið.
Niðurstaðan er mikill sigur fyrir
þýska knattspyrnustjórann Thomas
Tuchel sem tók við stjórn liðsins í
janúar eftir að Frank Lampard lét
af störfum. Tuchel var þátttakandi
í úrslitaleiknum annað árið í röð því
hann stýrði París St. Germain á síð-
asta tímabili en tapaði þá fyrir Bay-
ern München. Chelsea lék einnig til
úrslita í ensku bikarkeppninni en
tapaði þar fyrir Leicester City.
AFP
Kátur Thomas Tuchel smellir kossi á bikarinn fræga á laugardag.
Chelsea sigraði í
Meistaradeildinni
Valur er einum sigri frá Íslands-
meistaratitlinum eftir að liðið
vann 71:65-sigur á Haukum á Ás-
völlum í öðrum leik liðanna í úr-
slitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í
körfuknattleik á Ásvöllum í gær.
Liðin mætast í þriðja sinn á Hlíð-
arenda á miðvikudagskvöldið og
Valskonur fá þar tækifæri til að
tryggja sér titilinn á heimavelli.
Valur vann öruggan sigur í
fyrsta leik liðanna. Meira jafnræði
var með liðunum í upphafi leiks
en á Hlíðarenda í fyrstu viður-
eigninni. Þar voru Valsarar komn-
ir í 18:2-forystu strax eftir fyrsta
leikhluta en heimakonur á Ásvöll-
um seldu sig dýrt í gær. Að þessu
sinni var Valur með þriggja stiga
forskot eftir fyrsta leikhluta og
liðin voru jöfn þegar þau fóru inn
í búningsklefa að loknum fyrri
hálfleik.
Þá var staðan 34:34 en Haukar
komust yfir í þriðja leikhluta.
„Það var svo háspenna í fjórða og
síðasta leikhlutanum og lítið skor-
að er bæði lið lögðu allt í sölurnar
til að kreista fram sigur,“ skrifaði
Kristófer Kristjánsson meðal ann-
ars í umfjöllun um leikinn á
mbl.is.
Helena Sverrisdóttir og Hallveig
Jónsdóttir skoruðu mikilvægar
þriggja stiga körfur fyrir Val á
síðustu mínútunum. Helena skor-
aði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9
stoðsendingar gegn uppeldisfélag-
inu. Var því aðeins einni stoðsend-
ingu frá þrefaldri tvennu.
Þóra Kristín Jónsdóttir var
stigahæst hjá Haukum með 16
stig.
Valskonur einum
sigri frá titlinum
Frákast Johnson og Elísabeth Ýr
berjast um boltann í gær.
_ Kringlukastarinn Guðni Valur
Guðnason er á þröskuldi þess að
vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum í Tókýó í sumar. Guðni
keppti á móti í Vaxjö í Svíþjóð um
helgina og kastaði kringlunni 65,39
metra. Mjög gott kast hjá Guðna en
61 cm frá lágmarkinu fyrir Ólympíu-
leikana í Tókýó. Simon Petterson
kastaði 69,48 metra á mótinu og
heimsmeistarinn Daniel Ståhl kastaði
69,11 metra en Vésteinn Haf-
steinsson þjálfar þá báða. Guðni held-
ur áfram að reyna
við lágmarkið og
keppir næst í
Gautaborg.
_ Frjálsíþrótta-
sambandið greindi
frá því að Mímir
Sigurðsson úr FH
hefði bætt sig
gríðarlega í kringlukasti á kastmóti
hjá ÍR. Náði Mímir að rjúfa 60 metra
múrinn og kastaði 60,32 metra. Mímir
bætti sig um heila fimm metra en
hans besti árangur var fram að þessu
55,54 metrar.
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr
GR lék vel á Irish Challenge-mótinu í
Dublin sem lauk í gær en mótið er
hluti af Áskorendamótaröð Evrópu í
golfi. Guðmundur lauk keppni á þrem-
ur höggum undir pari samtals en
hann lék hringina fjóra á 69, 71, 73 og
68 höggum. Guðmundur hafnaði í 12.-
17. sæti í mótinu. Hollendingurinn Da-
an Huizing sigraði eftir að hafa leikið
á níu undir pari samtals.
_ Daníel Jóhannesson og Júlíana
Karítas Jóhannsdóttir úr TBR eru ís-
landsmeistarar karla og kvenna í ein-
liðaleik í badminton en Íslandsmótið
fór fram um helgina. Kári Gunn-
arsson hefur staðið uppi sem Íslands-
meistari karla síðustu níu skipti en
tók ekki þátt í ár. Daníel mætti Ró-
berti Inga Huldarssyni úr BH í úrslita-
leiknum og vann í tveimur settum,
21:12 og 21:16.
Síðustu fimm ár
hefur Margrét Jó-
hannsdóttir orðið
Íslandsmeistari
kvenna en hún er
hætt keppni. Júl-
íana Karítas mætti
Sigríði Árnadótt-
ur, einnig úr TBR,
í úrslitum og hafði
Júlíana betur eftir tvö jöfn sett, 21:19
og 21:19. Daníel og Júlíana urðu bæði
Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.
_ Íslandsmeistarar Breiðabliks í
knattspyrnu hafa styrkt sig fyrir
seinni hluta sumarsins því félagið hef-
ur gengið frá samningi við belgísku
landsliðskonuna Chloé Vande Velde.
Kemur hún til Breiðabliks frá Gent í
Eitt
ogannað