Morgunblaðið - 31.05.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021
Þ
að er hreinasta ráðgáta að
enski leikstjórinn Guy
Ritchie eigi alltaf greiða
leið að feitum sjóðum til að
búa til kvikmyndir. Ritchie byrjaði
vissulega vel með Lock, Stock and
Two Smoking Barrells og Snatch,
töffaralegum glæpamyndum með
hnyttnum samtölum en eftir það hef-
ur nánast hver einasta mynd verið í
lélegri kantinum. Og nú bætist enn
ein í safnið, gauramynd sem ber
furðulega biblíulegan titil, Wrath of
Man eða Heift mannsins. Mun hún
vera endurgerð á franskri mynd sem
er vonandi betri.
Ritchie kom auga á Jason Statham
þegar sá síðarnefndi var fyrirsæta í
auglýsingaherferð fyrir French Con-
nection-fatamerkið eða svo segir sag-
an. Statham var sumsé módel en
hafði áður gert það gott í dýfingum
og var bæði fagurlega vaxinn og
myndarlegur. Statham þreytti frum-
raun sína í Lock, Stock … sem svip-
brigðalaus harðhaus og hefur nær
allar götur síðan verið svipbrigðalaus
harðhaus. Gagnrýnandi hefur haft
allnokkurt dálæti á Statham einmitt
vegna þessa, hversu stórkostlega ein-
hæfur leikari hann er og frábærlega
lipur slagsmálamaður. Ekkert fær
bitið á Statham og segir sagan að
hann sé með klausu í samningum sín-
um þess efnis að hann megi aldrei
tapa í slagsmálum bíómynda. Sel það
þó ekki dýrara en ég keypti.
Strax í byrjun myndar er ljóst að
hér er algjör karlamynd á ferð,
gauramynd, og upphafið er hræðileg
löggumyndaklisja. Statham leikur
dularfullan náunga að nafni Hill, sem
fær strax gælunafnið H. Hann er að
hefja störf hjá öryggisfyrirtæki sem
sér um að flytja verðmæti í brynvörð-
um bílum og hefur nýverið orðið fyrir
árás ræningja með þeim afleiðingum
að nokkrir verðir féllu í valinn. H
þreytir ýmis próf, m.a. þol- og skot-
próf og rétt nær þeim. Þykir það
grunsamlegt þar sem hann virðist
vera í ofurmannlegu formi og geta
drepið menn með augnaráðinu einu.
H er tekinn undir væng náunga sem
kallaður er Bullet eða Byssukúla (!)
og eins og í lélegri löggumynd gera
allir karlarnir á vinnustaðnum grín
að honum f́rá fyrsta degi og reyna að
gera lítið úr honum. „Hey, byssukúla,
hver er nýja kærastan þín?“ og þar
fram eftir götunum. Já, árið 2021 er
enn verið að frumsýna kvikmyndir
þar sem karlar telja það hámark allra
svívirðinga að líkja öðrum körlum við
konur, ótrúlegt en satt. Og þessi
bjánalegu samtöl skrifar Ritchie í
handritið sitt og þykir þau eflaust
bráðfyndin.
En alltént. Það líður varla heill
vinnudagur áður en önnur árás er
gerð á þá Bullet og H og kemur þá í
ljós að H er líkari vélmenni en manni,
skýtur alla ræningjana eins og að
drekka vatn og minnir meira á Tor-
tímandann hér um árið en mann af
holdi og blóði. Þetta þykir starfs-
mönnum fyrirtækisins grunsamlegt
og átta þeir sig nú á því að H er ekki
allur þar sem hann er séður. Kemur
enda fljótlega í ljós að H á harma að
hefna (en ekki hvað?) og hefur ráðið
sig til fyrirtækisins í von um að kom-
ast að því hver eða hverjir ollu hon-
um þeim mikla harmi. Í löngum end-
urlits- og útskýringarkafla verður
þetta áhorfendum ljóst og er sá kafli
alltof langur og ítarlegur. Undir lok
myndar er maður, þrátt fyrir þessa
langloku , engu nær um aðalpersón-
una H, og hefur enga skýringu fengið
á ofurmannlegum bardagahæfi-
leikum hans eða forsögu. Ritchie
virðist hafa tekið þá ákvörðun að búa
til nær ómennska aðalpersónu í kvik-
mynd sem á að snúast um harm
þeirrar persónu og hefndarþorsta.
Og fléttan er að sama skapi heldur
klén, forsaga glæpagengisins sem H
leitar að er býsna ótrúverðug og
framsetningin öll tilfinningalaus og
köld. Það sem bjargar myndinni frá
því að sökkva á botninn eru vel tekin
hasaratriði og flott útlit almennt,
drungaleg lýsing og litir og á köflum
taugatrekkjandi hljóðmynd og tón-
list.
Þegar upp er staðið reynist Heift
mannsins algjörlega sálarlaus hasar-
glæpamynd en tæknilega vel unnin
og hægt að njóta hennar þegar lætin
eru hvað mest. Stærsti glæpur leik-
stjórans Ritchie, fyrir okkur aðdá-
endur Stattarans, er að hann fær
ekkert að sýna þá miklu fimi sem
hann er frægur fyrir og lítið sem ekk-
ert um andsvör í formi fimmaura-
brandara. En þær örfáu hnyttnu
setningar sem hann fær þó að segja
reynast nokkrar sárabætur.
Steinrunninn Stattari
Hanaslagur Nokkrir öryggisverðir í Wrath of Man keppast við að lítillækka
hver annan og þá sérstaklega H sem Jason Statham leikur.
Smárabíó, Sambíóin Keflavík,
Laugarásbíó, Borgarbíó og
Háskólabíó
Heift mannsins/Wrath of Man
bbnnn
Leikstjórn og handrit: Guy Ritchie. Að-
alleikarar: Jason Statham, Holt McCall-
any, Josh Hartnett, Scott Eastwood,
Jeffrey Donovan, Austin Post og Niamh
Algar. Bandaríkin og Bretland, 2021. 118
mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Alexander Dan Vilhjálmsson gaf
sjálfur út sína fyrstu skáldsögu,
Hrímland, þegar enginn annar vildi
gera það. Hann sendi svo fyrstu
kaflana úr bókinni til bresks stórfyr-
irtækis sem tók henni opnum örm-
um og gaf út á ensku fyrir tveimur
árum.
Alexander skrifar bækur sem
kalla má furðusögur, enda gerast
þær á Íslandi sem er frábrugðið því
sem við þekkjum; dularfullt og ógn-
vekjandi, uppfullt af galdri og furðu-
legum og óttalegum verum. Skáld-
saga hans, sem heitir Skammdegis-
skuggar í íslenskri útgáfu, kom út á
ensku hjá einu stærsta forlagi heims
fyrir ári og hann vinnur nú að fram-
haldi hennar.
Skammdegisskuggar eiga rætur í
Hrímlandi sem kom út fyrir nokkr-
um árum, en þegar Alexander sendi
það handrit til íslenskra útgefenda
vildu þeir ekki gefa bókina út svo
hann gerði það sjálfur, vildi finna
bókinni farveg.
Síðar þegar Alexander var í rit-
listarnámi í Háskóla Íslands fór
hann í skiptinám til London og tók
þar ritlistaráfanga á ensku. „Þá
prófaði ég að skrifa á ensku og sá að
ég gat alveg skrifað skáldskap á
ensku, hinir nemendurnir, sem voru
enskumælandi, voru bara að gera
öðruvísi mistök en ég.“
Í kjölfarið bar það við að eitt
stærsta bókaforlag Bretlands, Goll-
ancz, opnaði tímabundið fyrir inn-
sendingu handrita. „Ég hugsaði:
þetta er flott „deadline“ til þess að
prófa að þýða bókina. Hún fór síðan í
2.000 handrita hrúgu og lá hjá Goll-
ancz í eitt og hálft ár og ég gleymdi
þessu bara, nú var ég bara búinn
með þessa bók. Ég reyndi að finna
henni einhvern farveg en ef þú heyr-
ir ekki frá svona opinni innsendingu
þá er bara verið að segja nei.
En þetta var ekki þannig, þau
voru bara að handskrifa neitunar-
bréf til tvö þúsund höfunda í eitt og
hálft ár. 2017 fékk ég svo ég tölvu-
póst frá ritstjóra hjá Gollancz sem
bað mig um restina af handritinu.
Þegar ég sá hvað þetta var lokaði ég
póstinum strax, fór svo fram og fékk
kvíðakast af því að ég var ekki búinn
að þýða restina.“
Hægt er að horfa á allt viðtalið við
Alexander í þættinum Dagmálum
sem aðgengilegur er áskrifendum
Morgunblaðsins á mbl.is.
Morgunblaðið/Hallur
Kvíðakast Alexander Dan Vihjálmsson sendi handrit út í óvissuna.
Íslensk furðusaga
- Furðusögur Alexanders Dans
Vilhjálmssonar koma út á ensku
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
WASHINGTON POST
AUSTIN CHRONICLE
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
ERLENDIR GAGNRÝNENDUR SEGJA:
“EMMA STONE AND EMMA THOMPSON,
THE TWO ARE A DELIGHT BOTH APART
AND TOGETHER…”
“THE BIGGEST SURPRISE OF 2021…”
“IT JUST EXCEEDED ALL OF MY
EXPECTATIONS…”