Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.05.2021, Qupperneq 32
Firnindi er yfirskrift mál- verkasýningar Brians Pilk- ingtons sem opnuð var í Listhúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5 laugardaginn 29. maí og stendur til 23. júní. Brian flutti til Íslands 1976 og er þekktastur fyrir myndlýsingar á jólasvein- um og tröllum í bókum sín- um. Á sýningunni Firnindi má sjá 25 nýleg landslags- málverk. „Ástríða hans fyrir landslagsmálverkinu var endurvakin eftir yndislegt sumar í fyrra, þar sem hann ferðaðist um óbyggðir Íslands,“ segir í tilkynningu. Um verk sín segir Brian: „Það eru andlegir töfrar sem mað- ur upplifir úti í íslenskum óbyggðum. Fegurð þeirra og harka eru stundum yfirþyrmandi. Síbreytileg birtu- og veðurskilyrði gera það að heillandi áskorun að fanga.“ Opið er í listhúsinu milli kl. 10 og 18 á virkum dögum og milli kl. 11 og 16 á laugardögum. Brian Pilkington í Listhúsi Ófeigs MÁNUDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. HK vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deild karla í knatt- spyrnu í sumar þegar 7. umferð deildarinnar hófst í gærkvöldi með þremur leikjum. HK vann Leikni úr Breiðholti 2:1 í Kórnum í Kópavogi. KR vann ÍA 3:1 í Frostaskjóli en KR hafði þurft að bíða lengi eftir sigri á heimavelli. Fylkir og Stjarnan gerðu 1:1 jafntefli í Ár- bænum. Stjarnan er enn án sigurs og Fylkir hefur gert fjögur jafntefli í fyrstu sjö leikjunum. Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson náði þeim áfanga í gær að leika sinn 400. deildarleik á ferlinum. »27 Fyrsti sigurinn hjá HK í gær og KR vann loksins á heimavelli ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verknám ætti enginn að vanmeta og nú tel ég okkur bræðurna örugga með atvinnu til framtíðar,“ segir Guðfinnur Ragnar Jóhannsson í Bol- ungarvík. Hann er einn þríbura sem brautskráðust frá Tækniskólanum í síðustu viku með D-stig vélstjórnar, það er ótakmörkuð réttindi hvað afl- stærð viðvíkur. Hinir bræðurnir eru Þórir Örn og Gunnar Már. Þeir þrír eru fæddir 31. maí 1998 og því 23 ára í dag. „Við erum af Ströndum en flutt- umst með systkinum og foreldrum okkar, þeim Jóhanni Áskeli Gunn- arssyni og Guðrúnu Guðfinnsdóttur, hingað til Bolungarvíkur árið 2013,“ segir Guðfinnur. „Höfum mótast af umhverfi og samfélagi í sjávarþorp- inu. Bræður mínir hafa verið á sjó á ýmsum bátum svo sem Otri og Fríðu Dagmar sem gerðir eru út héðan frá Bolungarvík; Þórir er með bíladellu og við Gunnar erum í björgunar- sveitinni. Við höfum að einhverju leyti farið ólíkar leiðir í lífinu en er- um að flestu leyti þó nokkuð sam- stiga.“ Endalaus stærðfræði Bræðurnir þrír hófu nám við Menntaskólann á Ísafirði haustið 2015. Voru þar og þá hver á sinni línu og Guðfinnur lauk stúdentsprófi vorið 2018. Þegar þar var komið sögu voru Þórir Örn og Gunnar Már til sjós auk þess að hafa verið í járn- smíðanámi, en haustið 2019 héldu bræðurnir þrír allir saman suður til náms í vélstjórn við Tækniskólann. Vélstjóranámið segir Guðfinnur hafa verið skemmtilegt og krefjandi. „Þegar í Tækniskólann kom vorum við bræðurnir búnir með ýmis grunnfög framhaldsskólanáms svo við fórum strax í faggreinar eins og vél- og rafmagnsfræði og kælitækni. Nám er ekkert annað en vinna og þessi fög sem ég nefni eru fyrst og síðast endalaus stærðfræði með jöfnuútreikningum. Nokkra áfanga tókum við í fjarnámi við aðra skóla – og þannig gekk kapallinn upp. Að fá prófskírteini og geta sett upp húfuna við athöfn í Hörpu var ljúft.“ Verða flestir vegir færir Guðfinnur Ragnar starfar í sumar í vélsmiðjunni Mjölni í Bolungarvík. Þar er mikið umleikis þessa dagana og þegar Morgunblaðið ræddi við Guðfinn var hann með starfsfélögum sínum að taka upp gíraverk í bát. Gunnar Már og Þórir Örn starfa í sumar hjá fyrirtækinu Rafverki í Bolungarvík og eru þessa dagana að setja upp línur og lýsingar í nýju frystihúsi í bænum. „Nokkrir félaga okkar fóru í bók- nám og hafa jafnvel lokið stúdents- prófi. Hafa síðan fært sig í verklegar greinar; pípulagnir, múverk og slíkt. Við bræðurnir höldum áfram á sömu braut, ætlum í haust í rafiðnaðar- nám við Tækniskólann. Með réttindi rafvirkja og vélstjóra ættu okkur að verða flestir vegir færir,“ segir Guð- finnur að síðustu. Ljósmynd/Aðsend Bræður Frá vinstri talið: Gunnar Már, Guðfinnur Ragnar og Þórir Örn Jóhannssynir við brautskráningu í Hörpu. Þríburarnir vélstjórar - Bræður úr Bolungarvík - Verknám nýtist vel - Ótak- mörkuð réttindi - Ætla næst í rafvirkjann - 23 ára í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.