Fréttablaðið - 22.10.2021, Page 12
Ég held það sé hvergi
hægt að finna
sprengjugeymslur í
miðri höfuðborg
annars staðar í Evrópu.
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þrúður S. Ingvarsdóttir
lést á hjartadeild Landspítalans
fimmtudaginn 14. október.
Útför hennar fer fram í Hafnarfjarðar-
kirkju mánudaginn 25. október kl. 13.00.
Reynir S. Hreinsson Nína B. Bernhöft Salvarard.
Gottskálk D. B. Reynisson Saga Sigríðardóttir
Bjarni F. Bernhöft Reynisson
Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir
Nýr sýningarsalur í gömlu
kartöflugeymslunum verður
vígður um helgina með list-
sýningu Gallerísins.
arnartomas@frettabladid.is
„Það er nýmæli að gallerí séu með
kynningar á verkum sinna mynd-
listarmanna á öðrum stað en i
galleríinu sjálfu,“ segir myndlistar-
maðurinn Gunnella hjá Galleríinu
Skólavörðustíg 20. Galleríið stendur
fyrir myndlistarsýningu sem verður
opnuð í gömlu kartöflugeymslun-
um í Ártúnsbrekku næstkomandi
laugardag 23. október klukkan
14.00. „Markmið Gallerísins með
Sýningunni er að útvíkka sýnileik
Gallerísins og gefa þeim mynd-
listarmönnum sem eru í samstarfi
við það eftirtektarvert tækifæri til
aukinnar kynningar með ferskum
stórviðburði í sögufrægu húsnæði.“
Sýningin ber einfaldlega heitið
Sýningin, og samanstendur af verk-
um frá tuttugu myndlistarmönnum
Gallerísins. Þetta verður fyrsta
myndlistarsýningin sem haldin er
í nýjum sýningarsal gömlu kartöflu-
geymslnanna. „Þetta er einstaklega
áhugaverður sýningarsalur og það
er frábært tækifæri að fá að vera
fyrstu sýnendur í salnum,“ segir
Gunnella. „Þessi bygging er auð-
vitað sögufræg og á sér skemmti-
lega sögu.“
Flest verk Sýningarinnar voru
unnin sérstaklega í tilefni hennar
og segir Gunnella að sum þeirra
hafi beina skírskotun í sögu bygg-
ingarinnar sem kartöflugeymslna.
„Sýnd verða til dæmis olíumálverk,
vatnslitaverk, hönnun, skúlptúrar
og grafík,“ segir hún. „Það verður
fjölbreytileiki sem einkennir sýn-
inguna.“
Uppgerð sprengjugeymsla
Byggingarnar sem f lestir þekkja
sem gömlu kartöf lugeymslurnar
voru upprunalega reistar í Hval-
firði af bandarískum hermönnum
og nýttar sem sprengjugeymslur
fyrir herskip í seinni heimsstyrjöld-
inni. Eftir stríðið voru byggingarnar
f luttar í Ártúnsbrekkuna þar sem
þær standa enn og voru lengi notað-
ar til að geyma kartöflur. Á undan-
förnum árum hefur svo verið unnið
að því að umturna stríðsminjunum
í hönnunar- og listamiðstöð.
„Þetta eru rosalega merkilegar
byggingar, ekki bara á íslenskan
mælikvarða,“ segir Kristinn Brynj-
ólfsson, hönnuður og maðurinn
á bak við endurreisn kartöf lu-
geymslnanna. „Ég held það sé hvergi
hægt að finna sprengjugeymslur
í miðri höfuðborg annars staðar í
Evrópu.“
Sú hugsjón sem Kristinn hefur
borið í brjósti fyrir svæðið kviknaði
árið 1996 og við tók langt og strangt
verk. „Það þurfti að endurbyggja
þetta allt,“ segir hann. „Margir
héldu að byggingarnar væru hrein-
lega ónýtar þegar ég tók við þeim.“
Aðspurður hvenær megi vænta
þess að miðstöðin verði opnuð segir
Kristinn að þetta sé verk í vinnslu.
„Byggingin þar sem Sýningin verður
er í raun nýbygging sem var byggð
aftan við geymslurnar,“ segir hann.
„Húsnæðið er svo hugsað þannig að
í öllum byggingum verði starfsemi
sem tengist skapandi greinum, eins
og deiliskipulag Reykjavíkurborgar
fyrir lóðina gerir ráð fyrir, en hún
er í jaðri útivistarsvæðis Elliðaár-
dalsins.“n
Endurreisnin í gömlu kartöflugeymslunum
arnartomas@frettabladid.is
Vorið 1253 fluttist Gissur Þorvalds-
son, oft kallaður Gissur jarl, norður í
Skagafjörð og settist að á Flugumýri
við Blönduhlíð. Gissur var Hauk-
dælingur, hafði lengi eldað grátt silfur
við Sturlunga en hafði hug á að efna til
sátta. Í þeirri viðleitni gifti hann son
sinn Hall yngstu dóttur Sturlu Þórðar-
sonar, Ingibjörgu. Brúðkaup þeirra var
haldið sama haust.
Friðurinn lagðist misvel í menn og
meðal þeirra sem voru ósáttir var
Eyjólfur Þorsteinsson sem safnaði liði
vopnaðra manna og kom að Flugumýri
21. október. Liðsmenn Eyjólfs gerðu
misheppnaðar tilraunir til að ráðast
inn á bæinn en þegar þeim varð ekki
ágengt var ákveðið að kveikja í húsun-
um áður en liðsauki bærist Gissuri. 25
manns fórust í eldinum, þar á meðal
kona Gissurs, Gróa Álfsdóttir, og synir
þeirra þrír. Gissur sjálfur skreið ofan í
sýruker í matarbúri bæjarins og komst
þannig lifandi undan eldinum. n
Þetta gerðist 22. október 1253
Sturlungar brenna Flugumýri
Gunnella
Ólafsdóttir og
Laufey Jens-
dóttir verða
með verk á
Sýningunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Kartöflugeymslurnar munu hýsa starfsemi sem byggir á skapandi greinum.
25 manns fórust í eld-
inum, þar á meðal kona
Gissurs, Gróa Álfsdóttir,
og synir þeirra þrír.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2021 FÖSTUDAGUR