Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 19

Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 19
Við förum yfir það hvernig maður undirbýr málningar- vinnuna, hvað ber að varast, hvernig er best að fara að og hvaða áhöld og efni er best að nota. Hjá okkur geta allir fengið góða aðstoð. Nýja litastúdíóið fer ekki fram hjá neinum sem kemur í BYKO. Það er afskaplega fallega hannað og breitt úrval lita prýðir alla veggi. BYKO selur Svansvottaða málningu og öll innimálning er nú á 25% afslætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í litaráðgjöfinni eru hin ýmsu litarblæbrigði og litatónar kynntir fyrir við- skiptavinum og Jóhanna útskýrir eðli og áhrif litanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í málningar- deildinni er nú skjár sem gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með stöðunni á pöntunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Það er hægt að bóka ókeypis tíma í litaráðgjöf í litastúdíóinu í gegnum rafrænt bókunarkerfi á heimasíðu BYKO. MYND/AÐSEND lifun fólks á litum er svo afskaplega persónubundin,“ segir Jóhanna. „Smekkur fólks er eins ólíkur og hugsast getur og það er mikilvægt að litaval miðist við óskir hvers og eins, en saman finnum við réttu litapallettuna.“ Litir hafa mikil áhrif á okkur „Í litafræðunum eru litir oftar en ekki tengdir tilfinningum og það er gaman að velta áhrifum lita á fólk fyrir sér. Þannig eru gulir litir fagnandi og sólríkir og geta verið örvandi fyrir heilabúið. Rauðir litir eru litir sterkra tilfinninga og þeir eru ástríðufullir, djarfir og inni- legir, en rauður er einnig litur reið- innar,“ segir Jóhanna. „Grænir litir standa svo fyrir náttúruna og geta bæði verið kyrrlátir og hressandi, en eru í grunninn litur jafnvægis og róar. Bláir litir tengjast himni og vatni og þeir eru tengdir skýrri hugsun, rólegu íhugandi umhverfi og blár er líka litur draumanna. Bleikir litir eru svo lifandi og jákvæðir á meðan jarðlitir tengjast náttúrulega jörðinni okkar og eru afskaplega róandi. Það eru þeir tónar sem eru vinsælastir hjá okkur um þessar mundir.“ Alhliða ráðgjöf fyrir öll verkefni „Í málningardeildinni okkar fá viðskiptavinir alhliða ráðgjöf, ekki bara varðandi litaval heldur einnig við val á réttu málningunni, því málning er ekki bara málning. Það þarf að velja réttu tegundina af málningu, rétt gljástig og margt fleira fyrir hvert rými,“ segir Jóhanna. „Það þarf líka að undir- búa veggi, glugga og fleira fyrir málningu, en í málningardeildinni fær fólk faglega aðstoð við þetta allt saman. Við leggjum áherslu á að veita sem allra bestu aðstoð við málningarvinnuna. Verkefnin eru ólík en við gefum viðeigandi ráð eftir þörfum. Við getum til dæmis gefið ungu fólki sem er að fara að mála sína fyrstu íbúð aðstoð og leiðbeiningar fyrir allt ferlið,“ útskýrir Jóhanna. „Við förum yfir það hvernig maður undirbýr málningarvinnuna, hvað ber að varast, hvernig er best að fara að og hvaða áhöld og efni er best að nota. Hjá okkur geta allir fengið góða aðstoð og svo er líka bara gaman að koma og spjalla við okkur hér í litaráðgjöfinni í Breiddinni og spá og spekúlera í litum út frá ýmsum forsendum.“ Pantið tíma í ókeypis ráðgjöf „Nú er einnig hægt að bóka ókeypis tíma hjá mér í litaráðgjöf í litastúdíóinu alla virka daga, en það er gert í gegnum rafrænt bók- unarkerfi á heimasíðu BYKO,“ segir Jóhanna. „Það er um að gera að kíkja í heimsókn og nýta sér þessa skemmtilegu nýjung, sérstaklega núna, því við erum að bjóða 25% afslátt af allri innimálningu. Oftar en ekki eru viðskipta- vinir okkar að koma við í f leiri deildum í BYKO, til dæmis í JKE innréttingum, sem er vandað danskt vörumerki sem býður upp á breiða línu af innréttingum í hæsta gæðaflokki,“ segir Jóhanna. „Það er líka auðvelt að bóka tíma hjá færu teiknurunum okkar sem veita inn- réttingaráðgjöf í gegnum rafræna bókunarkerfið á heimasíðunni okkar. Okkur finnst virkilega ánægjulegt að geta boðið við- skiptavinum upp á litaráðgöf sam- hliða innréttingavali og öðru, en hérna í BYKO vinnum við saman að því að skapa fallega heildar- mynd fyrir heimilin.“ n kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 22. október 2021 FYRSTA HEIMILIÐMÁLNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.