Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.10.2021, Qupperneq 20
Hjá Álfaborg má finna gríðarlegt úrval af gólf- efnum fyrir fyrirtæki og heimili. Þar starfar fagfólk með áratugalanga reynslu og þekkingu á gólfefnum. Starfsfólkið tekur vel á móti viðskiptavinunum og veitir faglega ráðgjöf. Síðustu misseri hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í Álfaborg en verið var að breyta versluninni til að koma betur til móts við við­ skiptavinina. Búið er að stækka sýningarsalinn og búa til betri aðstöðu til þess að veita persónu­ legri þjónustu og verslunin er öll orðin rúmbetri og aðgengilegri. Álfaborg hefur starfað frá árinu 1986 og þar vinnur fólk sem hefur í gegnum árin öðlast mikla þekk­ ingu og reynslu af gólfefnum fyrir allar aðstæður. „Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar séu í góðum höndum,“ segir Rúnar Höskulds­ son framkvæmdastjóri Álfaborgar. „Það er lykilatriði að vera með starfsfólk sem tekur vel á móti við­ skiptavinunum og getur leiðbeint þeim við val á rétta gólfefninu. Ég myndi segja að helsti kostur fyrir­ tækisins sé starfsfólkið.“ Ný parketdeild Nýlega var ný parketdeild opnuð í Álfaborg fyrir vörur frá Berry Alloc og Tarkett. Bæði harðparket, viðarparket, dúka og vínylparket. „Við erum með nýtt Ocean+ harðparket frá Berry Alloc, en það eru tveggja metra löng borð og extra breiðir plankar. Ocean+ er fáanlegt í tíu náttúrulitum,“ segir Rúnar. „Parketið er vaxhúðað með Hydro+ tækni sem kemur í veg fyrir að raki komist inn í efnið. Það hentar fyrir öll gólf og rými og er einstaklega auðvelt að leggja með endalæsingu. Þetta er parket fyrir þá sem gera kröfur um fallegt útlit og mikil gæði.“ Rúnar segir að vínylparket hafi mikið verið að ryðja sér til rúms síðustu misseri enda ótrúlega sterkt og endingargott gólfefni sem þolir nánast hvað sem er. „Tarkett er fyrirtæki sem býður upp á ótrúlega góðar lausnir og liti þegar kemur að vínylparketi. Viðarparket og harðparket er alltaf vinsælt en vínylparket er flott við­ bót í gólfefnaúrval okkar. Vínyl­ parketið er bæði hægt að kaupa með smellukerfi og svo niðurlímt.“ Flísar í miklu úrvali Álfaborg hefur einnig verið að taka inn nýjar vörulínur í f lísum. Flísadeildin hefur tekið miklum breytingum og þar er boðið upp á mikið úrval flísa. Flísadeildin hjá Álfaborg er þekkt fyrir hágæða­ framleiðendur eins og Porcelanosa Allt á gólfið á einum stað í endurbættri verslun Rúnar Höskuldsson segir að helsti kostur fyrirtækisins sé starfsfólkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Starfsfólk Álfa- borgar tekur vel á móti við- skiptavinum og veitir faglega þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Útiflísar fyrir íslenskar aðstæður á hagstæðu verði.Útiflísar hafa verið mjög vinsælar hjá viðskiptavinum. Það er lykilatriði að vera með starfs- fólk sem tekur vel á móti viðskiptavinunum og getur leiðbeint þeim við val á rétta gólfefninu. Rúnar Höskuldsson 6 kynningarblað 22. október 2021 FÖSTUDAGURFYRSTA HEIMILIÐ GÓLFEFNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.