Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 21
Með nýrri tækni er
mögulegt að fá
aukinn fjölda af
útfærslum svo sem flísar
í marmaraútliti, steini,
parketi, ýmsum litum og
með fjölbreyttu yfir-
borði.
Rúnar Höskuldsson
Miklar breyt-
ingar hafa
verið gerðar á
verslunni. Hún
er rúmgóð og
þægileg og að-
gengi er gott.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
IBLA er ný glæsi-
leg lína sem er
væntanleg til
landsins.
Nýtt harðparket frá Berry Alloc –
Ocean+. MYNDIR/AÐSENDAR
Pro matrix er ein vinsælasta flísin.
Segno viðarparketið frá Tarkett er glæsilegt.
Stórar ítalskar flísar frá Imola.
Terazzo flísar njóta mikilla vinsælda
um þessar mundir.
frá Spáni. Álfaborg er einnig aðili
að NAXB sem er innkaupasam-
band 200 endursöluaðila á Norður-
löndunum sem sér um að þróa og
hanna flísar og tengdar vörur.
„NAXB flísarnar eru hannaðar
og þróaðar af ítölskum hönnuðum
eftir forskrift sambandsaðila undir
vörumerki Naxb – Pro System.
Framleiðsla á þeim fer síðan fram
víðs vegar um Evrópu, þar sem það
er hagkvæmast hverju sinni. Þetta
er hágæða vara á mjög sanngjörnu
verði,“ útskýrir Rúnar.
Álfaborg býður fjölda lausna frá
viðkenndum ítölskum framleið-
endum á stórum flísum en Rúnar
segir að eftirspurn eftir slíkum
flísum hafi aukist.
„Það er orðið mögulegt að búa
til f lísar í stærðum sem eru allt að
160x320 cm. Ávinningur af stórum
flísa er útlitið. Fullkomið flatt yfir-
borð og færri fúgur. Það er hægt er
að nota flísarnar á gólf og veggi og
þær eru einnig góð lausn í borð-
plötur,“ segir hann.
„Með nýrri tækni er mögulegt að
fá aukinn fjölda af útfærslum svo
sem flísar í marmaraútliti, steini,
parketi, ýmsum litum og með fjöl-
breyttu yfirborði. Það er eitthvað
sem hönnuðir fagna mjög.“
Rúnar segir að ný glæsileg
flísalína frá Piemme – IBLA sé
væntanleg til landsins. Flísarnar
eru í náttúrusteinsútliti en fyrir-
myndin er fágætur marmari sem
finnst einungis á Sikiley. Flísarnar
eru fáanlegar í fjórum litbrigðum:
Nera, Linfa, Colofonia og Resina í
mörgum stærðum.
„Þetta er ítölsk hönnun eins og
hún gerist best!“ segir Rúnar.
Útiflísar sem henta á Íslandi
Hjá Álfaborg er einnig gott úrval
útiflísa sem hafa fengið frábærar
viðtökur hjá viðskiptavinum, að
sögn Rúnars. Flísarnar eru við-
haldsfríar svo ekki þarf að mála
pallinn reglulega.
„Við erum með útiflísar sem
henta íslenskum aðstæðum. Þær
eru með hálkuvörn og sameina
kosti f lísa og garðhellna. Þær eru
veðurþolnar, með lága vatns-
drægni og upplitast ekki,“ upplýsir
Rúnar.
„Útiflísarnar henta vel á svalir,
á pallinn, tröppur, göngustíga og
fleira. Það er hægt að leggja þær
sjálfberandi á stuðningskerfi, líma
þær og leggja á þjappaða möl eða
gras. Við eigum mikið úrval af
þeim og það er auðvelt að leggja
þær.“
Teppi og dúkar
Í teppadeildinni hjá Álfaborg eru
fjölmargir valkostir sem fyrirtæki
hafa nýtt sér mikið. Til dæmis með
því að blanda saman teppaflísum
og vínylparketi á gönguleiðum.
„Við höfum einnig mikið verið
að selja stigahúsateppi fyrir hús-
félög og eigum gott úrval af slíkum
teppum,“ segir Rúnar.
„Við aðstoðum húsfélög við val
á stigahúsateppum. Við komum
á staðinn með prufur og mælum
upp stigahúsið. Í framhaldi af því
gerum við tilboð í verkefnið að
kostnaðarlausu.“
Hjá Álfaborg má einnig finna
úrval gólfdúka auk fylgiefna og
múrvöru. Það er í raun allt í boði
fyrir gólfið á einum stað. n
kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 22. október 2021 FYRSTA HEIMILIÐGÓLFEFNI