Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 24
Securitas hefur frá upphafi
boðið heimilum landsins
upp á Heimavörn. Þar getur
heimilisfólk stjórnað ýmsum
aðgerðum og fylgst með
heimilinu frá einum stað,
líka ef það er ekki heima.
Heimavörn Securitas hefur verið
hjartað í þjónustuframboði fyrir-
tækisins frá stofnun þess. Reynsla
viðskiptavina af Heimavörn er
gríðarlega góð og hefur þjónustan
komið í veg fyrir tjón og skemmdir
á eignum ótal sinnum, að sögn
Nínu Louise Auðardóttur, sér-
fræðings í stafrænni þróun og
markaðsmálum hjá Securitas. „Það
eru svo mikil þægindi fólgin í því
að geta stjórnað öllu á sama stað,
hvar og hvenær sem er. Fólk getur
verið rólegt fjarri heimilinu, vitandi
það að við stöndum vörðinn allan
sólarhringinn. Það sem gerir
Heimavörnina líka þægilega er að
fólk getur fylgst með heimilinu
þegar það er ekki sjálft heima. Það
á við ef til dæmis einhver hringir
dyrabjöllunni, ef hundurinn er einn
heima eða ef óvæntur umgangur
er í kringum húsið. Það eykur
þægindin til muna því þó ekki sé
um raunverulegt innbrot að ræða
finnst fólki gott að geta fylgst með
og geta þá gert ráðstafanir sé það
nauðsynlegt.“
Hentar öllum heimilum
Ákveðinn grunnpakki er inni-
falinn í Heimavörn að sögn Nínu.
„Hann inniheldur búnað (7"
snertiskjá og hurða- og glugga-
skynjara eftir þörfum), tengingu
við stjórnstöð Securitas allan
sólarhringinn, sem og viðbragðs-
þjónustu öryggisvarða allan
sólarhringinn. Viðhald á búnaði er
einnig í höndum Securitas.“
Heimavörn er ætluð fyrir allar
stærðir af heimilum segir hún.
„Með snjallvæðingu Heima-
varnarinnar er hún svo miklu
meira en bara öryggiskerfi. Það er
hægt að stjórna lýsingu, raftækjum
og læsingum með kerfinu. En
einnig er mjög mikið öryggi fyrir
öll heimili að hafa vatns- og reyk-
skynjara tengda kerfinu.“
Í sífelldri þróun
Nína segir Securitas vera með
Heimavörn í sífelldri þróun í sam-
starfi við Alarm.com, eitt stærsta
öryggisfyrirtæki heims. „Sú þekk-
ing og reynsla sem þar býr hefur
hjálpað Securitas gríðarlega mikið
síðustu árin og mun gera á kom-
andi árum. Heimili með Heima-
vörn eru betur varin fyrir tjónum
og innbrotum með viðbragði allan
sólarhringinn en önnur heimili og
sýnir það sig daglega í okkar starfi
hversu verðmæt okkar þjónusta er
við heimili landsins.“
Sérhæfð þjónusta
Öryggisráðgjafar Securitas aðstoða
fólk við að finna hvað hentar hverju
og einu heimili, segir Nína. „Það
er margs konar öryggisbúnaður í
boði sem tengist við Heimavörnina.
Okkur finnst mjög mikilvægt að
hver og einn viðskiptavinur fái sér-
hæfða þjónustu því hvert heimili
er ólíkt. Við uppsetningu Heima-
varnar taka við tæknimenn sem
koma og setja allt upp og kenna
viðskiptavininum á búnað sem og
kerfi þannig að þjónustan nýtist
hverjum og einum sem best. Seinna
meir er síðan einfalt að bæta við
búnaði, svo sem myndavél, hreyfi-
skynjara, dyrasíma, snjalllás, snjall-
perum og snjalltengi. Að lokum má
nefna að það er enginn binditími
þegar gerður er samningur um
Heimavörn.“ ■
Nánari upplýsingar á securitas.is/
heimavorn.
Verðmæt þjónusta við heimili landsins
„Það eru svo
mikil þægindi
fólgin í því að
geta stjórnað
öllu á sama
stað, hvar og
hvenær sem
er,“ segir Nína
Louise Auðar-
dóttir, sérfræð-
ingur í staf-
rænni þróun og
markaðsmálum
hjá Securitas.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Það er óþarfi
að standa við
gluggann og
fylgjast með
þegar þú getur
notað appið.
Það er margs konar öryggisbúnaður í boði fyrir heimili
landsins sem tengist við Heimavörnina.
Heimavarnar-appið er einfalt og þægilegt í notkun.
Heimavörn
er ætluð fyrir
allar stærðir af
heimilum.
Hægt er að tengja Heimavörnina við snjalllás og losna
við lykla og áhyggjur af því að hafa gleymt að læsa.
Stílhreinn 7"
snertiskjár fylgir
Heimavörninni
en þar er hægt
að stjórna öllum
aðgerðum.
10 kynningarblað 22. október 2021 FÖSTUDAGURFYRSTA HEIMILIÐ HEIMAVÖRN