Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 26
Það er lítið mál að rækta ljúffengar kryddjurtir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY starri@frettabladid.is Það er lítið mál að rækta krydd- jurtir heima fyrir auk þess sem ræktun þeirra sparar pening og eykur fjölbreytileikann í mat- reiðslu. Svo er hún líka nærandi og skemmtilegt áhugamál fyrir alla fjölskyldumeðlimi, ekki síst þá yngri. Flestar algengar kryddjurtir má rækta innanhúss allt árið um kring en algengast er að hefja ræktun í febrúar eða mars, þegar sól tekur að hækka á lofti. Ítarlegri upplýsingar um sáningartíma og aðferðir má oftast finna aftan á fræpakkanum. Það er gott að nota sáðbakka og sáðmold í upphafi og færa síðan spírurnar yfir í potta með venjulegri pottamold. Þó er hægt að sá beint í endanlega potta og nota venjulega pottamold en þá er mælt með þunnu lagi af sáðmold ofan á. Best er að rækta kryddjurtir á sólríkum stað, til dæmis á glugga- syllu, en þó ber að varast sterka sól meðan spírurnar eru litlar. Huga þarf vel að vökvun, sér- staklega á spírunartímabilinu. Betra er að vökva vel og sjaldnar en oft og lítið en á sólríkum dögum þarf þó að vökva oftar. Áburðargjöf er nauðsynleg þegar plantan er í fullum vexti og er þá þörungaáburður í vökvaformi til dæmis góður kostur. Meðal vinsælla kryddjurta sem auðvelt er að rækta eru steinselja, basilíka, graslaukur, oreganó og dill. ■ HEIMILD: GARDHEIMAR.IS Ræktun kryddjurta Það er heill hellingur af þáttum um innanhússhönnun á Netflix. oddurfreyr@frettabladid.is Á Netflix er hægt að finna fjöldann allan af sjónvarpsþáttum þar sem veitt eru góð ráð, innblástur fyrir hönnun heimilisins eða eru góð skemmtun fyrir þá sem njóta góðrar hönnunar. Líklega eru þættir Marie Kondo, Tidying Up og Sparking Joy, sem snúast um hvernig er best að taka til og hafa fínt heima hjá sér, vin- sælasta og frægasta dæmið. Þætt- irnir Queer Eye snúast líka meðal annars um að flikka upp á heimilið og þar er oft hægt að sjá alls kyns sniðugar lausnir fyrir heimilið. Þessir þættir hafa algjörlega slegið í gegn, en það er heill hellingur af svona efni á Netflix fyrir þá sem vilja kafa djúpt ofan í innanhúss- hönnun frá ýmsum hliðum. Til dæmis má nefna Interior Design Masters, þar sem innan- hússhönnuðir keppa sín á milli, Amazing Interiors, þar sem sjá má sérviskulega innanhússhönnun, Dream Home Makeover, þar sem fólki er hjálpað að láta innanhúss- hönnunardrauma sína rætast og Tiny House Nation, þar sem fólki er hjálpað að koma sér fyrir í smáhýsum. Þetta er bara brot af framboðinu á Netflix, þannig að allir sem hafa áhuga á innanhúss- hönnun geta fundið eitthvað við sitt hæfi. ■ Innanhússhönnun á Netflix Sérhæfing í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Borðplötur Fenix • Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Silkimjúk áferð við snertingu • Sérsmíðum eftir máli Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Harðplast • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Háglans, matt og yrjótt áferð • Auðvelt að þrífa og upplitast ekki Akrýlsteinn • Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið - endalausir möguleikar • Auðvelt að þrífa og gera við Hurðir • Vottaðar gæðahurðir frá Þýskalandi • Innihurðir, útihurðir og eldvarnarhurðir • Mikið úrval efnis og lita 12 kynningarblað 22. október 2021 FÖSTUDAGURFYRSTA HEIMILIÐ Edik hentar ekki til allra þrifa. thordisg@frettabladis.is Edik er til margra hluta nýtilegt. Við getum notað það til að hreinsa bletti, fríska upp á þvott og þvotta- vélina, pússa glugga og fleira. Edik er ódýrt og náttúrulegt, en það er líka súrt og með mjög lágt PH gildi. Við ættum því ekki að nota edik á: ■ Borðplötur úr graníti og marmara. ■ Steinflísar á gólfum. ■ Straujárn. Edik getur eyðilagt innri hluta straujárnsins. ■ Harðviðargólf. Það eru skiptar skoðanir á þessu, en margir segja að edik skemmi harðviðargólf. ■ Blettir eftir blek, blóð og rjómaís bregðast ekki við sýrunni í edik- inu og munu því ekki hverfa. HEIMILD: LEIDBEININGASTOD.IS Edik ekki á allt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.