Fréttablaðið - 22.10.2021, Page 33

Fréttablaðið - 22.10.2021, Page 33
BÆKUR Náhvít jörð Lilja Sigurðardóttir Útgefandi: JPV Blaðsíðufjöldi: 313 Kolbrún Bergþórsdóttir Lesendur glæpasagna Lilju Sig- urðardóttur geta verið nokkuð öruggir um að þeir fái í hendur læsilega bók með persónum sem þeir kunna verulega vel við – fyrir utan glæpamennina og aðra skúrka sem hafa ýmislegt misjafnt á sam- viskunni. Nýjasta bók Lilju, Hvít jörð, er einmitt þessarar gerðar. Helstu persónur þekkja lesendur úr fyrri bókum Lilju, Helkaldri sól og Blóðrauðum sjó. Hér eru rann- sóknarlögreglumennirnir Daníel og Helena og Áróra, vinkona Daníels, ásamt hinni litríku aukapersónu Lady Gúgúlú. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að yfirgefinn flutningagámur finnst í Rauðhólum. Í honum eru fimm lífvana konur. Ljóst er að konurnar höfðu verið f luttar í gámnum yfir hafið, en hverjir eru ábyrgir? Á sama tíma og rannsókn fer í gang er Áróra enn upptekin af hvarfi systur sinnar og er bálskotin í Daníel. Helena á í óræðu sambandi við Sirru og Daníel reynir, í annasömu starfi, að sinna börnum sínum sem best, en þau eru komin í heimsókn frá útlöndum. Persónusköpun er yfirleitt sann- færandi eins og í fyrri bókum Lilju um aðalpersónurnar. Í allnokkrum köflum er sögð saga Bisi, einu kon- unnar sem lifði af hina skelfilegu dvöl í gámnum. Það er greinilegt af sögunni að Lilja hefur sterka réttlæt- iskennd og henni er í mun að benda á það skelfilega ofbeldi sem of marg- ar konur þurfa að þola. Þáttur Bisi er hins vegar fremur veikur hlekkur í sögunni, þar er harmsaga á ferð en ekki er nægileg dýpt í frásögninni sjálfri. Sennilegt er að ekki setji margir glæpasagnaunnendur þetta fyrir sig. Þeir lesa til að skemmta sér og vilja afþreyingu og þessi bók heldur þeim við efnið. Lilju tekst mun betur upp í frásögn af Elínu, sem býr með Rússa, vafasömum náunga sem virðist hafa ansi mörgu að leyna. Lýsingarnar á því hvernig Elín skiptist á að efast um hann og treysta honum eru sannfærandi. Hver kafli bókarinnar er stuttur og frásögnin rennur vel. Spennan er reyndar ekkert óskaplega mikil, nema undir lokin, og óvæntar upp- ljóstranir mættu vera f leiri, en þetta kemur ekki að sök því bókin er skemmtileg aflestrar. Þrátt fyrir þungt efni er ákveðinn léttleiki í henni og húmor sem skemmtir lesandanum. NIÐURSTAÐA: Glæpasaga sem heldur athygli lesandans, þótt spennan hefði mátt vera aðeins meiri. Aðalpersónurnar eru áhuga- verðar og samspilið milli þeirra skemmtilegt. Gott fólk og skúrkar kolbrunb@frettabladid.is Náttúra úr fókus, pop-up sýning á verkum Þórunnar Báru Björns- dóttur, verður opnuð í Gallerí Fold þann 23. október klukkan 14.00. Þórunn Bára vinnur stór, litrík verk með óræðum formum. „Ef aðeins við gætum breytt viðhorfum okkar, hegðun og siðferði, þá getum við gefið náttúrunni endurnýjað tækifæri til betra lífs eins og henni ber,“ segir Þórunn Bára og bætir við: „Látum grósku og fjölbreytileika mávabyggðar í hrjóstugri Surtsey verða okkur hvata til góðra verka, náttúrunni og framtíð barna okkar til hagsbóta. Tíminn er nú. Vilji er allt sem þarf!“ Þórunn Bára lauk prófi í málun og teikningu frá Listaháskólanum í Edinborg og mastersprófi í listum frá Wesleyan-háskóla í Bandaríkj- unum. ■ Óræð form Eitt af verkum Þórunnar á sýningunni. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA M A G N A Ð V E R K Bærinn brennur eftir Þórunni Jörlu Valdimars dóttur varpar nýju ljósi á eitt frægasta sakamál Íslandssögunar, morðið á Natani Ketilssyni og síðustu aftökuna á Íslandi. FÖSTUDAGUR 22. október 2021 Menning 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.