Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 38
Þegar
maður
nefnir
geymslur
við fólk, þá
upplifum
við það að
þar eru
alltaf
einhverjar
sögur.
V ER Ð
L AUN A
BÓK
Jón Hjartarson hlaut verðlaun
Tómasar Guðmundssonar fyrir
ljóðabókina Troðningar.
Kraftmikið verk um fegurðina
í hversdagsleikanum og mikil-
fengleika þess smáa.
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
vignettaBTG Patha›.pdf 1.11.2004 0:34:05
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–17
Leikhópurinn Slembilukka
freistar þess að fá að kíkja í
geymslur af öllum stærðum
vegna fyrirhugaðrar sýningar.
Laufey Haraldsdóttir segir
margt þegar hafa fundist,
meðal annars bolli sem var í
eigu Páls Óskars.
odduraevar@frettabladid.is
„Við erum bókstaflega að lýsa eftir
áhugaverðum geymslum eða í
rauninni hvernig geymslum sem
er,“ segir leikkonan Laufey Haralds-
dóttir hress í bragði. Tilefnið er sýn-
ingin Á vísum stað sem hópurinn
stefnir á að sýna í Borgarleikhúsinu
í desember.
„Við viljum fá að heyra hvað það
er sem fólk geymir og af hverju. Við
viljum ekki bara fá að sjá dótið, við
viljum líka heyra í fólki,“ segir Laufey
og áréttar að um raunverulega rann-
sóknarvinnu sé að ræða.
Sögur í geymslum
„Geymslur eru náttúrlega staðurinn
þar sem fólk kemur hlutum fyrir á
vísum stað, en við viljum líka kom-
ast að því af hverju fólk geymir það
sem það geymir og svo ætlum við að
koma hlutunum fyrir á vísum stað,
eins og safngripum. Gera hlutina
sem og fólkinu svolítið hátt undir
höfði,“ útskýrir hún.
Laufey segir fólk upplifa geymslur
á mjög mismunandi hátt. „Þegar
maður nefnir geymslur við fólk,
þá upplifum við það að þar eru
alltaf einhverjar sögur. Sumir segja
manni strax að það séu þrjú dán-
arbú í geymslunni og að það sé mjög
kvíðavaldandi. Aðrir verða bókstaf-
lega spenntir að segja okkur frá því
hvað þeir eru búnir að skipuleggja
geymsluna sína vel. Þannig að það
eru heitar tilfinningar sem fylgja
geymslum.“
Geymslurnar móta sýninguna
Laufey segir að sýningin sjálf sé því á
algjöru frumstigi. „Það er enn dálítið
í þetta og núna erum við búin að
heimsækja nokkrar geymslur. Svo-
lítið mikið hjá fólki á svipuðum aldri
og við, þess vegna erum við að lýsa
eftir nýjum geymslum vegna þess að
okkur vantar svolítið fólk á öðrum
aldursbilum,“ útskýrir hún.
„Þannig að sýningin mótast bara
út frá því sem við sjáum,“ segir hún.
„En við erum auðvitað með nokkrar
hugmyndir sem okkur langar til
að gera. Við erum til dæmis með
tónskáld með okkur, hana Eygló
Höskuldsdóttur Wiborg, og hún
er rosalega spennt að skapa hljóð-
heim út frá því sem að við finnum
í geymslum.“
Róta eftir tilfinningum í geymslum
Þær Bryndís Ósk, Laufey og Eygló vilja komast í geymslur. MYNDIR/AÐSENDAR
Háaloft geta verið góðar geymslur.
Laufey veitti því
sérstaka eftir-
tekt að bolli Páls
Óskars fær
viðhafnarstað í
geymslunni.
„Við fengum til dæmis lánaðar
nokkrar gamlar kassettur um dag-
inn … og núna vantar okkur bara
eitthvað til að spila þær í,“ segir
Laufey hlæjandi. „En við erum mjög
spenntar að heyra hvað er á þessum
kassettum!“
Geymslur lýsa sálinni
Þannig að þið viljið komast í alvöru
geymslur?
„Já, sko, en okkur finnst líka eitt-
hvað fallegt við það að þær eru allar
mismunandi. Það var ein sem sagði
bókstaf lega við okkur að henni
fyndist geymslan svolítið endur-
spegla sál sína,“ útskýrir Laufey og
heldur áfram: „Þetta fer alveg inn í
einhvern kjarna hjá fólki. Geymsl-
urnar þeirra.“
Laufey segir aðspurð að hóp-
urinn stefni ekki á að komast í
neinn ákveðinn fjölda geymslna
fyrir sýningu. „Við erum meira að
fylgja flæðinu og einhvern tímann
í byrjun nóvember þurfum við lík-
legast að hætta, þótt þetta sé ógeðs-
lega gaman og það er alltaf eitthvað
spennandi.“
Hún segir magnaða fjársjóði hafa
komið í ljós. „Ein sýndi okkur bolla
sem Páll Óskar átti. Hann var á flott-
um stað í geymslunni. Og við erum
búin að sjá safn af gömlum filmum,
kvikmyndafilmum,“ segir Laufey.
Hún segir bolla Páls Óskars hafa
sést um leið og gengið var inn í við-
komandi geymslu. „Þetta var mjög
skipulögð geymsla og allt annað í
kössum. Svo blasti þarna við bollinn
hans Páls Óskars.“
Laufey segir margar spurningar
koma upp um geymslur. „Og maður
getur spáð, hvenær er geymsla
geymsla? Eru söfn geymslur? og
geymslur jafnvel söfn? Og við viljum
má út mörkin þar á milli.“ n
svavamarin@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
„Þetta hvarf fyrir einum og hálfum
mánuði síðan og ég hef ekki fengið
mér snakk síðan,“ segir viðmælandi
Fréttablaðsins sem telur víst að
hann sé harðasti aðdáandi White
Cheddar snakksins frá Popcorners
og er síður en
svo sá eini sem
sak nar nasls-
ins sem hefur
reynst ófáanlegt
um skeið.
Snakkskort-
inn má rekja til
þess að fram-
l e i ð a n d i n n ,
Pepsico, ákvað
að taka tvær
t e g u n d i r
Popcorners,
White Cheddar og Spicy Queso,
af Evrópumarkaði þangað til þær
hafa verið lagaðar að Evrópureglum.
„Pepsico ákvað að taka þessar
tvær tegundir, White Cheddar og
Spicy Queso, af markaði þangað til
að tryggt er að innihald þeirra sé
í samræmi við matvælareglugerð
Evrópu,“ segir Gunnar B. Sigurgeirs-
son, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinn-
ar, sem er með umboðið fyrir Pop-
corners rétt eins og gosdrykkinn
Pepsi sem framleiðandinn dregur
nafn sitt af og er langþekktastur
fyrir.
„Þetta er hluti af ferli Pepsico
þegar vörur af Bandaríkjamarkaði
eru seldar í Evrópu. Við erum von-
góð um að geta boðið upp á þessar
tegundir síðar en það verður þó lík-
lega ekki fyrr en á næsta ári.
Salan milli tegunda virðist vera
nokkuð jöfn en Sea Salt, Sweet and
Salty og White Cheddar hafa verið
mjög vinsælar samkvæmt þeim
upplýsingum sem við höfum. Sweet
Chilli er líka vaxandi,“ segir Sigur-
geir. n
White Cheddar
kemur varla fyrr
en á næsta ári
Nesti í bílinn
Jón Gunnar
Geirdal
hugmyndasmiður
„Það er nú meira
bara nestið í
bílinn sem er þá
oftast banani,
möndlur og
Hleðsla.“ n
n Nesti í vinnuna
22 Lífið 22. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ