Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf.DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Svanborgar Sigmarsdóttur n Bakþankar Ein grunnstoð lýðræðisins er traust. Traust manna á millum. Traust til stofnana. Traust til dóms- valdsins. Traust í samfélaginu. Við kjósum okkur fulltrúa og treystum því að þau muni (að mestu) taka ákvarðanir sem eru í okkar þágu og við erum sammála. Flestir telja að spilling sé ekki mikil, leikreglurnar séu skýrar og að oftast sé fólk bara að reyna að gera sitt besta. Á öllum Vesturlöndum hefur traust í samfélaginu og til stjórn- málanna dvínað á undanförnum áratugum. Afleiðingarnar eru hatrammari stjórnmál og aukinn klofningur. „Óvinum“ er stillt upp hverjum gegn öðrum og talað við samherja og til óvinahópa í stað þess að tala við hvert annað. Þróunin hefur ekki verið jafn- brött á Íslandi. Traustið, bæði til stjórnmálanna og innan sam- félagsins, hefur hér verið ríkara. Þátttaka í kosningum er einna mest hér á landi. En allt er í heim- inum hverfult. Síðustu kosningar hafa leitt af sér tvíþætt högg á traust almenn- ings á lýðræðinu og stjórnmálum. Annað, og veigaminna, kom frá stjórnmálunum sjálfum þegar stjórnmálamaður ákvað að skipta um stjórnmálaflokk án þess að geta vísað til nokkurs ágreinings eða forsendubrests frá því hann var kjörinn fyrir hinn flokkinn. Síðara höggið kom frá kerfinu sjálfu, þegar kom í ljós að stofn- unin sem átti að tryggja farsæla framkvæmd á sjálfum kosning- unum, var ekki að passa upp á sjálf atkvæðin. Mikilvægasta verkefnið fram undan er því að hefja okkur upp yfir dægurþrasið og endur- reisa það traust. Hinn kosturinn er að halda áfram að grafa undan trausti í samfélaginu með þeim áhrifum sem það hefur á lýðræðið okkar og samfélag. n Hverjum treystir þú? ÞYNGINGARSÆNG Í þyngingarsænginni frá Quilts of Denmark eru saumaðar litlar eiturefna- og lyktarlausarlausar glerperlur. Perlunum er dreift jafnt um alla sæng sem þyngir hana þannig að hún minnir þig á hlýtt faðmlag. Þyngingarsængin hefur aðstoðað marga við að ná betri líðan, m.a. þá sem glíma við þunglyndi, ADHD, kvíða, einbeitingarörðugleika og streitu. Mælt er með að velja þyngdina á teppinu út frá um 7-15% af þinni líkamsþyngd. 4 kg. Verð 24.900 kr. 7 kg. Verð 27.900 kr. 9 kg. Verð 29.900 kr. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is Splendid Royal heilsudýnan frá Serta er pokagormadýna skipt upp í fimm mismunandi svæði. Gormakerfið er með þéttari stuðning við bak og mjaðmir en mýkri við axlir. Þannig tryggir þú rétta svefnstellingu hver sem svefnstaða þín er og hjálpar þér að ná dýpri og betri svefni. Hægt er að sérsníða rúmið eftir þínum þörfum; velja um þrjá mismunandi stífleika sem og fjórar mismunandi toppdýnur. Áklæðið utan um dýnuna er mjúkt og slitsterkt, ofnæmisfrítt og andar vel. Ocean Spledid Royal stillanlegt rúm með gafli og HR toppi. 2x80x200 cm. Fullt verð: 649.900 kr. Tilboð 487.425 kr. STILLANLEGIR DAGAR 25% AFSLÁTTUR AF STILLANLEGUM RÚMUM S T I L L A N L E G U H E I L S U R Ú M I N F R Á C &J : � Inndraganlegur botn � Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn � Mótor þarfnast ekki viðhalds � Tvíhert stálgrind undir botni � Tveir nuddmótorar með tímarofa � Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi � LED lýsing undir rúmi � Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur Með Hollandia Lili heilsu dýnu, 80 x 200 cm. Fullt verð: 340.900 kr. Tilboð 255.675 kr. SETTU ÞIG Í STELLINGAR FYRIR BETRI SVEFN MEÐ ÞVÍ EINU AÐ SNERTA TAKKA GETUR ÞÚ STILLT RÚMIÐ Í HVAÐA STELLINGU SEM ÞÉR HENTAR UPPÁHALDS! Alls konar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.