Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Sími 552 2018 info@tasport.is Nánari upplýsingar á eða552 2018 tasport.is Verð frá 78.800 kr. Frekari upplýsingar info@tasport.is og facebook síðuTASport travel TenerifeAðventuferðir komnar í sölu 7, 11 og 14 nætur. 30. okt. til 10. nóv. 3. nóv. til 10. nóv. 17. nóv til 1. des. Í beinuflugimeð Icelandair og 4* hótelmeð öllu inniföldu Verð frá 219.800 ámann í tvíbýli. Berlín 2.-6. desember Kaupmannahöfn 2.-5. desember Glasgow 2.-5. desember Andrés Magnússon andres@mbl.is Stórhækkun á fasteignamati er í senn merki um efnahagsþróun og getur haft víðtæk áhrif á hana. Dr. Ásgeir Jónsson þekkir vel til þeirra mála, þar sem hann var formaður yfirfast- eignamatsnefndar áður en hann varð seðlabankastjóri, svo það lá beint við að spyrja hann út í það. „Þarna er eitt og annað sem er að gerast. Í fyrsta lagi sjást hér áhrif þess að breytt hefur verið um aðferð- ir við að meta fasteignamatið. Hér áð- ur var algengt að miða við sögulegan byggingarkostnað eða einhverjar aðrar aðferðir. Það var því yfirleitt regla að fasteignamat var mun lægra en markaðsvirði – það átti sér- staklega við um gömul hús í mið- bænum. Nú hafa þessar matsaðferðir verið uppfærðar af Þjóðskrá og fast- eignamatið fer nærri markaðsvirði – og fylgir því verðhreyfingum mark- aðarins. Til að mynda er fast- eignamat íbúða metið út frá kaup- samningum. Virði atvinnuhúsnæðis er hins vegar metið út frá svokölluðu tekjumatslíkani eða út frá leiguverði, sem er tiltölulega nýleg aðferð. Þetta þýðir að hækkun fast- eignaverðs leiðir til hressilegrar hækkunar á fasteignamati þar sem álagningarprósentan er enn sú sama og þegar gömlu ónákvæmu verð- matsaðferðirnar voru í gildi. Við get- um hins vegar ekki kvartað undan því að fasteignamatið sé loksins sæmi- lega rétt og Þjóðskrá skuli sinna lagaskyldu sinni að meta fasteignir að gangvirði eins og segir lögunum. Aftur á móti er örugglega rétt að fara að velta fyrir sér álagning- arprósentunni á fasteignaskattinum, sem er auðvitað það sem flestir finna hvað mest fyrir. Álagningarprósent- an miðar að einhverju leyti við gamla tíma, þegar fasteignamatið var miklu lægra en markaðsverðið, en þegar matið verður réttara og hækkar víða mikið, jafnvel mjög mikið, þá er af- leiðingin mikil skattahækkun, sem auðvitað var ekki markmiðið, þó að sveitarfélögunum komi það mörgum vel. Ég held að það hljóti því að koma mjög til álita að lækka álagning- arprósentuna í lögunum. Fast- eignamatið hefur einfaldlega aðra þýðingu, en það hafði hér áður.“ En hvað með verðbólguáhrif? „Fasteignagjöldin hafa ekki bein áhrif á vísitölu neysluverðs, en hafa auðvitað áhrif á ráðstöfunartekjur sem aðrar skattahækkanir. Til lengri tíma auka fasteignagjöldin hins vegar kostnað við rekstur fyrirtækja og það skilar sér auðvitað til neytenda fyrr eða síðar.“ Fyrir bankahrun var oft rætt um að það þyrfti að kippa fasteignaliðn- um út úr verðbólgumælingum. Á sín- um tíma varst þú einn höfunda að skýrslu er bar titilinn Framtíð ís- lenskrar peningastefnu. Þar var nefnt að það væri af ýmsum ástæðum ekki heppilegt að meta húsnæð- iskostnað sem þriggja mánaða hlaup- andi meðaltal af fasteignaverði, og að það kynni að vera óheppilegt að blanda eignaverði saman við vöru- verð í vísitölu neysluverðs. „Seðlabankinn hefur í sjálfu sér ekki skoðun á því. Hagstofan reiknar vísitöluna, hún er sjálfstæð stofnun, og á að hafa fullkomið sjálfstæði um það hvernig hún mælir verðbólgu.“ Þannig að þar við situr? „Það sem er kannski jákvætt í þessu er að nú erum við að fara yfir í breytilega nafnvexti, sem felur í sér að Seðlabankinn hefur miklu meiri stjórn á húsnæðisverði en hann hafði áður. Vaxtahækkanir okkar munu hafa miklu meiri áhrif en áður, sem þýðir að við verðum í betri stöðu til þess að tryggja verðstöðugleika út frá þessum sjónarmiðum.“ Og þið ætlið að gera það? „Við horfum til þess að halda verð- bólgu í skefjum með tækjum sem við höfum og ef það stafar mikil verð- bólga af fasteignamarkaði, þá er þetta ein af þeim leiðum sem við höf- um til þess að slá á eftirspurn á mark- aðnum og þannig minnka verðbólgu.“ Aukinn kaupmáttur í kreppu Hefur bankinn svigrúm til þess í þessu árferði? „Já já. En svo höfum við líka þjóð- hagsvarúðartæki, sem eru á forræði fjármálastöðugleikanefndar. Til að mynda getur sú nefnd sett takmörk á skuldsetningu.“ Er ástæða til þess nú? „Taktu eftir því að þetta er í fyrsta sinn, a.m.k. frá seinni heimsstyrjöld, þar sem við sjáum aukinn kaupmátt í gegnum niðursveiflu. Okkur hefur tekist að tryggja nokkuð stöðugt gengi þrátt fyrir þetta mikla áfall fyr- ir stærsta útflutningsatvinnuveg þjóðarinnar, sem þýðir að heimilin í landinu eru að fá samtímis miklar tekjur og lága vexti. Það hefur eig- inlega ekki gerst áður í manna minn- um. Það leiðir auðvitað til þess að húsnæðiseftirspurn eykst. Svo er hitt, að staða heimilanna er mjög sterk. Fólk hefur nú um nokk- urra ára skeið getað notað viðbót- arlífeyrissparnað til þess að borga inn á húsnæðislán, svo það hefur byggst upp mjög sterk eiginfjárstaða með niðurgreiðslu skulda og það áður en fasteignaverð tók að hækka. Út frá þeim sjónarmiðum er erfitt að halda því fram að það sé beinlínis bóla á fasteignamarkaði, Þarna eru nokkuð traustir undirstöðuþættir, sem þar hafa áhrif á. Hins vegar er áhyggjuefni ef þetta heldur lengi áfram og fólk fer í kapp við markaðinn og kaupir fasteignir með mikilli gírun. Eins hefur mikið eigið fé myndast með hækkun fast- eignaverðs og ekki heppilegt ef fólk fer að nota það til þess að gera eitt- hvað annað, taki eigið fé úr húsnæði sínu til þess að fjármagna einka- neyslu eða ámóta.“ Þetta er breyting á hinu íslenska hagfræðimódeli, er það ekki? „Jú. Fjármálastöðugleikanefnd kemur saman undir lok mánaðarins og þar verður farið yfir þetta. Þar gæti hún mögulega gripið til þjóð- hagsvarúðaraðgerða til að takmarka að þessar hækkanir geti í framhald- inu valdið bólumyndun eða annars konar ójafnvægi.“ Jákvæð þróun húsnæðismála En þetta eru varla eintóm vand- ræði? „Nei nei, alls ekki. Það sem er já- kvætt er að það hafa aldrei fleiri fyrstu kaupendur farið inn á húsnæð- ismarkaðinn en nú. Þessi vaxtalækk- unargluggi hefur verið vel nýttur af ungu fólki. Leiguverðið hefur t.d. lækkað, sem bendir til þess að gríð- arlega stór hópur hafi farið af leigu- markaði og inn í eigið húsnæði. En þetta er að einhverju leyti klassísk áhætta, sem aðrir seðla- bankar hafa verið að fást við á síðustu árum. Þeir hafa verið að lækka vexti til þess að örva atvinnulífið, sem hef- ur leitt til þess að eftirspurn eftir fasteignum hefur aukist mikið og fasteignaverðið hækkað. Þeir hafa því sumir gripið til þjóðhagsvar- úðartækja til þess að reyna að tak- marka að þessi örvandi pen- ingastefna leiði til þess að fasteignaverð hækki of mikið. Peningastefnan hefur hins vegar tiltölulega skammvinn áhrif á fast- eignamarkaðinn, því um leið og verð- ið hækkar, þá bregðast verktakar við og fara að byggja, svo framboðið temprar það.“ Ertu bjartsýnn á efnahagshorf- urnar? „Ja, jú, ég held það. Það virðist sem heimurinn komi hraðar til baka úr kórónukreppunni en við höfðum búist við. Ég held að Ísland muni áfram verða öflugt ferðaþjónustu- land, þótt gullæðið sé líklega búið í þeirri grein. Á sama tíma verðum við að reyna að skjóta fleiri stoðum undir hagkerfið og dreifa áhættu. Það er lærdómurinn sem við ættum að draga af Covid-kreppunni. Við í Seðlabankanum erum að vonast til að þessi slökun á peningastefnunni muni verða til þess að frumkvöðlar fái eig- infjármagn til þess að ryðja nýtt. Ef fjárfestar verða viljugri til þess að taka áhættu, þá mun það skila sér.“ Áhyggjur af vinnumarkaði En hver eru helstu áhyggjuefni seðlabankastjóra? „Þau eru ýmis. Þó að það hafi verið markmið aðgerða Seðlabankans að hvetja kerfið áfram, þá eru ákveðnar áhyggjur af að þetta sé að fara hraðar af stað en gert var ráð fyrir, að við sjáum meiri þensluáhrif en við viljum. Ég hef líka áhyggjur af því að á vinnumarkaði séum við mögulega að sjá ósamræmi milli kunnáttu vinnu- afls og þarfa atvinnulífsins. Að það vanti fólk með rétta menntun og reynslu miðað við fyrirliggjandi verk- efni, að of margir finni ekki vinnu við hæfi. Sömuleiðis blasir við að unga fólkið hefur farið verst út úr kórónu- faraldrinum í efnahagslegu tilliti og því getur reynst erfiðara að feta sig inn á vinnumarkað en áður. Þessi hefðbundnu tengsl milli framleiðsluslaka og atvinnuleysis og hins vegar örvunar á kerfið, þau eru ekki jafnsterk og áður. Þannig að þótt við séum að örva efnahagskerfið, þá er atvinnuleysið ekki að ganga nið- ur eins og við vildum.“ Við höfum engin góð tæki til þess að tjónka við það? „Nei, Seðlabankinn hefur það ekki.“ Og ekki stjórnmálamennirnir held- ur, er það? „Nei, þetta er lengri tíma mál og snýr að aðilum vinnumarkaðarins, fyrst og fremst. Þetta er í fyrsta sinn sem við göng- um í gegnum niðursveiflu án þess að raunlaun séu tekin niður með geng- islækkun. Þannig virkaði þetta hér áður þegar íslenska hagkerfið varð fyrir áföllum: gengið féll, það kom verðbólgualda og launin lækkuðu, sem kom hagkerfinu aftur af stað. Nú horfðum við upp á hækkun kaupmáttar í kreppunni í fyrra, sem gerir efnahagsbatann erfiðari þótt lægri vextir ættu sannarlega að hjálpa atvinnulífinu að fara aftur af stað.“ Erum við þá ekki einfaldlega að tala um að hér sé komið atvinnuleysi, sem ekki gangi að fullu til baka? „Það er ákveðin hætta á því að þetta tímabundna atvinnuleysi þróist yfir í langtímaatvinnuleysi. Ég hef töluverðar áhyggjur af því. Það gæti orðið mesti skaðinn af þessum far- aldri.“ Áhyggjur af langtímaatvinnuleysi - Seðlabankastjóri í viðtali um efnahagshorfur heildar og heimila - Fasteignamat er réttara en álagningarprósentan miðast við fyrri tíð - Stóraukin eignamyndun og fleiri í eigin húsnæði Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Seðlabankinn Dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er bjartsýnn á efnahagshorfurnar, en hann er ekki laus við áhyggjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.