Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 11

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Nýtt listagallerí hefur litið dagsins ljós í Hamraborg í Kópavogi. Um er að ræða gallerí á milli tveggja bensíndælna ÓB sem standa í bíla- kjallara undir fjölbýli en áður var Olís þar til húsa. Nafnið á galleríinu er einfalt en það er einfaldlega stafurinn Y sem vísar bæði í gula litinn sem er ráð- andi í rýminu auk þess sem bíl- númer Kópavogs byrjuðu hér áður fyrr á bókstafnum Y, líkt og glögg- ir lesendur ættu að muna. Sér- stakur arkitektúr bensínstöðv- arinnar býður upp á mikinn sýnileika með stórum gluggum á þremur hliðum sýningarrýmisins. „Við viljum færa listina nær fólk- inu. Mörgum finnst svolítið ógn- vekjandi tilhugsun að labba inn í gallerí. Þetta er svolítið eins og einhvers konar hulinn heimur og að setja þann hulda heim inn í al- menningsrými færir hann örlítið nær,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, annar aðstandenda gallerísins Y, en með henni í verkefninu er listamað- urinn Sigurður Atli Sigurðsson. Í bakrými gallerísins hanga svo verk til sýnis og sölu eftir breiðan hóp listamanna. Arkítektúrinn heillar Húsið á sér skemmtilega sögu en það er teiknað á sjötta áratug síð- ustu aldar af arkítektinum Benja- mín Magnússyni og mætti segja að þar glitti í áhrif frá Parísarborg þar sem hann lærði og bjó um tíma. „Þegar bensínstöðin var þarna þá sást lítið í rýmið, lottó- miðar í gluggunum og innréttingar sem huldu glerið,“ segir Olga og mætti því segja að rýmið hafi sjald- an notið sín eins vel og það gerir í dag. „Það sem drífur okkur áfram er að opna þennan heim. Heimur myndlistarinnar á ekki bara að vera innan myndlistarinnar heldur vera opinn fleirum,“ segir Olga en vert er að taka fram að nýlega ákvað Olís að gera þessa tilteknu bensínstöð að þeirri stöð sem selur bensín á lægsta verði allra ÓB- stöðva sinna og því má við búast að þar verði margt um manninn á næstunni. Listakonan Una Björg Magn- úsdóttir er fyrsti listamaðurinn til að sýna í þessu nýja rými en hún hlaut nýlega hvatningarverðlaun ís- lensku myndlistaverðlaunanna og mætti því segja að hún sé ein af vonarstjörnum íslenskrar mynd- listar í dag. Sýningin ber nafnið „Hæg sena“ og skoðar hvernig við nálgumst myndmál eftir því í hvaða form það er sett. Skúlptúrar sýn- ingarinnar eru útskornar stólbríkur sem hefðbundið er að finnist í kirkjum og séu skreyttar kristi- legum táknmyndum eða dýrlingum. Skúlptúrar Unu sýna þess í stað einfaldar myndir af hverfulum augnablikum. „Verkin hafa vísun í útskurði sem finna má í kirkjum og líkja eftir því hvernig handverk er notað til þess að upphefja trúna segir Una og á við stólbríkurnar. Hún heldur áfram og segir um skúlp- túrana sína: „Myndirnar á verk- unum sýna hverful stutt augnablik en þau eru ekki síður mikilvæg. Þetta er tilraun til þess að taka ut- an um þessi augnablik og efnisgera þau.“ Morgunblaðið/Eggert Skúlptúrar Una Björg Magnúsdóttir við uppsetningu verksins. Hægt er að sjá heildarmyndina á sýningunni sjálfri. Með fullan tank af myndlist - Nýtt gallerí opnar á bensínstöð í Hamraborg - Arkítektúrinn það sem heillar Bensínstöð Olga vill færa myndlist í almenningsrými. Arkítektúrinn heillar. Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Töff í Taifun Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Verð 19.980 Einnig til í hvítu Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi menningarheima og mikla náttúrfegurð, sem lætur engann ósnort- inn. Kynnumst hinum æva gömlu höfuðborgum Yerevan og Tblisi, förum upp í Kákassufjöllin, skoðum ævagömul klaustur, virki og kirkjur. Komum við í vínhérað og smökkum á víni heimamanna. Röltum um gamlan heilsubæ, förum í bað í æva gömlu bað- húsi, göngum eftir hengibrú. Ekki má gleyma fólkinu sem tekur okkur fagnandi en íbúar beggja landa eru einstaklega gestrisnir og kynnumst við þeim. Við erum í ævintýri sem er við allra hæfi. Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri, sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og Asíu Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og stórkostleg náttúra Georgía og Armenía 10.-20. september 2021 Innifalið er flug, hótel, fullt fæði í Georgiu og Armeniu, allar skoðunarferðir, ísl. farastjóri ásamt heimamanni og aðgangur þar sem við á. Verð á mann í 2ja manna herbergi er 348.700 kr. Takmarkaður fjöldi. FÁ SÆTI EFTIR Poncho Opið kl. 11-15 í dag Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Kr. 5.900.- Litir: hvítt, ljósblátt, bleikt, svart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú lokað rannsókn sinni á bindandi álitum skattayfirvalda í EFTA-ríkjunum þremur sem eiga aðild að Evr- ópska efnahags- svæðinu, Íslandi, Noregi og Liecht- enstein, og hefur ekki fundið nein dæmi um að álitin séu ósamrým- anleg reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð, sem samsvara reglum um ríkisaðstoð í ríkjum Evrópusam- bandsins. Fram kemur á heimasíðu ESA, að stofnunin hóf rannsóknina að eigin frumkvæði og var hún gerð samhliða rannsókn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á bindandi álit- um skattyfirvalda í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Eftirlitsstofnun EFTA hefur eft- irlit með framkvæmd og beitingu EES-samningsins af hálfu EFTA/ EES-ríkjanna. Stofnunin hefur að- setur í Brussel og situr Högni Krist- jánsson í stjórn ESA fyrir hönd Ís- lands. Engin brot á reglum um ríkisaðstoð Högni Kristjánsson SMARTLAND MÖRTUMARÍU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.