Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 20
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Oddur F. Helgason, æviskrárritari
hjá ORG ættfræðiþjónustunni í
Skerfjafirði, vill að stofnað verði
nýtt félag um ættfræðigrunn hans
og Unnar Bjargar Pálsdóttur, konu
hans, og starfsemi ættfræðiþjónust-
unnar.
„Ég vil helst að þjóðin stofni
sjálfseignarstofnun um þetta því þá
er þetta hennar og pólitíkin bland-
ast ekki inn í starfið,“ segir Oddur.
Nafnið er tilbúið: „Menningarskáli
þjóðarinnar“.
Oddur situr einn í ættfræðiþjón-
ustunni í Skerjafirði og skráir upp-
lýsingar í ættfræðigrunninn þegar
blaðamaður lítur þar inn einn
morguninn í vikunni.
„Neineinei, ég er ekkert einn við
þetta. Það eru menn á Akureyri, í
Kópavogi og um allt land og raunar
víða um heim að afla gagna. Allt er
þó skráð inn hér á skrifstofunni og
við erum fleiri við það, meðal ann-
ars Reynir Björnsson og Kristján
Unnar Ellertsson,“ segir Oddur.
Nálgast 860 þúsund nöfn
Upplýsingarnar fær Oddur ekki
aðeins úr prentuðum heimildum.
Hann rekur garnirnar úr fólki sem
kemur við til að fá upplýsingar um
forfeður sína og það ratar allt í
grunninn. Sömuleiðis fær hann
upplýsingar hjá áhugafólki sem
fær aðstöðu í ættfræðiþjónustunni
til að vinna að ábúendatölum eða
öðru.
Nú eru að verða komnar upplýs-
ingar um 860 þúsund manns inn í
ættfræðivefinn. Og það eru ekki
aðeins einfaldar upplýsingar um
einstaklinginn, forfeður hans og af-
komendur heldur eru skráðar allar
tiltækar upplýsingar, svo sem hvar
viðkomandi hefur búið, stöðu hans
og jafnvel sögur af fólki og vísur.
Stöðugt bætast við áhugaverðar
upplýsingar. Oddur segir að upp-
lýsingarnar skapi þessum ætt-
fræðivef sérstöðu. Hægt sé að nota
hann til að segja sögu þjóðarinnar.
Oddur segir að hægt sé að tvö-
falda grunninn því þar séu skráðir
bæði forfeður og afkomendur
fólksins um allan heim.
Vill stofna sjálfseignarstofnun
ORG ættfræðiþjónustan er í rúm-
góðu húsnæði í Skerjafirði. Þar
hefur verið komið upp vinnuað-
stöðu og geta þrír til fjórir gestir
sinnt rannsóknum eða áhuga-
málum, auk starfsmanna. Hefur
það færst í aukana. Meðal annars
hafa þar unnið menn sem vinna að
samningu ábúendatala einstakra
sveita. Þá er í húsnæðinu mikið
bókasafn um þjóðfræði.
Oddur verður áttræður á þessu
ári en heldur ótrauður áfram.
Hann er þó farinn að huga að því
hvernig best er að halda starfinu
áfram og hefur staðnæmst við
stofnun sjálfseignarstofnunar, eins
og fyrr greinir.
„Til þess þarf ég aðstoð forráða-
manna þjóðarinnar,“ segir Oddur
og lætur þá von í ljósi að skrif-
stofustjóri Alþingis taki að sér að
fara fyrir stjórn Menningarskála
þjóðarinnar og með honum í stjórn
verði skjalaverðir landshlutanna.
Hann segir einnig æskilegt að
ganga frá persónuvernd vegna ætt-
fræðigrunna. Þetta séu viðkvæmar
upplýsingar og tekur fram að ORG
ættfræðiþjónustan hafi frá upphafi
unnið með tölvunefnd og síðar Per-
sónuvernd og lagt áherslu á að fara
eftir settum reglum.
Tilbúinn með arftaka
En hættir ekki starfið þegar
stofnandinn fer frá því? Oddur
neitar því. Segir að samstarfs-
maður hans, Kristján Unnar Ell-
ertsson, sé aðeins 25 ára gamall og
viti alveg hvernig eigi að vinna að
þessum málum. Hann hafi áhuga á
málefninu, þolinmæði og minni,
eins og þurfi til þess að halda starf-
inu gangandi.
Samstarfsfólk Þórður í Skógum er einn elsti samstarfsmaður ORG ættfræðiþjónustu en hann varð 100 ára í apríl.
Frá heimsókn í Skóga, Unnur Björg Pálsdóttir, Oddur F. Helgason, Kristján Unnar Ellertsson og Þórður Tómasson.
Saga þjóðar í einum
ættfræðigrunni
- Oddur Helgason vill stofna Menningarskála þjóðarinnar
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Tvær verslanir, Rúmfatalagerinn
og Ilva, voru opnaðar í nýjum
verslunarkjarna, Norðurtorgi á
Akureyri, í gær. Fjöldi fólks lagði
leið sína á Norðurtorg og má gera
ráð fyrir að straumurinn verði
stöðugur fyrstu dagana, en báðar
verslanir bjóða upp á tilboð á
ýmsum varningi í tilefni af opnun
á nýjum stað.
Norðurtorg er við Austursíðu 2,
í gamla Sjafnarhúsinu sem svo
hefur verið nefnt fram til þessa.
Verslunarkjarninn er í allt um 11
þúsund fermetrar að stærð og
hafa gríðarmiklar framkvæmdir
verið frá því í fyrrasumar við hús-
næðið. Það hefur í kjölfarið tekið
miklum breytingum, það var
stækkað og því breytt frá fyrra
horfi auk þess sem bílastæðum
var fjölgað til muna. Á svæðinu
mun einnig koma upp hrað-
hleðslustöð fyrir Tesla sem opnuð
verður síðar í þessum mánuði.
Alþjóðlegt útlit
Rúmfatalagerinn flutti sína
verslun úr Glerártorgi þar sem
verslunin var starfrækt í rúm 20
ár. Nýja Rúmfatalagersverslunin
á Akureyri er önnur í röðinni sem
byggð er upp með nýju alþjóðlegu
útliti móðurfélagsins JYSK, en sú
fyrsta var opnuð á Fitjum í
Reykjanesbæ í maímánuði. Þar er
notast við hillukerfi, nýja lýsingu
og léttstemmda uppstillingu í
verslunarrými. Verslunin er í
2.100 fermetra húsnæði í nýja
verslunarkjarnanum Norðurtorgi.
Ilva hefur rekið verslun á
Korputorgi í Reykjavík frá árinu
2008, verslunin fyrir norðan er
önnur verslun félagsins hér á
landi. Verslunin Ilva er líkt og
Rúmfatalagerinn uppbyggð með
glæsilegu nýju innréttingakerfi í
takt við aðrar alþjóðlegar versl-
anir Ilva-keðjunnar. Ilva er í um
1.300 fermetra húsnæði á Norð-
urtorgi.
Samningar um nýtt rými
Norðurtorg er í eigu félagsins
Klettáss og segir Pétur Bjarna-
son, annar af eigendum þess, að
unnið sé að samningum um út-
leigu á því rými sem eftir stendur
í verslunarkjarnanum. „Vonandi
getum við fljótlega upplýst um
leigutaka að því rými,“ segir hann.
Framkvæmdir við breytingar á
húsnæði hafa staðið yfir undan-
farna mánuði og hafa iðnaðarmenn
í tugatali verið þar við störf. Áætl-
að er að kostnaður við fram-
kvæmdir nemi um 2,7 milljörðum
króna.
Pétur segir að staðsetning hús-
næðisins hafi heillað en hann sjái
fyrir sér að þótt það sé nú norðar-
lega í bænum muni bærinn vaxa í
þá átt og innan fárra ára verði
Norðurtorg æ meira miðsvæðis.
Morgunblaðið/Þorgeir
Norðurtorg Aðstandendur Norðurtorgs við opnunina á Akureyri í gær, frá
vinstri feðgarnir Ari Pétursson og Pétur Bjarnason og Þórarinn Ólafsson
og Björn Ingi Vilhjálmsson frá Ilvu og Rúmfatalagernum.
Tvær verslan-
ir opnaðar á
Norðurtorgi
- Rúmfatalagerinn og Ilva af stað
í gær í nýjum verslunarkjarna
Verslun Viðskiptavinir streymdu
inn í Ilvu þegar opnað var í gær.
'/ )++0*
þú það sem
(/ ,-&."* "$
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Allt um sjávarútveg