Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Amma Dísa var
ótrúleg í öllum
skilgreiningum
orðsins. Aðdáun
okkar, ást og virð-
ingu gagnvart þessari yndis-
legu stórbrotnu konu er erfitt
að koma í orð. Hún var hjarta
fjölskyldunar sem sló á Lauga-
veginum, opið, fullt af ást og
gleði. Táknmynd dugnaðar,
elju, réttlætis og ósérhlífni. All-
ir áttu örugga höfn í faðmi
ömmu á Laugaveginum. Sama
hvaða erfiðleika fólk barðist við
í lífinu var alltaf hægt að finna
stundarfrið hjá ömmu Dísu.
Þar hlóðum við batteríin. Hún
fyllti maga okkar af mat,
breiddi yfir okkur þegar við
sofnuðum á sófanum og gaf
okkur heilræði um ólgusjóinn
sem lífið er. Og eini sykurinn
sem maður fékk var á pönnu-
kökunum eða marengstertunni,
hún var ekki að sykra raun-
veruleikann eða sitja á skoð-
unum sínum. Og ég verð henni
ævinlega þakklátur fyrir það.
Hún vildi öllum vel, ætíð bros-
mild og hlý og lexíurnar hennar
munu lifa áfram, ekki bara í
orði, heldur í þeim gildum sem
við lærðum af henni með henn-
ar gjörðum, viðhorfi og styrk.
Ástin, sem brann í brjósti
hennar gagnvart fólkinu í
kringum hana, er sem viti sem
leiðbeinir okkur áfram í ólgusjó
Þórdís
Jóhannesdóttir
✝
Þórdís Jóhann-
esdóttir fædd-
ist 10. september
1919. Hún lést 13.
maí 2021.
Útförin fór fram
27. maí 2021.
lífsins. Takk fyrir
allt elsku fallega
amma Dísa.
Grétar Þór
Guðjónsson og
fjölskylda
Dísa frænka er
dáin. Mann setur
hljóðan. Hugurinn
reikar aftur til
frumbernsku. Alla
mína tíð frá því ég man eftir
mér var Laugavegurinn hjá
Dísu og Svabba fastur punktur
í tilverunni. Eins og sagt var í
fornöld þá lágu allar leiðir til
Rómar. Í minni tilveru lágu
flestar leiðir niður á Laugaveg
til Dísu, Svabba og krakkanna.
Til fjölda ára fóru foreldrar
mínir niður á Laugaveg á að-
fangadag eftir mat til að sam-
einast þeirri stóru fjölskyldu
sem þar bjó. Ég hlakkaði alltaf
til, enda einbirni. Að komast í
fjörið á Laugaveginum var
toppurinn á tilverunni. Þó ekki
væri nema til að fá að slást við
Rósu frænku, en hún hafði ein-
stakan áhuga á húfunni minn
sem ég bar iðulega á þessum
árum. Við vorum alltaf til í
þannig glens. Sigga frænka var
þarna yfirleitt, leitaði í marg-
mennið eins og fleiri.
Hvílíkur kokkur hún Dísa.
Að öllum konum og körlum
ólöstuðum var hún Dísa frænka
sá besti kokkur og matargerð-
arkona sem Ísland hefur alið.
Það var stórhættulegt fyrir fólk
í aðhaldi að heimsækja Dísu.
Hvílíkar kræsingar. Alltaf
veisla á Laugaveginum.
Síðasti víkingurinn er fallinn.
Dísa var yngst 11 systkina.
Ættuð frá Skálholtsvík í stórum
hópi systkina. Ég var svo hepp-
inn að fá að eyða mörgum
sumrum í Skálholtsvík hjá föð-
urbræðrum mínum. Heiðar-
legra fólki hef ég ekki kynnst á
mínum lífsferli en Dísu, pabba
og systkinum. Ekki þurfti skrif-
aðan samning, nema formsins
vegna. Orðin stóðu. Tímarnir
breytast og mennirnir með. Nú
þarf allt að vera fest á pappír
og dugar oft ekki til.
Dísa var fylgin sér og hafði
ákveðnar skoðanir á lífinu og
tilverunni, eins og við flestöll.
Hún sagði sína meiningu und-
anbragðalaust. Við vissum öll
hvar við höfðum Dísu. Ekkert
fals eða meðvirkni. Það er ekki
mikið um stuðning við svona af-
stöðu í dag. Að standa á sínu.
Dísa var alltaf nálægt mér,
vegna þess að pabbi og mamma
ræktuðu vinasamband með
henni og Svabba alla tíð. Í end-
urminningunni er Laugavegur-
inn baðaður gullnum ljóma. Yf-
irleitt fór fjölskyldan í bæinn á
Þorláksmessu. Þá var komið við
hjá Dísu og Svabba, hvað ann-
að, og fengið kaffi og með því.
Fyrstu jólagjafirnar mínar fyr-
ir pabba og mömmu voru
keyptar á þeim degi. Þá fór ég
oftar en ekki með peninga í
vasa eftir sölu á happdrætt-
ismiðum frá Krabbameinsfélag-
inu. Gekk niður Laugaveginn
og spáði í úrvalið. Oftar en ekki
varð Rammagerðin fyrir valinu.
Einn er sá sem fagnar and-
láti hennar! Fyrir margt löngu
sagði Dísa frá draumi sem hana
dreymdi. Svavar kom til hennar
og kvartaði yfir því hvers vegna
hún væri ekki löngu komin yfir
í Draumalandið, hennar væri
sárt saknað.
Gengin er góð kona sem á
stað í hjarta mínu. Megi minn-
ing hennar lifa.
Magnús Ingólfsson.
Elsku pabbi. Þá
er kominn tími til að
kveðja. Þetta er búið
að vera langt og erf-
itt ferli þar sem þú
hefur horfið frá okkur smám sam-
an í heim gleymskunnar. Þegar
þú greindist með alzheimer-sjúk-
dóm fyrir rúmum sjö árum gerði
ég mér grein fyrir því að tíminn
sem við áttum saman með þér
væri ekki sjálfsagður og ég reyndi
Baldur
Kristjánsson
✝
Baldur Krist-
jánsson fæddist
6. mars 1951. Hann
lést 9. maí 2021.
Útför Baldurs
fór fram 19. maí
2021.
að njóta hverrar
mínútu sem ég átti
með þér.
Ég á svo margar
góðar minningar um
þig. Þú varst yndis-
legur faðir og alltaf
með mjög góða nær-
veru. Þar sem þú
vannst við rann-
sóknir og kennslu
varstu mikið heima
og tókst frá upphafi
mikinn þátt í uppeldi okkar systk-
ina. Það varst þú sem kynntir
mömmu og alla fjölskylduna fyrir
Svíþjóð, en þú bjóst þar í rúmlega
18 ár bæði í Gautaborg og Stokk-
hólmi. Við áttum níu góð ár saman
í Stokkhólmi þar sem þú vannst að
rannsóknum og skrifaðir doktors-
ritgerð þína í sálfræði og uppeld-
isfræði. Í formálanum að doktors-
ritgerðinni skrifarðu að þú veltir
fyrir þér hvað þið mamma hefðuð
gert dætrum ykkar með því að
láta þær lifa við þann lífsstíl sem
fjölskyldan gerði.
Ég er svo þakklát fyrir þann
lífsstíl sem þið kynntuð okkur. Við
kynntumst fólki alls staðar að úr
heiminum og þá sérstaklega
fyrstu tvö árin í Stokkhólmi þegar
við bjuggum á Wenner Gren
Center. Það tímabil hafði mikil
áhrif á okkur öll og er líklega ein
af ástæðunum fyrir því að ég valdi
að gerast mannfræðingur. Fjöl-
skyldan var mikið saman á þess-
um árum og við nutum þess virki-
lega að vera í Stokkhólmi. Ég á
margar góðar minningar af
göngutúrunum sem við fórum í,
en þú elskaðir að ganga og einn af
uppáhaldsstöðum þínum var
Hagaparken. Við spjölluðum mik-
ið í þessum göngutúrum og mér
fannst þú vita allt. Þú varst eins
og alfræðibók, þú fylgdist vel með
fréttum og varst góður í bæði
sögu og landafræði. Þegar þú
fluttir fyrst til Svíþjóðar hafðir þú
skoðað landakortið til þess að vita
hvar allar mikilvægustu borgirn-
ar í Svíþjóð væru. Þú hafðir líka
mjög gaman af tungumálum og
veltir oft fyrir þér hvaðan orðin
kæmu, ég man sérstaklega eftir
orðinu peysa sem þú sagðir að
kæmi af franska orðin paysan.
Við höfðum það mjög gott í Sví-
þjóð og það voru mikil viðbrigði
fyrir þig að flytja aftur til Íslands.
Þú varst alltaf svo glaður þegar
við fengum vini í heimsókn frá út-
löndum og spjallaðir mikið við þá
og hafðir mikla ánægju af því að
sýna þeim landið og þá sérstak-
lega Kleifarvatn og Reykjanes-
skaga. Margir vina minna sem
komu í heimsókn tala um það
hversu yndislegur þú varst og þau
eiga góðar minningar frá ferðun-
um sem þú fórst með okkur í.
Núna erum við Sif báðar fluttar til
Svíþjóðar, en það er orðið okkar
annað heimili, þökk sé þér og
mömmu.
Að lokum vil ég þakka fyrir all-
an þann tíma sem við áttum sam-
an og allar þær góðu minningar
sem þú gafst mér og okkur. Þú
munt lifa áfram í hjörtum okkar,
elska þig alltaf.
Þín
Sigríður Baldursdóttir.
Hinn 19. maí síðastliðinn fylgdi
ég honum Baldri pabba síðasta
spölinn.
Þessi yndislegi maður sem tók
mig að sér þegar ég var lítill gutti
og ól mig upp sem sinn. Minning-
arnar streyma um hugann, og eru
þær margar yndislegar og
skemmtilegar. Ferðalög sem voru
bæði hérlendis og erlendis. Bú-
seta á stöðum sem voru eins og úr
ævintýrasögum. Ferðir sem voru
bæði með skipi, lest og flugi. En
það sem stendur upp úr er per-
sónan sem pabbi geymdi. Ljúfur
og réttsýnn með meiru. Sá tími
sem við áttum saman, samræður
um allt á milli himins og jarðar.
Hann var fullur af þekkingu.
Aldrei lenti hann á gati þegar
spurt var. Það voru til svör við
flestu. Gönguferðirnar okkar með
myndavélarnar, stundum var far-
ið á svipaðar slóðir, en stundum
var það eitthvað nýtt og framandi.
Á milli þess sem gengið var í nátt-
úrunni var spjallað um daginn og
veginn, lífið og tilveruna. Barna-
börnin voru í miklu uppáhaldi og
eru ófáar myndirnar sem hann
hefur tekið af þeim. En eftir
standa yndislegar minningar og
þakka ég honum fyrir allt það sem
hann gaf mér. Það er geymt en
ekki gleymt.
En nú kveð ég þig elsku pabbi
minn, takk fyrir allt. Við hittumst
síðar.
Þinn
Björgvin.
✝
Óskar Berg
var fæddur á
Húsavík þann 24.
maí 1948, yngstur
í ellefu systkina
hópi. Hann var
sonur hjónanna
Sigurjóns Hall-
dórssonar, f. 6.3.
1902, d. 9.12.
1963, og Elísabet-
ar Sigríðar
Friðriksdóttur, f.
2.10. 1905, d. 21.4. 1985. Eft-
irlifandi systkini Óskars eru;
Benoný, f. 31.5. 1931, Kári
Rafn, f. 1.10. 1933, Kolbrún
Hulda, f. 25.2. 1936, og Gylfi,
f. 7.7. 1942. Látin eru: Elías
Ben, f. 1.7. 1927, d. 19.12.
1998, Halldór Friðrik, f. 19.2.
1929, d. 9.7. 2013, Mary Al-
berty, f. 20.3. 1930, d. 3.8.
2009, Kolbeinn Oddur, f. 12.9.
1932, d. 27.5. 2020, Sigrún, f.
eru Jóna Kristín, f. 11.1. 2004,
Svandís Ósk, f. 11.1. 2004, og
Anna Lísa, f. 10.5. 2005. Þór-
hallur á einnig dótturina Sig-
urveigu Þórhallsdóttur, f.
18.6. 1986. Sigurveig er gift
Sigurjóni Ólafssyni, f. 9.10.
1982, og sonur þeirra er Pét-
ur, f. 9.12. 2015. b) Berglind
Ósk, f. 29.5. 1970. Móðir henn-
ar er Margrét Lilja
Guðmundsdóttir, f. 28.8. 1954.
Berglind er ógift og barnlaus.
Eftirlifandi unnusta og sam-
býliskona Óskars er Þórhalla
Guðmundsdóttir, f. 25.8. 1949.
Óskar starfaði megnið af
starfsaldri sínum við bíla-
sprautun og réttingar í
Reykjavík og þótti mikill hag-
leiks- og verkmaður á því
sviði. Lengst starfaði hann hjá
Bílasprautunar- og rétt-
ingaverkstæðinu Víkurósi, þar
sem hann eignaðist sína trygg-
ustu vini og félaga á lífsins
vegferð. Hann lést á bráða-
móttöku Landspítalans í Foss-
vogi þann 25. maí 2021.
Útför hans fer fram frá
Oddakirkju á Rangárvöllum í
dag, 5. júní 2021, klukkan 13.
8.7. 1937, d. 25.8.
2014, og Ingibjörg
Bankey, f. 18.10.
1943, d. 24.4.
2016.
Dætur Óskars
eru: a) Agnes
Ólöf, f. 05.10.
1966, móðir henn-
ar er Olga Soffía
Thorarensen, f.
5.10. 1945. Sam-
býlismaður
Agnesar Ólafar var Finnbogi
Arnar Ástvaldsson, f. 5.9.
1956, þau slitu sambúð. Barn
þeirra er Vigdís Th. Finn-
bogadóttir, f. 17.6. 1983, gift
Sæmundi Sveinssyni, f. 29.8.
1984. Synir Vigdísar og Sæ-
mundar eru Sigurður Ásgeir,
f. 18.12. 2010, og Ólafur Odd-
ur, f. 5.3. 2013. Agnes Ólöf er
gift Þórhalli Jóni Svavarssyni,
f. 13.12. 1960. Dætur þeirra
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið
út og inn
er fjarsjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Hvíl í friði pabbi minn.
Þín
Agnes Ólöf (Lóa).
Elsku afi. Æskuminningarnar
sem tengjast þér eru sveipaðar
einhvers konar ljóma því mér
fannst afi í Reykjavík alltaf svo fá-
ránlega töff og skemmtilegur.
Alltaf snyrtilega klæddur, fínn um
hárið og skeggið og í nýpússuðum
skóm.
Þegar ég varð unglingur bjó ég
hluta úr vetri hjá ykkur Nínu á
meðan ég var í skóla í bænum. Þá
mánuði kynntumst við betur og
það má segja að þá hafi ég kynnst
þér sem manneskju, ekki bara
sem afa í Reykjavík. Skemmtileg-
ast fannst mér þegar þú sýndir
mér gamla dótið þitt inni í her-
bergi, gömul myndaalbúm með
tilheyrandi sögum og svo auðvitað
bílskúrsstundirnar okkar.
Í bílskúrnum sátum við á plast-
kössum, hlustuðum á tónlist,
reyktum camel og drukkum bjór.
Við vorum trúnaðarvinir og þú
sagðir mér frá því hvernig líf þitt
hefði líklega orðið öðruvísi ef
Bakkus hefði ekki tekið eins stór-
an toll af lífi þínu og hann gerði.
Þú vissir hvaða hildarleik hann
lék þig, en þú fannst bara ekki
leiðina út. Þegar þú ræddir þessi
mál fyrst opinskátt við mig á ung-
lingsaldri sagði ég við þig: „Þú ert
samt afi minn, og þú skalt bara
vera það.“ Þá brostir þú votur um
augun og sagðir: „Jæja elskan, þá
höfum við það þannig.“
Það bar aldrei skugga á okkar
samskipti og þú varst fljótur að
bregðast við ef eitthvað bjátaði á.
Þú gerðir við gömlu bíldrusluna
mína, málaðir fyrstu íbúðina okk-
ar Sæma með okkur og kenndir
okkur handtökin og þegar við
héldum að þú værir farinn heim
eftir langan málningarvinnudag
mættir þú aftur með fulla potta af
kjötbollum og kartöflumús í
kvöldmatinn. Það voru sennilega
bestu kjötbollur sem ég hef
bragðað um ævina.
Þú varst svo stoltur af okkur
stelpunum þínum og strákunum.
Þú elskaðir jólin og jólaljósin. Þú
varst sælkeri og elskaðir góðan
mat og bakkelsi og saman deild-
um við ævilangri ástríðu fyrir
Prince polo. Þú varst dýravinur af
guðs náð og hundar voru þar í
mestu uppáhaldi. Þú varst líka
barngóður og hafðir unun af því
að fíflast og segja brandara í
kringum litla krakka og fá þau til
að hlæja, breyttist eiginlega í hálf-
gerðan trúð á köflum og hlóst þá
oft hæst sjálfur að allri vitleys-
unni.
Þú sagðir alltaf að þeir lifðu
lengst sem lýðnum leiddist. Ég
hefði gjarnan viljað að þú hefðir
verið dálítið leiðinlegri þannig að
við hefðum getað haft þig lengur
hjá okkur. Ég er samt þakklát
fyrir þau rúmu þrjú ár sem við
fengum að hafa þig eftir að þú
veiktist í ársbyrjun 2018, en þá
lifðir þú af hvorki meira né minna
en 45 mínútna hjartastopp.
Læknarnir komu þér aftur af
stað, en lífsgæði þín voru nokkuð
skert eftir áfallið og þér fannst
erfitt að sætta þig við að þurfa að-
stoð við ýmsar athafnir daglegs
lífs sem þú hafðir áður sinnt sjálf-
ur.
Elsku afi, ég á eftir að sakna
þín, símtalanna, hlátursins, ein-
lægninnar, vináttunnar og kær-
leikans á milli okkar. Takk fyrir
að gefa mér hlutdeild í lífi þínu,
líka á þeim stundum sem þig lang-
aði ekki að ég vissi að aðstæður
þínar voru ekki sem bestar. Takk
fyrir þéttu faðmlögin, trausta
handabandið og að vera skemmti-
legi, fyndni og stríðni afi minn.
Ástarkveðja,
Vigdís.
Óskar Berg
Sigurjónsson
HINSTA KVEÐJA
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Heba Dögg Jónsdóttir)
Takk fyrir allt elsku afi
okkar,
Jóna Kristín, Svandís Ósk
og Anna Lísa.
Við Dúna, eins og
vinkona mín Sigrún
Þorleifsdóttir var
alltaf kölluð, urðum
svo frægar einu
sinni að vera leyni-
gestir í 60 ára afmæli Marínar
systur minnar í Vínarborg í Aust-
urríki. Þvílíkt og annað eins höfð-
um við hvorugar upplifað, þó
margt hafi drifið á daga okkar í
gegnum tíðina. Þar naut Dúna sín
vel, hún skreytti allan veislusalinn
Sigrún
Þorleifsdóttir
✝
Sigrún Þor-
leifsdóttir var
fædd 16. desember
1927.
Útförin fór fram
1. júní 2021.
þannig að skemmti-
leg veisla varð enn
skemmtilegri og
miklu fallegri. Þetta
var ógleymanleg
veisla og samveru-
stundir okkar Dúnu
þarna úti voru ynd-
islegar. Svona var
allt okkar samband.
Hún sóttist eftir
gleði og söng og við
tvær gengum saman
í Pólýfónkórinn sem var undir
dyggri stjórn heiðursmannsins
Ingólfs Guðbrandssonar. Vera
okkar, söngur og líf, í Pólýfón-
kórnum, um langt árabil, var mikil
lífsfylling fyrir okkur báðar og
elskuðum við hreinlega báðar að
fara á æfingar og tónleika. Minn-
ingar hrannast upp; æfingarnar,
tónleikarnir en þó ekki síst ferða-
lögin með kórnum til Spánar, sem
eru algjörlega ógleymanlegar,
enda fólkið í kórnum og kringum
hann með skemmtilegasta fólki
sem ég hef kynnst á ævinni. Við
Dúna vorum afar þakklátar fyrir
þennan skemmtilega félagsskap
sem í söngnum var að finna og þá
var ekki síður ánægjulegt að
syngja tónlist eftir mörg helstu og
bestu tónskáld tónlistarsögunnar.
Svo enduðum við saman í kór eldri
borgara í Hafnarfirði. Það var
góður félagsskapur eins og alltaf
myndast í kringum söngáhuga.
Ég og Dúna áttum margar falleg-
ar og góðar samverustundir í
langan langan tíma, stundir sem
ég hefði ekki viljað missa af og er
þakklát fyrir að hafa upplifað með
Dúnu.
Ég votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Guðrún Gísladóttir (Rúna).