Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 52

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 MOUSTIDOSE DEET Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna ALVÖRU FLUGNAFÆLA GEGN LÚSMÝI Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Það er ekki tilviljun að ég gaf disk- inn út hinn 20. febrúar síðastliðinn, því á þeim degi fyrir þrjátíu árum fórst Steindór GK undir Krísuvíkur- bjargi. Ég var þar um borð og það markaði sannarlega líf mitt að standa í brúnni ásamt félögum mínum með- an skipið barðist um í briminu undir bjarginu. Við vorum átta sem vorum um borð og komumst öll lífs af, en núna þessum þremur áratugum síðar ákvað ég að gefa út disk til að heiðra allt þetta fólk sem stóð með mér í briminu,“ segir Marteinn Ólafsson, eða Matti Óla eins og hann er oftast kallaður, en hann sendi umræddan dag í febrúar frá sér sinn þriðja hljómdisk sem ber heitið Borgar- garðurinn. „Í minni fjölskyldu er mikil tónlist en ég fór ekki að fást við hana fyrr en ég var kominn á miðjan fertugsaldur. Mín tónlistariðkun kom þannig til að ég slasaðist í fyrrnefndu sjóslysi árið 1991 og ég var lengi að jafna mig og lengi frá vinnu. Konan mín heitin, Sigríður Ágústa, var þreytt á mér hangandi heima og ég var eitthvað að röfla í henni og sagði við hana að mig hefði alltaf langað að læra á gítar. Ég hafði aldrei komið mér til þess, með fullt hús af börnum og vinnandi allan sólarhringinn. Þá gerði hún sér ferð til Reykjavíkur með Ólafi Þór bróður mínum og þau keyptu gítar og komu með hann suður eftir til Sandgerðis þar sem við bjuggum. Hún rétti mér gripinn og sagði: „Farðu bara og lærðu á hann kallinn minn. Ekkert helvítis röfl lengur.“ Ég hafði því enga afsökun til að læra ekki á gítar, og boltinn byrjaði að rúlla í framhaldi af því.“ Heilmikið ævintýr og gaman Matti segist hafa byrjað á að læra á gítarinn af eigin rammleik, en síðan fór hann í klassískt gítarnám. „Ég tók fjögur stig í námi á klassískan gítar en ég og klassíkin áttum ekki alveg samleið. Mér fannst þetta svolítið nið- urnjörvað og hafði ekki það frelsi sem ég var að sækjast eftir. Klassíska námið var gríðarlega góður grunnur og í framhaldinu fór ég að semja sjálf- ur bæði tónlist og texta. Ég er í ein- staklega góðum og hvetjandi félags- skap, það er margt tónlistarfólk í kringum mig og þeim fannst þetta eitthvað sérstakt og skemmtilegt sem ég var að gera. Þessir vinir mínir í tónlist voru alltaf boðnir og búnir að aðstoða mig í öllu sem ég gerði og ég gaf út minn fyrsta disk árið 2005, Nakinn heitir hann. Þessi fyrsti disk- ur var í raun prufuverkefni og varð að einhverju hljómsveitardæmi þótt ég hefði aldrei á ævi minni spilað í slíkri grúppu. Þetta var heilmikið ævintýri og rosalega gaman og við fengum töluverða athygli á sínum tíma. Í seinni tíð er maður ekkert að sækjast eftir athygli, ég hef bara gaman af þessu og félagsskapurinn alveg æðis- legur í tónlistinni. Þetta er allt mjög gefandi og alveg geggjað gaman að vera í þessu tónlistarstússi.“ Lífið er eilífðarorrustur Matti sendi frá sér sinn annan disk í fyrra, en hann heitir … og svo leið tíminn. „Þessi titill kemur til af því að við tókum tónlistina á diskinum upp í Hvalsneskirkju úti á Stafnesi utan við Sandgerði á sínum tíma og upptöku- maðurinn Ingi Þór var með þessar upptökur inni á tölvunni hjá sér. Svo gerist það að harði diskurinn hrundi hjá honum og þá var allt horfið. Á þeim tíma var vonlaust dæmi að sækja þetta, en í fyrra hafði hann samband og var þá búinn að finna upptökurnar, fjórtán árum síðar,“ segir Matti og hlær. „Mér fannst það alveg yndislegt og í framhaldinu tók ég upp sjö lög í viðbót, því ég vildi nýta andrúmsloftið og tækifærið. Þau lög eru á nýja diskinum, Borgargarð- inum,“ segir Matti sem syngur um líf- ið og tilveruna, ástina og dauðann, gleðina, hamingjuna, lítilmagnann, háklassaliðið, drauminn um betri heim og það sem fyrir augu ber dags daglega. Og hafið, hvað annað, því hann stundaði sjóinn til tuttugu ára, eða frá því hann var fimmtán ára, ný- fluttur suður frá Tálknafirði. Hann hefur marga fjöruna sopið, í bókstaf- legri merkingu, því hann hefur tví- vegis lent í sjávarháska og féll út- byrðis í annað skiptið. Einnig tók hann ungur þátt í að bjarga tveimur mönnum frá drukknun sem voru á trillu úti á hafi í aftakaveðri. Eftir að hann hætti á sjónum fór hann að keyra olíuflutningabíl og velti bílnum í Ísafjarðardjúpi, lenti undir honum og taldi það sitt síðasta. „Lífið er eilífðarorrustur og sem betur fer vinnum við sumar þeirra, en okkur er ekki ætlað að vinna þær allar. Maður reynir ýmislegt á lífs- leiðinni þegar maður er að göslast í gegnum lífið. Þá er gott að geta grip- ið í gítarinn, mér finnst það alveg yndislegt. Ég ætla að halda áfram að semja, ég nýt þess að vera til og tek einn dag í einu. Tíminn leiðir svo í ljós hvað ég geri við þetta,“ segir Matti, sem á lítið hús austur í sveit þar sem hann vill helst vera öllum stundum í ró og næði. „Þannig vil ég hafa lífið. Mér finnst æðislegt að stússa í húsinu og mér er sama þótt ég hitti ekki nokkurn mann vikum saman. Núna er ég að skipta um und- irstöður á húsinu og ég hlakka til að komast upp úr moldinni og fara að smíða.“ Tónlist Matta er á Spotify. Ljósmynd/Alda Lóa Við hafið Matti Óla var á sjó í 20 ár, frá því hann var 15 ára, en hætti þegar hann slasaðist í sjávarháska. Matti nýtur þess að vera til - „Ég hef gaman af þessu og félagsskapurinn æðislegur í tónlistinni,“ segir Matti Óla sem sendi nýlega frá sér hljómdisk - Hann hefur marga fjöruna sopið Á mörkum sviðsmynda og náttúru nefnist sýning á ljósmyndum Svíans Peters Stridsbergs sem opnuð var í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur á fimmtudaginn, 3. júní. „Í list- sköpun minni kanna ég mörk ljós- myndunar með því að útiloka brota- kenndar hugmyndir um skynjun mannsins á tímanum í samhengi við tilvist hans. Sögusviðið er eins kon- ar fjarvíddarteikning sem ég skap- aði utan um raunsannar sviðs- myndir sem birtast í tilbúnu umhverfi; úr verður skynvilla,“ segir Stridsberg um verk sín. Á sýningu Ein mynda Stridsbergs. Engar brotakennd- ar hugmyndir Stanslaus titringur nefnist sýning Siggu Bjargar Sigurðardóttur sem opnuð verður í dag, laugardag, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi kl. 13 til 17. Segir um hana í til- kynningu að myndheimur Siggu Bjargar hafi gengið í gegnum ýms- ar breytingar síðastliðið ár og þróast í nýjar áttir bæði hvað varð- ar efnisval og innihald. Sigga Björg teikni hömlulaust og leyfi öllu að flæða í óritskoðuðu vinnuferli og útkoman oftar en ekki sería af teikningum þar sem mannleg hegð- un, frumstæðar kenndir og tilfinn- ingar birtast í sínu hráasta formi. Flæði Sigga Björg teiknar hömlulaust. Stanslaus titringur í Gerðubergi Hjörtur Matthías Skúlason opnaði sýninguna Dans á kaffihúsinu Mokka í gær, föstudag. „Dans er eitt af tungumálum listarinnar þar sem orðaforðinn er óendanlegur. Er hægt að binda augnablik eða til- finningu dansins í fast form? Að hlutgera horfnar stundir?“ skrifar hann um sýninguna en á henni má sjá skúlptúra og prentuð myndverk. Hjörtur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í vöruhönnun árið 2013 og hluta námsins tók hann við Goldsmith-myndlistar- og hönnunarháskólann í London. Sýningin stendur til 28. júlí. Hjörtur sýnir Dans á Mokka Hjörtur Matthías Skúlason Dansverk skapað í rauntíma, The Practice Performed, verður flutt á sameiginlegri hátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival, Vorblóti, í kvöld kl. 20 í Tjarnarbíói. „Í verkinu eru allir þættir verks- ins – hreyfingar, hljóð og ljós – skapaðir í augnablikinu og til verð- ur einstök sýning í hvert einasta skipti sem verkið er flutt. Hug- myndin er að skapa marglaga heim þar sem áhorfandanum gefst tæki- færi til þess að upplifa hið brot- hætta augnablik þegar ákvarðanir eru teknar í sköpun,“ segir m.a. á vef hátíðarinnar. Verkið er ein birt- ingarmynda rannsóknarverkefn- isins EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance sem danshöfundurinn Stein- unn Ketilsdóttir leiðir. Í dag kl. 13 mun Reykjavík Dance Festival bjóða öllum börnum að koma að dansa við taktfasta tónlist DJ Ívars Péturs á Dansverkstæðinu og á morgun lýkur hátíðinni svo með sýningu á verki Ragnheiðar Sigurðardóttur Bjarnason, Hvítt, í Tjarnarbíói kl. 20. Danshöfundur Steinunn Ketilsdóttir. Verk skapað í rauntíma á Vorblóti Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.