Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 45
ÍÞRÓTTIR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Hinar ýmsu íþróttagreinar
eru hver með sinn háttinn á því
að skrá úrslit leikja og móta á
sínar heimasíður. Flestöll sér-
sambönd hafa þróað sitt kerfi á
þann hátt að hægt sé að fylgjast
með leikjum og mótum „í beinni“
og fá þannig allar helstu upplýs-
ingar um gang mála jafnóðum.
Körfuboltasambandið var
í fararbroddi á þessu sviði hér-
lendis og um árabil hefur mátt
fylgjast með hverju frákasti og
hverri villu í beinum uppfærslum
á leikskýrslum á vef KKÍ. Hand-
boltinn tók stökkið inn á 21. öld-
ina með samstarfi við HB-Statz
sem uppfæra leiki efstu deilda í
beinni og blakið er með flotta út-
færslu á beinum uppfærslum á
sínum leikjum á netinu. Í frjáls-
um, golfi og sundi er hægt að
treysta á að fá úrslit hratt og vel
eftir hverja grein eða holu.
En stærsta sambandið, KSÍ,
er nátttröllið á þessu sviði og
hefur dagað uppi á 20. öldinni.
Þar hafa engar framfarir orðið í
uppfærslum á leikskýrslum frá
aldamótum. Kerfið er til staðar
og stöku félag nýtir það og upp-
færir mörk og spjöld og annað
það helsta jafnóðum. Bara of fá.
Hvað eftir annað gerist það
að leikskýrsla er ekki komin á
netið fyrr en 2-3 tímum eftir leik
sem auk þess er ekki uppfærður
í beinni. Tvö nýleg dæmi eru leik-
ur KR og ÍA í úrvalsdeild karla og
leikur Gróttu og Þróttar í 1. deild
karla. Í hvorugu tilfellinu var
hægt að sjá á vef KSÍ hvernig
leikurinn hafði farið, hvað þá
frekari upplýsingar um leikinn,
þegar tveir tímar voru liðnir frá
því flautað var til leiksloka.
Dómarar sjá um að skila
skýrslum á netið og eru mislengi
að því. Ábyrgðin er sögð þeirra.
En af hverju eru félögin ekki gerð
ábyrg eins og í öðrum greinum?
Fótbolti er einfaldasta íþrótta-
greinin til að uppfæra beint á
þennan hátt, fá atvik og nægur
tími meðan leikurinn stendur
yfir. Takið ykkur nú tak!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Selfoss ............... L14
Kópavogsv.: Breiðablik – Keflavík........ L14
SaltPay-völlur: Þór/KA – Þróttur R..... L16
Sauðárkrókur: Tindastóll – Valur......... L16
Würth-völlur: Fylkir – Stjarnan....... S19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Ásvellir: Haukar – HK ........................... S14
Kópavogsv.: Augnablik – Víkingur R ... S14
Vivaldi-völlur: Grótta – Afturelding...... S14
Norðurálsvöllur: ÍA – FH ...................... S18
2. deild kvenna:
Grýluvöllur: Hamar – FHL ................... S13
Sindravellir Sindri – KH ........................ S14
Boginn: Hamrarnir – KM ...................... S14
1. deild karla, Lengjudeildin:
Framvöllur: Fram – Vestri.................... L14
Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Þór............. L16
2. deild karla:
Blue-völlur: Reynir S. – Völsungur ...... L13
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Njarðvík.. L14
Ásvellir: Haukar – Magni ...................... L14
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Þróttur V ...... L15
Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – Kári .. S14
3. deild karla:
Fellavöllur: Huginn/Höttur – KFG ...... L13
Würth-völlur: Elliði – KFS.................... L14
Skessan: ÍH – Sindri .............................. L14
Fífan: Augnablik – Einherji .................. L14
HANDKNATTLEIKUR
Annar úrslitaleikur kvenna:
Origo-höllin: Valur – KA/Þór (0:1) ... S15.45
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, þriðji leikur:
IG-höllin: Þór Þ. – Stjarnan (1:1)...... S20.15
Umspil karla, annar úrslitaleikur:
Ísafjörður: Vestri – Hamar (0:1) ...... L19.15
Umspil kvenna, þriðji úrslitaleikur:
Njarðv.: Njarðvík – Grindavík (2:0) . S19.15
UM HELGINA!
Björn Bogi Guðnason, 17 ára gam-
all knattspyrnumaður úr Garði,
hefur samið við hollenska félagið
Heerenveen til þriggja ára. Björn
fór tólf ára gamall frá Víði til
Keflavíkur og spilaði fjóra leiki
með meistaraflokki Keflavíkur í 1.
deildinni í fyrra. Hann var síðan
lánaður til Víðismanna í 2. deildinni
seinni hluta tímabilsins og skoraði
þar þrjú mörk í sjö leikjum. Björn
Bogi mun leika með unglingaliði
Heerenveen en margir íslenskir
knattspyrnumenn hafa farið ungir
til félagsins.
Björn samdi við
Heerenveen
Ljósmynd/Knattspyrnudeild Kefl.
Holland Björn Bogi Guðnason er
kominn til Heerenveen.
Bæði kvenna- og karlalið Stjörn-
unnar urðu Íslandsmeistarar í hóp-
fimleikum á Akranesi í gær.
Kvennalið Stjörnunnar vann á
mótinu með 59.150 stig en lið
Gerplu hafnaði í öðru sæti með
56.800 stig. Þá fögnuðu Garðbæing-
ar sigri á öllum áhöldum í kvenna-
flokki. Karlalið Stjörnunnar 1 hlaut
54.700 stig en lið Stjörnunnar 2
varð í öðru sæti með 44.300 stig.
Líkt og í kvennaflokki fagnaði
karlalið Stjörnunnar sigri á öllum
áhöldum. Í 1. flokki kvenna varð lið
Gerplu hlutskarpast.
Tvöfalt hjá
Stjörnunni
Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
Meistarar Hluti af kvenna- og karla-
liðið Stjörnunnar sem vann tvöfalt.
LANDSLEIKUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Tæpt var það á Tórsvelli í Þórshöfn í
gærkvöld þegar Ísland vann sinn 24.
sigur í 26 A-landsleikjum karla gegn
Færeyingum í fótbolta. Færeyingar
voru sterkari aðilinn í leiknum, þeg-
ar á heildina er litið, en þegar upp
var staðið skildi gullfallegt mark frá
Mikael Anderson liðin að og Ísland
slapp með nauman og torsóttan sig-
ur, 1:0.
Mikael skoraði þarna sitt fyrsta
mark fyrir A-landslið Íslands, átta
mínútum eftir að hann kom inn á
sem varamaður um miðjan síðari
hálfleik. Birkir Bjarnason sendi
boltann á Albert Guðmundsson sem
skallaði hann snyrtilega fyrir fætur
Mikaels. Hann var í vítaboganum og
skaut þaðan viðstöðulaust með
vinstri fæti upp í vinstra hornið.
Því skal að sjálfsögðu haldið til
haga að Færeyingar voru með nán-
ast sitt sterkasta lið, það sama og lék
þrjá leiki í undankeppni HM í lok
mars og átti m.a. mjög góðan leik í
Austurríki sem tapaðist 3:1, á meðan
í íslenska liðið vantaði tólf leikmenn
sem komu við sögu í HM-leikjum Ís-
lands á sama tíma.
En samt kemur nokkuð á óvart
hversu illa íslenska liðinu gekk að
halda boltanum og ná að byggja upp
sóknir á meðan allt uppspil Fær-
eyinga gekk mun hraðar og lip-
urlegar fyrir sig allan tímann.
Kolbeinn Sigþórsson hefði átt að
slá markamet landsliðsins þegar
hann fékk langbesta færi liðsins á
20. mínútu. Teitur Gestsson í marki
Færeyja varði frá honum af stuttu
færi.
Ögmundur Kristinsson kom hins
vegar í veg fyrir að Færeyingar
jöfnuðu á 85. mínútu þegar hann
varði frá Klæmint Olsen úr svipuðu
dauðafæri heimamanna.
Aron Einar, Birkir Bjarna, Kol-
beinn og Jón Daði mynduðu ásamt
Hirti Hermannssyni og Ögmundi í
markinu reynslukjarna íslenska liðs-
ins í leiknum. Albert Guðmundsson
lék seinni hálfleikinn og lagði upp
markið á laglegan hátt. Nýliðinn
Brynjar Ingi Bjarnason sýndi eins
og gegn Mexíkó að hann á fullt er-
indi í baráttuna um landsliðssæti.
Vinstri bakvörðurinn Valgeir Lund-
dal Friðriksson lék sinn fyrsta A-
landsleik og komst ágætlega frá
leiknum.
Nú liggur leiðin til Póllands þar
sem þriðji og síðasti landsleikurinn í
þessari törn fer fram í Poznan á
þriðjudagskvöldið.
Fallegt sigurmark Mikaels
en tæpt á Tórsvellinum
- Ísland vann nauman sigur á Færeyingum, 1:0 - Fara til Póllands í dag
Ljósmynd/Heri Joensen
Þórshöfn Ísak B. Jóhannesson með boltann á Tórsvelli og þeir Jón Daði Böðvarsson og Brandur Olsen fylgjast með.
Tórsvöllur, Þórshöfn, vináttulands-
leikur karla, föstudag 4. júní 2021.
Færeyjar: (4-5-1) Mark: Teitur
Gestsson. Vörn: Gilli Rólantsson (Jó-
annes Danielsen 66), Odmar Færö,
Heini Vatnsdal, Viljormur Davidsen.
Miðja: Sölvi Vatnhamar (Petur Knud-
sen 84), Hallur Hansson, Jákup
Andreasen (Klæmint Olsen 78),
Brandur Olsen, Meinhard Olsen
(Jákup Johansen 84). Sókn: Jóan
Edmundsson (Andreas Olsen 66).
Ísland: (4-3-3) Mark: Ögmundur
Kristinsson. Vörn: Alfons Sampsted,
FÆREYJAR – ÍSLAND 0:1
Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi
Bjarnason, Valgeir Lunddal Frið-
riksson (Guðmundur Þórarinsson
79). Miðja: Aron Einar Gunnarsson
(Andri Fannar Baldursson 79), Birkir
Bjarnason (Sveinn Aron Guðjohnsen
79), Ísak Bergmann Jóhannesson (
Stefán Teitur Þórðarson 62). Sókn:
Jón Daði Böðvarsson (Mikael And-
erson 62), Kolbeinn Sigþórsson (Al-
bert Guðmundsson 46), Jón Dagur
Þorsteinsson.
Dómari: Kristo Tohver, Eistlandi.
Áhorfendur: Ekki leyfðir.
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í
handknattleik varð í gær þýskur
bikarmeistari með Lemgo og fagn-
aði sigri, 28:24, á löndum sínum
Guðmundi Þ. Guðmundssyni og
Arnari Frey Arnarssyni hjá Mel-
sungen í úrslitaleiknum sem fram
fór í Hamborg.
Lemgo vann þarna sinn fyrsta
stóra titil í ellefu ár, eða frá því fé-
lagið vann EHF-bikarinn árið 2010,
þá í annað sinn á fimm árum. Síð-
asta titilinn innan Þýskalands vann
Lemgo árið 2003 þegar félagið varð
þýskur meistari í annað skipti í sög-
unni. Bikarsigurinn er sá fjórði í
röðinni hjá Lemgo sem síðast varð
bikarmeistari árið 2002.
Melsungen var yfir stóran hluta
fyrri hálfleiks en Lemgo sneri
leiknum sér í hag með fjórum
mörkum í röð undir lok hans, 15:12.
Bjarki Már og félagar náðu eftir
það fimm til sex marka forskoti
sem þeir létu ekki af hendi.
Bjarki skoraði fjögur mörk fyrir
Lemgo í leiknum en Arnar náði
ekki að skora fyrir Melsungen.
Ljósmynd/TBV Lemgo Lippe
Bikarmeistari Bjarki Már Elísson, fyrir miðju, fagnar bikarsigrinum með
liðsfélögum sínum í Lemgo eftir sigurinn á Melsungen í gær.
Langþráður bikar
í hús hjá Lemgo