Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 24
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
A
fleiðingar faraldurs kór-
ónuveirunnar virðast
einna mest hafa haft áhrif
á biðlista og biðtíma eftir
endurhæfingarþjónustu í heilbrigð-
iskerfinu. Biðlistar hafa þó víðar
stækkað og biðtími eftir þjónustu
lengst þótt á mörgum sviðum hafi
þeim einnig fækkað sem bíða eftir
þjónustu og biðtími þar styst á um-
liðnu ári veirufaraldursins.
Miklar upplýsingar um stöðuna
má lesa út úr ítarlegu svari Svandís-
ar Svavarsdóttur heilbrigðis-
ráðherra við fyrirspurn Önnu Kol-
brúnar Árnadóttur, þingmanns
Miðflokksins, um biðlista í heilbrigð-
iskerfinu, sem dreift hefur verið á
Alþingi. Birt eru svör frá opinberum
og einkareknum stofnunum. Þar
kemur m.a. fram í svörum Landspít-
alans svo dæmi séu tekin um bið eft-
ir skurðaðgerðum að 1. febrúar sl.
biðu 1.286 eftir aðgerðum á auga-
steini en þeir voru 723 á sama tíma
fyrir ári og hefur því fjölgað um
78%. Í fyrra voru gerðar rúmlega
1.600 aðgerðir en bent er á að á
árinu 2019 dró úr fjölda auga-
steinsaðgerða utan spítalans og
færðust sjúklingar þá í auknum
mæli af stofum og til Landspítalans.
Bið eftr augasteinsaðgerðum hefur
lengst úr 12 vikum í febrúar í fyrra í
23 vikur í febrúar síðastliðnum.
Fjölgað hefur á biðlista fyrir að-
gerðir vegna vélindabakflæðis og
þindarslits vegna frestunar aðgerða
í faraldrinum og á að vinna áfram
jafnt og þétt niður biðina en skortur
á legurýmum er einnig sagður hafa
áhrif. 161 bíður eftir gallsteina-
aðgerð en þeir voru 83 1. febrúar í
fyrra og á að vinna biðlistann niður
jafnt og þétt. 89 eru á biðlista eftir
brottnámi legs vegna frestunar að-
gerða en voru 44 fyrir ári og 392 bíða
eftir liðskiptum á mjöð og hefur
fjölgað um 64% frá febrúar í fyrra og
bíða alls 827 eftir liðskiptaaðgerð á
hné en voru 494 ári áður. „Gripið
hefur verið til tvöfalds átaks í bækl-
unaraðgerðum um helgar til að ná
niður biðlistanum, samtals 16 lið-
skiptaaðgerðir á helgi (þrjár helgar
sem af er ári). Ekki er hægt að
keyra það oftar en gert er þar sem
sama starfsfólk vinnur þessa átaks-
vinnu og vinnuna dagsdaglega. Unn-
ið er jafnt og þétt að því að bæta
ferla, áhersla á að stytta legutíma
hjá þeim sem fara í mjaðma-
liðskipti,“ segir í skýringum Land-
spítalans.
Eftirspurn eftir þjónustu
barna- og unglingageðdeildar
(BUGL) hefur aukist jafnt og þétt
og fjölgað hefur á biðlistum, segir í
svarinu. 131 var á biðlista 11. mars
sl. en 101 um mánaðamótin febrúar/
mars í fyrra. Var komum fækkað til
muna tímabundið vegna tilmæla
sóttvarnayfirvalda vegna faraldurs-
ins sem hefur hægt á inntöku nýrra
sjúklinga. Meðalbiðtíminn er núna
tæpar 24 vikur sem er óveruleg
aukning frá í fyrra.
„Fækkun koma á göngudeild
milli ára skýrist annars vegar af því
að það þurfti að setja hópmeðferð á
bið vegna sóttvarnaráðstafana tengt
Covid-19. Reyndar var það leyst að
hluta til seinni hluta árs með því að
leigja stóran sal þar sem hægt var
að uppfylla sóttvarnareglur,“ segir í
svarinu.
Biðtími hjá átröskunarteymi á
geðsviði Landspítalans hefur lengst
um 142,6% og er engin ein skýring
sögð á því heldur samspil margra
þátta, s.s. bág staða húsnæðis geð-
þjónustunnar, fækkun starfsmanna
og veirufaraldurinn. Einnig hefur
fjölgað á biðlista eftir þjónustu
ADHD-teymisins eða úr 507 í fyrra í
727 á biðlista 11. mars sl.
Biðlistar stækkuðu
og biðtími lengdist
Morgunblaðið/Eggert
Heilbrigðisþjónusta Mestu áhrif faraldursins urðu á biðlista og bið eftir
aðgerðum sem ekki teljast lífsbjargandi eða bráðaaðgerðir skv. skýrslunni.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn hækkarfast-eignamat á
Íslandi. Virðist
einu gilda hvort í
landinu ríkir sam-
dráttur eða vöxtur,
fasteignamatið hækkar og með
því álögur á eigendur fast-
eigna. Matið er í raun eins og
sjálfvirkur skattatjakkur, sem
veldur því að gjöld á húsnæði
hækka langt umfram verðlag
og hagvöxt.
Að þessu sinni hækkaði fast-
eignamat um 7,4% á landinu og
var hækkun meiri á höfuðborg-
arsvæðinu en landsbyggðinni.
Vissulega hefur húsnæðis-
verð hækkað á höfuðborgar-
svæðinu. Þá hækkun má hins
vegar ekki rekja til eðlilegrar
þróunar framboðs og eftir-
spurnar, heldur hafa pólitískir
ráðamenn beinlínis valdið
henni með því að sjá til þess að
of lítið er byggt og ber þar
meirihlutinn í Reykjavík meg-
inábyrgð.
Mörg sveitarfélög hafa
brugðist við hækkun fast-
eignamats með því að lækka
álagningarhlutfallið og er það
vel. Það á hins vegar ekki við
um þau öll og hafa eigendur at-
vinnuhúsnæðis verið sér-
staklega ósáttir við að álagn-
ingarhlutfallið á það hafi lítið
lækkað miðað við íbúðar-
húsnæði.
Það á til dæmis við í Reykja-
vík þar sem markmiðið virðist
vera að hafa alla skatta og
gjöld eins há og leyfilegt er og
þótt fasteignagjöld hafi eitt-
hvað verið lækkuð af íbúðar-
húsnæði er ekkert slegið af at-
vinnuhúsnæði.
Í Morgunblaðinu í fyrradag
var rætt við forstjóra fast-
eignafélaganna Eikar og
Reita. Í þeirri umfjöllun kom
fram að á undanförnum sex ár-
um hefði fasteignaskattur á at-
vinnuhúsnæði hækkað um
68%.
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, segir þar að fyrir fimm
árum hafi fasteignagjöld verið
um 12% af veltu félagsins, en
nú séu þau 20% af veltu.
Í greininni á fimmtudag
bregðast tveir bæjarstjórar
við gagnrýni fasteignafélag-
anna. Ármann Kr. Ólafsson í
Kópavogi segist skilja óánægj-
una og þar hafi verið reynt að
koma til móts við hana með því
að lækka gjöldin. Aldís Haf-
steinsdóttir í Hveragerði segir
að þar hafi verið reynt að miða
við að hækkunin færi ekki
fram úr verðlagsþróun með því
að lækka álagningarhlutfallið
hækki fasteignamatið úr hófi
fram.
Aldís gagnrýnir líkt og for-
stjórar fasteigna-
félaganna að
gagnsæi við
ákvörðun fast-
eignamatsins sé
lítið. „Það er jafn
snúið fyrir okkur
sveitarstjórnarmenn að skilja
og gera áætlanir á grundvelli
þeirra upplýsinga sem við höf-
um eins og fyrir atvinnurek-
endur sjálfa, því auðvitað er
fasteignamatsaðferðin sér-
kennileg og það er lítill fyrir-
sjáanleiki í henni.“
Vitaskuld er ekki boðlegt að
aðferðin við að búa til fast-
eignamat sé sveipuð dulúð og
svo ógagnsæ að stjórnmála-
menn og atvinnurekendur
standi á gati.
Fasteignamatið hefur marg-
vísleg áhrif. Þeir sem leigja út
húsnæði geta ekki endalaust
tekið á sig hækkanir sem
fylgja hækkun matsins. Fast-
eignamatið leiðir því óhjá-
kvæmilega til þess að leiga
hækkar. Það mun síðan ugg-
laust verða til þess að fast-
eignamatið hækkar enn meira
næst. Fasteignamatið er því
orðið nokkurs konar gerandi í
þenslunni og það getur varla
verið ætlunin.
Þetta er sérstaklega ergi-
legt þegar staðan er eins og
nú. Fyrirtæki í leiguhúsnæði
hafa mörg átt í miklum krögg-
um vegna kórónuveiru-
faraldursins. Í miðbæ Reykja-
víkur má víða sjá tóma
búðarglugga og lokaða veit-
ingastaði. Sú staða ætti tæp-
lega að valda því að fast-
eignamatið rjúki upp, hvað þá
að það hækki umfram verðlag
almennt.
Venjulega er það svo að
stjórnmálamenn þurfa að taka
ákvarðanir um að hækka
skatta og verða þá að bera
pólitíska ábyrgð á því. Fast-
eignamatið er leið til þess að
hækka skatta sjálfkrafa og
stjórnmálamennirnir geta
sagst vera með fjarvistar-
sönnun. Það er ekki sann-
gjarnt gagnvart eigendum
íbúðarhúsnæðis, sem fæstir
eru að innheimta gróðann af
hærra húsnæðisverði. Þeir búa
flestir í sínu húsnæði og eru
með sínar tekjur. Þeirra að-
stæður breytast ekki þótt fast-
eignamatið hækki og það leiðir
ekki til að þeir hafi meira milli
handanna – nema þeir kjósi að
selja og þá þurfa þeir ekki
lengur að borga fasteigna-
gjöld.
Það er ekki heldur sann-
gjarnt að eigendur atvinnu-
húsnæðis þurfi stöðugt að
greiða hærra hlutfall af veltu
sinni í fasteignagjöld, sama
hvernig árar í viðskiptalífinu.
Sama hvernig árar
í efnahagslífinu,
alltaf hækkar
fasteignamatið}
Dularfulla
fasteignamatið
M
enntamálaráðherra svaraði í
liðinni viku fyrirspurn minni
á Alþingi um námsárangur
pilta og stúlkna í skólakerf-
inu. Í svarinu koma fram
sláandi upplýsingar, ekki síst tölur um veru-
legan kynjahalla sem kalla á skýringar og
aðgerðir.
Frammistaða grunnskólastúlkna í öllum
námsþáttum er að jafnaði marktækt betri en
frammistaða drengja. Á framhaldsskólastigi
birtist mikill munur á kynjum þegar litið er
til brautskráningar. Hagstofa Íslands upp-
lýsir að 35% fleiri stúlkur en piltar braut-
skráðust með almennt stúdentspróf skóla-
árið 2018-2019.
Fram kemur að háskólamenntuðu fólki
hefur fjölgað á síðustu árum en þróunin hef-
ur verið ólík eftir kynjum. Ríflega helmingur kvenna á
aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólagráðu á móti
35% karla. Samkvæmt nýlegri könnun í 28 ríkjum Evr-
ópu eru konur alls staðar í meirihluta nemenda í há-
skólum eins og hér á landi en hlutfall karla þó hvergi
lægra en hér. Kynjahlutfall nemenda við Háskóla Ís-
lands er nú 32% karlar og 68% konur, karlar ná ekki
þriðjungi nemenda.
Brotthvarf úr framhaldsskóla skýrir hluta af þessum
mun. Almennt hverfa drengir frekar brott úr fram-
haldsskóla en stúlkur. Af svari um brotthvarf nýnema
sést að brotthvarf drengja er meira en stúlkna, með
hlutfallinu þrír drengir fyrir hverjar tvær
stúlkur. Þá kemur fram um brotthvarf nem-
enda sem hafa horfið frá námi fjórum árum
eftir innritun að brotthvarf pilta er töluvert
meira en stúlkna.
Stúlkum virðist almennt ganga að mörgu
leyti vel í skólakerfinu og er það gleðiefni.
En svara þarf hvers vegna árangur drengja
er áberandi lakari. Er þetta það jafnrétti
sem við sækjumst eftir? Þessi halli yrði ekki
þolaður ef hann væri stúlkum í óhag.
Í svarinu virðist vikið að hugtakinu skóli
án aðgreiningar sem gefinni stærð. Væri
goðgá að spyrja hvort gagnrýnni afstaða en
í svarinu birtist væri kannski nauðsynleg til
að bæta úr þeim ágöllum á skólakerfinu
sem svör ráðherra bera með sér?
Í svari ráðherra er ekki að finna marktæk
úrræði til að efla hag drengja í skólakerfinu þótt svo
halli á þá sem raun ber vitni. Nýsamþykkt mennta-
stefna 2021-2030 sýnist einkennast af hóflegum metn-
aði. Þar er skilað auðu um málið og ber hún ekki með
sér neina raunhæfa viðleitni til að bæta úr ágöllum á
skólakerfinu eða kynjahallanum sem einkennir það.
Umbótum sýnist eiga að skjóta á frest.
Nýtt Alþingi þarf að afloknum kosningum að taka
fast á þeim brotalömum í skólakerfinu og kynjahalla
sem svar ráðherra ber með sér. olafurisl@althingi.is
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Kynjahalli í skólakerfinu
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Alls voru 48 einstaklingar á
biðlista í febrúar sl. og meðal-
biðtími 2,7 ár hjá Endurhæfingu
– þekkingarsetri en það veitir
einstaklingum með meðfæddan
eða ákominn heilaskaða og
hrörnunarsjúkdóma endurhæf-
ingu, þjálfun og stuðning. Á
sama tíma í fyrra voru 39 á bið-
lista og biðin 1,8 ár. Fram kem-
ur að fjölgun á biðlista megi
skýra með vaxandi ásókn í sér-
hæfða meðferð. „Sóttvarnir
urðu til þess að erfitt reyndist
að veita þjónustunotendum
nauðsynlega meðferð og íhlut-
un. Fjarfundabúnaður var not-
aður eins og hægt var en ekki
gátu allir nýtt þann þjón-
ustumöguleika. Mikil afturför
og aukinn heilsuvandi hefur
orðið hjá þeim sem ekki gátu
fengið meðferð vegna sótt-
varna. Aukna þjálfun, endurnýj-
un og breytingar á hjálpar- og
stoðtækjum hefur þurft í kjöl-
farið,“ segir í svarinu.
Aukinn
heilsuvandi
ENDURHÆFING